Innlent

Grunaður um að hafa kveikt í eyðibýli

Samúel Karl Ólason skrifar
Tilkynnt var um eldinn á sjötta tímanum í dag og var býlið alelda þegar slökkvilið kom á vettvang um tuttugu mínútum eftir að tilkynningin barst.
Tilkynnt var um eldinn á sjötta tímanum í dag og var býlið alelda þegar slökkvilið kom á vettvang um tuttugu mínútum eftir að tilkynningin barst. Vísir/Hanna
Lögreglan á Norðurlandi Vestra hefur handtekið karlmann á fimmtugsaldri sem grunaður er um að hafa kveikt í eyðibýlinu Illugastaðir við Þverárfjall. Tilkynnt var um eldinn á sjötta tímanum í dag og var býlið alelda þegar slökkvilið kom á vettvang um tuttugu mínútum eftir að tilkynningin barst.

Fyrst var sagt frá brunanum á vef Ríkisútvarpsins.

Slökkvistarfi er nú lokið, þegar þetta er skrifað (22:20) en það tók tíu slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Skagafjarðar um fjóra tíma að slökkva eldinn og að tryggja aðstæður til að koma í veg fyrir mögulegt tjón vegna foks.

Svavar Atli Birgisson, slökkviliðsstjóri, segir töluverðan eldsmat hafa verið í húsinu. Hann hafi verið meiri en von var á og mögulega hafi eyðibýlið verið notað sem geymsla.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×