Níðingsháttur Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. september 2018 07:00 Það eru engin ný tíðindi að komið sé svívirðilega fram við erlent starfsfólk hér á landi. Á liðnum árum hafa sögur af slæmum aðbúnaði þess og smánarlegum launum iðulega ratað í fréttir. Öllu sómasamlegu fólki ofbýður en ekkert breytist, einfaldlega vegna þess að of lítið hefur verið aðhafst. Þar hefur verkalýðshreyfingin ekki staðið sig sem skyldi, en henni til afsökunar má segja að við ofurefli hafi verið að etja. Einhver breyting virðist þó vera að verða, því verið er að stórauka vinnustaðaeftirlit verkalýðshreyfingarinnar. Hinn byltingarsinnaði formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, segir að meira þurfi til, þar á meðal afskipti stjórnmálamanna. Þetta er rétt hjá honum. Fólk skiptir máli og ef stjórnmál byggjast á einhverju öðru en hentistefnu hverju sinni, þá eiga stjórnmálamenn að ranka við sér við fréttir af illri meðferð á erlendu starfsfólki. Þeir eiga ekki að láta eins og þarna séu einungis á ferð dæmigerð mál sem verkalýðsforystan eigi ein að leita lausna á. Þeir eru þarna alls staðar á kreiki, einstaklingarnir sem fá stjörnur í augun í hvert sinn sem þeir hugsa um gróðann sem þeir geta gengið að með því að koma hópi erlendra starfsmanna sinna fyrir í herbergiskytru og draga 100.000 króna húsaleigu á mánuði af hverjum og einum þeirra. Það tekur því alls ekki að gera samning við þetta starfsfólk því það er hér bara í stuttan tíma. Ónauðsynlegt er svo að sýna formfestu eins og þá að fylgja reglum um hvíldartíma. Fólkið er hvort sem er viljugt til að vinna og þá er um að gera að leyfa því að vinna sem mest vitanlega fyrir sem lægst laun. Þannig er hægt að safna gróða og leyfa sér alls kyns unaðslegan lúxus með því að svína á öðrum. Auðvitað er það ekkert annað en níðingsháttur að líta á starfsfólk eins og þræla og koma fram við það eins og það eigi vart tilverurétt. Sitthvað er athugavert við siðferðiskennd þeirra sem koma svona fram við aðra. Samviskan virðist þó ekkert vera að banka upp á hjá þeim og spyrja áleitinna spurninga um siðferðilegar skyldur við starfsmenn. Ef einhver hugsun ónáðar þessa menn þá er það sennilega helst hræðslan við að upp um þá komist og skammarlegt athæfi þeirra verði afhjúpað. Þá glata þeir mannorðinu, sem þeim virðist reyndar standa nokkurn veginn á sama um, en missa annað sem skiptir þá öllu máli, sem er gróðinn. Það þýðir örugglega lítið að benda þessum holdgervingum græðginnar á að ganga annan og betri veg. Mikið hefðu þeir samt gott af leiðsögn. Það má alveg sjá þá fyrir sér á námskeiði í Kauptúni 4, þar sem framkvæmdastjóri IKEA, Þórarinn Ævarsson, útskýrir fyrir þeim hugmyndina á bak við það að hækka laun umfram kjarasamninga og kostina við það að bjóða starfsmönnum, en nokkuð stór hópur þeirra er erlendur, íbúð í nágrenni vinnustaðarins á sanngjarnri leigu. Víst er að mikill furðusvipur myndi koma á andlit þeirra sem telja sig helst geta grætt á því að koma illa fram við aðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það eru engin ný tíðindi að komið sé svívirðilega fram við erlent starfsfólk hér á landi. Á liðnum árum hafa sögur af slæmum aðbúnaði þess og smánarlegum launum iðulega ratað í fréttir. Öllu sómasamlegu fólki ofbýður en ekkert breytist, einfaldlega vegna þess að of lítið hefur verið aðhafst. Þar hefur verkalýðshreyfingin ekki staðið sig sem skyldi, en henni til afsökunar má segja að við ofurefli hafi verið að etja. Einhver breyting virðist þó vera að verða, því verið er að stórauka vinnustaðaeftirlit verkalýðshreyfingarinnar. Hinn byltingarsinnaði formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, segir að meira þurfi til, þar á meðal afskipti stjórnmálamanna. Þetta er rétt hjá honum. Fólk skiptir máli og ef stjórnmál byggjast á einhverju öðru en hentistefnu hverju sinni, þá eiga stjórnmálamenn að ranka við sér við fréttir af illri meðferð á erlendu starfsfólki. Þeir eiga ekki að láta eins og þarna séu einungis á ferð dæmigerð mál sem verkalýðsforystan eigi ein að leita lausna á. Þeir eru þarna alls staðar á kreiki, einstaklingarnir sem fá stjörnur í augun í hvert sinn sem þeir hugsa um gróðann sem þeir geta gengið að með því að koma hópi erlendra starfsmanna sinna fyrir í herbergiskytru og draga 100.000 króna húsaleigu á mánuði af hverjum og einum þeirra. Það tekur því alls ekki að gera samning við þetta starfsfólk því það er hér bara í stuttan tíma. Ónauðsynlegt er svo að sýna formfestu eins og þá að fylgja reglum um hvíldartíma. Fólkið er hvort sem er viljugt til að vinna og þá er um að gera að leyfa því að vinna sem mest vitanlega fyrir sem lægst laun. Þannig er hægt að safna gróða og leyfa sér alls kyns unaðslegan lúxus með því að svína á öðrum. Auðvitað er það ekkert annað en níðingsháttur að líta á starfsfólk eins og þræla og koma fram við það eins og það eigi vart tilverurétt. Sitthvað er athugavert við siðferðiskennd þeirra sem koma svona fram við aðra. Samviskan virðist þó ekkert vera að banka upp á hjá þeim og spyrja áleitinna spurninga um siðferðilegar skyldur við starfsmenn. Ef einhver hugsun ónáðar þessa menn þá er það sennilega helst hræðslan við að upp um þá komist og skammarlegt athæfi þeirra verði afhjúpað. Þá glata þeir mannorðinu, sem þeim virðist reyndar standa nokkurn veginn á sama um, en missa annað sem skiptir þá öllu máli, sem er gróðinn. Það þýðir örugglega lítið að benda þessum holdgervingum græðginnar á að ganga annan og betri veg. Mikið hefðu þeir samt gott af leiðsögn. Það má alveg sjá þá fyrir sér á námskeiði í Kauptúni 4, þar sem framkvæmdastjóri IKEA, Þórarinn Ævarsson, útskýrir fyrir þeim hugmyndina á bak við það að hækka laun umfram kjarasamninga og kostina við það að bjóða starfsmönnum, en nokkuð stór hópur þeirra er erlendur, íbúð í nágrenni vinnustaðarins á sanngjarnri leigu. Víst er að mikill furðusvipur myndi koma á andlit þeirra sem telja sig helst geta grætt á því að koma illa fram við aðra.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun