Að gefa tjald Árni Gunnarsson skrifar 13. september 2018 07:00 Málefni heimilislausra á höfuðborgarsvæðinu hafa verið mjög til umræðu undanfarið. Allt of margir einstaklingar og fjölskyldur eru án fastrar búsetu og þurfa að leita sér skjóls í bráðabirgðahúsnæði og í neyðarathvörfum. Rauði krossinn hefur undanfarin ár sinnt þeim hópi einstaklinga sem háðir eru vímuefnum og nota þau í æð, sá hópur leitar sér almennt ekki aðstoðar á hefðbundinn hátt og eru flestir þessara einstaklinga heimilislausir. Ekið er á kvöldin um höfuðborgarsvæðið 6 daga vikunnar í sérútbúnum bíl sem nefnist Frú Ragnheiður. Bifreiðin er eingöngu mönnuð sjálfboðaliðum og eru 70 sjálfboðaliðar starfandi í verkefninu. Á hverri vakt eru fjórir sjálfboðaliðar, tveir þeirra eru heilbrigðisstarfsmenn og sinna þessir starfsmenn starfinu af fórnfýsi utan síns vinnutíma. Flestir af sjálfboðaliðunum hafa starfað við þetta verkefni yfir langan tíma. Markmiðið með starfinu er skaðaminnkun; að draga úr að meiri skaði og áhætta eigi sér stað. Fjölmargir aðilar, bæði fyrirtæki og einstaklingar, veita þessu verkefni stuðning. Þekkt kaffihús í borginni gefur veitingar sem ekki náðist að selja yfir daginn, prjónahópar útbúa vettlinga, sokka og húfur sem dreift er í bifreiðinni og heildsalar gefa ávexti, kókómjólk og umbúðir svo eitthvað sé nefnt. Einnig gaf lyfjafyrirtæki verkefninu sýklalyf sem hefur gert það að verkum að hægt er að meðhöndla algengar sýkingar hjá hópnum með snemmtækum íhlutunum á vettvangi. Þannig er hægt að koma í veg fyrir kostnaðarsöm inngrip seinna meir í heilbrigðiskerfinu. Allt gerist þetta undir verndarvæng Rauða krossins sem er treyst bæði af skjólstæðingum og velunnurum. Einn angi af starfinu undanfarið hefur verið að safna útilegubúnaði; tjöldum, svefnpokum, dýnum og tengdum búnaði sem endurspeglar húsnæðisvandann. Sinnt er bráðaþjónustu með því að útvega fólki skjól fyrir veðri og vindum. Að gefa tjald er algjört neyðarúrræði sem í raun ætti ekki að viðgangast í nútíma velferðarþjóðfélagi. Rauði krossinn í Reykjavík biðlar til ríkisins, sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga sem vilja styðja þetta starf að láta í sér heyra því margt smátt gerir eitt stórt og betur má ef duga skal. Þessir mjög svo viðkvæmu skjólstæðingar þarfnast okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Málefni heimilislausra á höfuðborgarsvæðinu hafa verið mjög til umræðu undanfarið. Allt of margir einstaklingar og fjölskyldur eru án fastrar búsetu og þurfa að leita sér skjóls í bráðabirgðahúsnæði og í neyðarathvörfum. Rauði krossinn hefur undanfarin ár sinnt þeim hópi einstaklinga sem háðir eru vímuefnum og nota þau í æð, sá hópur leitar sér almennt ekki aðstoðar á hefðbundinn hátt og eru flestir þessara einstaklinga heimilislausir. Ekið er á kvöldin um höfuðborgarsvæðið 6 daga vikunnar í sérútbúnum bíl sem nefnist Frú Ragnheiður. Bifreiðin er eingöngu mönnuð sjálfboðaliðum og eru 70 sjálfboðaliðar starfandi í verkefninu. Á hverri vakt eru fjórir sjálfboðaliðar, tveir þeirra eru heilbrigðisstarfsmenn og sinna þessir starfsmenn starfinu af fórnfýsi utan síns vinnutíma. Flestir af sjálfboðaliðunum hafa starfað við þetta verkefni yfir langan tíma. Markmiðið með starfinu er skaðaminnkun; að draga úr að meiri skaði og áhætta eigi sér stað. Fjölmargir aðilar, bæði fyrirtæki og einstaklingar, veita þessu verkefni stuðning. Þekkt kaffihús í borginni gefur veitingar sem ekki náðist að selja yfir daginn, prjónahópar útbúa vettlinga, sokka og húfur sem dreift er í bifreiðinni og heildsalar gefa ávexti, kókómjólk og umbúðir svo eitthvað sé nefnt. Einnig gaf lyfjafyrirtæki verkefninu sýklalyf sem hefur gert það að verkum að hægt er að meðhöndla algengar sýkingar hjá hópnum með snemmtækum íhlutunum á vettvangi. Þannig er hægt að koma í veg fyrir kostnaðarsöm inngrip seinna meir í heilbrigðiskerfinu. Allt gerist þetta undir verndarvæng Rauða krossins sem er treyst bæði af skjólstæðingum og velunnurum. Einn angi af starfinu undanfarið hefur verið að safna útilegubúnaði; tjöldum, svefnpokum, dýnum og tengdum búnaði sem endurspeglar húsnæðisvandann. Sinnt er bráðaþjónustu með því að útvega fólki skjól fyrir veðri og vindum. Að gefa tjald er algjört neyðarúrræði sem í raun ætti ekki að viðgangast í nútíma velferðarþjóðfélagi. Rauði krossinn í Reykjavík biðlar til ríkisins, sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga sem vilja styðja þetta starf að láta í sér heyra því margt smátt gerir eitt stórt og betur má ef duga skal. Þessir mjög svo viðkvæmu skjólstæðingar þarfnast okkar allra.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar