Hlutafé Primera Travel aukið um 2,4 milljarða Kristinn Ingi Jónsson skrifar 12. september 2018 07:30 Andri Már Ingólfsson er forstjóri Primera Travel Group sem rekur ferðaskrifstofur á Norðurlöndunum. Vísir/GVA Hlutafé Primera Travel Group var aukið um 18 milljónir evra, sem jafngildir 2,4 milljörðum króna miðað við núverandi gengi, fyrr á árinu. Félagið lauk fjárhagslegri endurskipulagningu í maí síðastliðnum sem fól meðal annars í sér að skuldum upp á 14,7 milljónir evra var breytt í hlutafé og þá var félaginu jafnframt lagt til nýtt hlutafé að fjárhæð 3,3 milljónir evra. Andri Már Ingólfsson, forstjóri og eigandi Primera Travel Group, segir árangursríkum viðsnúningi á rekstri félagsins nú lokið eftir þriggja ára langt ferli sem hafi falið í sér endurskipulagningu og samþættingu á sex fyrirtækjum í fimm löndum. Í kjölfar endurskipulagningarinnar er eigið fé 5,8 milljarðar, eiginfjárhlutfallið 33 prósent og heildareignir 18 milljarðar króna. Þá lækkuðu skuldir um 46,9 milljónir evra og nema nú 60,2 milljónum evra. Gert er ráð fyrir að félagið hagnist um 748 milljónir króna í ár en til samanburðar var rekstrarhagnaður félagsins 196 milljónir króna í fyrra. Félagið tapaði um 720 milljónum á síðasta ári en í kjölfar lokunar skrifstofa, uppsagna og niðurfærslu á eldri kerfum var viðskiptavild færð niður um 500 milljónir króna á árinu. Primera Travel Group rekur ferðaskrifstofur á Norðurlöndum, meðal annars Bravo Tours í Danmörku, Solresor í Svíþjóð, Solia í Noregi, Matkavekka í Finnlandi og Heimsferðir og Terranova hér á landi. Andri Már segir öll fyrirtæki félagsins hafa verið færð á nýjan tækni- og gagnagrunn en það hafi aukið beina sölu á vefnum úr 20 prósentum í 75 prósent af heildarsölu. Til þess að það væri hægt hafi þurft að stokka reksturinn upp frá grunni. „Ný tækni gefur gríðarleg tækifæri til vaxtar, þar sem félagið getur nú opnað fyrir sölu í fleiri löndum með lágmarksfjárfestingu. Á þessu ári verður opnað í Bretlandi og á árinu 2019 verður horft til fleiri markaða. Félagið á nú sínar eigin vefsölulausnir sem eru lykillinn að framtíðarsölu og tengingu við alla helstu birgja í heiminum, bæði í flugi og gistimöguleikum. Á næstu fimm árum mun nánast öll sala á ferðum eiga sér stað á vefnum og aðeins þau fyrirtæki sem geta boðið þjónustu sína með réttum tæknilausnum hafa möguleika til vaxtar,“ segir Andri Már. Hann nefnir að á síðustu þremur árum hafi þurft að endurskoða allan fastan kostnað félagsins. 55 skrifstofum hafi verið lokað í þremur löndum, 200 starfsmönnum verið sagt upp og ráða hafi þurft nýja stjórnendur. „Það tók heilu ári lengur að innleiða nýtt sölu- og bókunarkerfi en upphaflega var áætlað og á meðan þurftu félögin að reka tvöföld kerfi, sem var óhemju dýrt. Mikið af þessum kostnaði féll til á árunum 2016 og 2017. Þessum breytingum er nú lokið og er horft til 8 prósenta vaxtar á árinu 2018 og um 15 prósenta vaxtar á árinu 2019, þar sem möguleikar til vefsölu verða fullnýttir.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Hlutafé Primera Travel Group var aukið um 18 milljónir evra, sem jafngildir 2,4 milljörðum króna miðað við núverandi gengi, fyrr á árinu. Félagið lauk fjárhagslegri endurskipulagningu í maí síðastliðnum sem fól meðal annars í sér að skuldum upp á 14,7 milljónir evra var breytt í hlutafé og þá var félaginu jafnframt lagt til nýtt hlutafé að fjárhæð 3,3 milljónir evra. Andri Már Ingólfsson, forstjóri og eigandi Primera Travel Group, segir árangursríkum viðsnúningi á rekstri félagsins nú lokið eftir þriggja ára langt ferli sem hafi falið í sér endurskipulagningu og samþættingu á sex fyrirtækjum í fimm löndum. Í kjölfar endurskipulagningarinnar er eigið fé 5,8 milljarðar, eiginfjárhlutfallið 33 prósent og heildareignir 18 milljarðar króna. Þá lækkuðu skuldir um 46,9 milljónir evra og nema nú 60,2 milljónum evra. Gert er ráð fyrir að félagið hagnist um 748 milljónir króna í ár en til samanburðar var rekstrarhagnaður félagsins 196 milljónir króna í fyrra. Félagið tapaði um 720 milljónum á síðasta ári en í kjölfar lokunar skrifstofa, uppsagna og niðurfærslu á eldri kerfum var viðskiptavild færð niður um 500 milljónir króna á árinu. Primera Travel Group rekur ferðaskrifstofur á Norðurlöndum, meðal annars Bravo Tours í Danmörku, Solresor í Svíþjóð, Solia í Noregi, Matkavekka í Finnlandi og Heimsferðir og Terranova hér á landi. Andri Már segir öll fyrirtæki félagsins hafa verið færð á nýjan tækni- og gagnagrunn en það hafi aukið beina sölu á vefnum úr 20 prósentum í 75 prósent af heildarsölu. Til þess að það væri hægt hafi þurft að stokka reksturinn upp frá grunni. „Ný tækni gefur gríðarleg tækifæri til vaxtar, þar sem félagið getur nú opnað fyrir sölu í fleiri löndum með lágmarksfjárfestingu. Á þessu ári verður opnað í Bretlandi og á árinu 2019 verður horft til fleiri markaða. Félagið á nú sínar eigin vefsölulausnir sem eru lykillinn að framtíðarsölu og tengingu við alla helstu birgja í heiminum, bæði í flugi og gistimöguleikum. Á næstu fimm árum mun nánast öll sala á ferðum eiga sér stað á vefnum og aðeins þau fyrirtæki sem geta boðið þjónustu sína með réttum tæknilausnum hafa möguleika til vaxtar,“ segir Andri Már. Hann nefnir að á síðustu þremur árum hafi þurft að endurskoða allan fastan kostnað félagsins. 55 skrifstofum hafi verið lokað í þremur löndum, 200 starfsmönnum verið sagt upp og ráða hafi þurft nýja stjórnendur. „Það tók heilu ári lengur að innleiða nýtt sölu- og bókunarkerfi en upphaflega var áætlað og á meðan þurftu félögin að reka tvöföld kerfi, sem var óhemju dýrt. Mikið af þessum kostnaði féll til á árunum 2016 og 2017. Þessum breytingum er nú lokið og er horft til 8 prósenta vaxtar á árinu 2018 og um 15 prósenta vaxtar á árinu 2019, þar sem möguleikar til vefsölu verða fullnýttir.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira