Hafnartorg að taka á sig lokamynd Heimir Már Pétursson skrifar 12. september 2018 20:00 Það styttist í iðandi mannlíf á Hafnartorgi í miðborg Reykjavíkur en fyrstu verslanirnar opna þar innan nokkurra vikna, skrifstofur fyllast og fólk getur byrjað að flytja inn í fyrstu íbúðirnar um eða upp úr áramótum. Það eru aðeins rúm tvö ár síðan byggingarframkvæmdir hófust á Hafnartorgi og nú sér fyrir endann á þeim. Verslunarrými verður afhent á næstu vikum og mánuðum. Fyrstu íbúðirnar verða afhentar fyrir áramót og þær síðustu næsta vor þegar þessu heildarverkefni lýkur. Þorvaldur Gissuararson forstjóri ÞG verktaka sem sér um uppbygginguna og sölu íbúða og skrifstofuhúsnæðis, segir verkið hafa gengið vel.Þorvaldur, við erum að labba hér eftir götu sem heitir Steinbryggja. Húsin hér í kringum okkur, hvað er hér sitt hvoru megin við okkur?„Þessi hús sem við sjáum hér til beggja handa, í þessum fimm turnum, eru íbúðir á efri hæðum en verslanir hér á jarðhæðunum. Reginn er eigandi að öllu verslunarhúsnæðinu. Þeir keyptu hér öll verslunarrými strax í upphafi verkefnisins,“ segir Þorvaldur. Ein þekktasta verslunarkeðja heims, H&M eða Hennes og Mauritz, tilkynnti í dag að ný verslun keðjunnar verði opnuð á tveimur hæðum í húsi sem stendur við Lækjargötu um miðjan næsta mánuð. En hæðirnar eru samanlagt um fimm þúsund fermetrar. Hvert hús á Hafnartorgi hefur sitt sérkenni í útliti.Hafnartorg eins og það leit út í dag. Byggingar eru óðum að taka á sig mynd.Vísir/vilhelmHvert hús hefur sín sérstöku einkenni „Hér er sérstakt form á utanhúsklæðningum og verið að nota ýmis konar efni. Steinklæðningar til dæmis. Þetta er íslenskt grágrýti. Það eru sérsmíðaðar álklæðningar við Lækjargötu, á stóru húsunum. Það er verið að nota mikið sjónsteypu, svört sjónsteypa hér og hvít slétt sjónsteypa í fremsta húsinu,“ útskýrir Þorvaldur þar sem hann gengur um svæðið með fréttamanni. Mikil breyting verður á miðborginni eftir að framkvæmdum við Hafnartorg lýkur og nýjar göngugötur verða til í hjarta borgarinnar sem í framtíðinni tengjast göngugötu allt að Hörpu. Sjötíu íbúðir verða í hluta húsanna og skrifstofur á efri hæðum annarra. Nú þegar er búið að selja nokkrar íbúðir. Þær fara annars í almenna sölu von bráðar en þeim er skilað fullkláruðum með innréttingum og heimilistækjum. Þorvaldur sýndi fréttamanni fullkláraða sýningaríbúð með tveimur rúmgóðum baðherbergjum, annað inn af hjónaherbergi og annað sem ætlað er gestum.Þú getur nú varla búið meira í hjarta borgarinnar en einmitt hér á Hafnartorginu?„Nei, ég held að þetta sameini nú flesta þá kosti sem hægt er að hugsa sér fyrir þá sem vilja vera í hjarta miðbæjarins,“ segir Þorvaldur. Íbúðirnar eru í dýrari kantinum enda afhentar með öllum innréttingum og heimilistækjum eins og áður sagði. Verðið ræðst nokkuð af staðsetningu og segir Þorsteinn fermetraverðið vera frá rúmum 700 þúsund krónum upp í rúma milljón. Göngugötur Reykjavík Viðskipti Tengdar fréttir Forstjóri Regins undrandi og óskaði eftir skýringum frá H&M Orð forstjóra H&M Group um að ekki liggi fyrir ákvörðun um opnun verslunar á Hafnartorgi komu stjórnendum Regins á óvart. Fasteignafélagið óskaði eftir staðfestingu forsvarsmanna sænska fatarisans á að hún standi enn til. 7. september 2017 06:00 H&M Home á Hafnartorgi í október Sænska fataverslunarkeðjan H&M opnar sína þriðju verslun á Íslandi á Hafnartorgi þann 12. október næstkomandi. 12. september 2018 09:13 H&M selt fyrir 2,5 milljarða á Íslandi Sænska verslanakeðjan H&M seldi fatnað fyrir ríflega 2,5 milljarða króna hér á landi frá því að keðjan opnaði fyrstu verslun sína á landinu í lok ágúst í fyrra til loka maímánaðar. 5. júlí 2018 06:00 Mest lesið Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Það styttist í iðandi mannlíf á Hafnartorgi í miðborg Reykjavíkur en fyrstu verslanirnar opna þar innan nokkurra vikna, skrifstofur fyllast og fólk getur byrjað að flytja inn í fyrstu íbúðirnar um eða upp úr áramótum. Það eru aðeins rúm tvö ár síðan byggingarframkvæmdir hófust á Hafnartorgi og nú sér fyrir endann á þeim. Verslunarrými verður afhent á næstu vikum og mánuðum. Fyrstu íbúðirnar verða afhentar fyrir áramót og þær síðustu næsta vor þegar þessu heildarverkefni lýkur. Þorvaldur Gissuararson forstjóri ÞG verktaka sem sér um uppbygginguna og sölu íbúða og skrifstofuhúsnæðis, segir verkið hafa gengið vel.Þorvaldur, við erum að labba hér eftir götu sem heitir Steinbryggja. Húsin hér í kringum okkur, hvað er hér sitt hvoru megin við okkur?„Þessi hús sem við sjáum hér til beggja handa, í þessum fimm turnum, eru íbúðir á efri hæðum en verslanir hér á jarðhæðunum. Reginn er eigandi að öllu verslunarhúsnæðinu. Þeir keyptu hér öll verslunarrými strax í upphafi verkefnisins,“ segir Þorvaldur. Ein þekktasta verslunarkeðja heims, H&M eða Hennes og Mauritz, tilkynnti í dag að ný verslun keðjunnar verði opnuð á tveimur hæðum í húsi sem stendur við Lækjargötu um miðjan næsta mánuð. En hæðirnar eru samanlagt um fimm þúsund fermetrar. Hvert hús á Hafnartorgi hefur sitt sérkenni í útliti.Hafnartorg eins og það leit út í dag. Byggingar eru óðum að taka á sig mynd.Vísir/vilhelmHvert hús hefur sín sérstöku einkenni „Hér er sérstakt form á utanhúsklæðningum og verið að nota ýmis konar efni. Steinklæðningar til dæmis. Þetta er íslenskt grágrýti. Það eru sérsmíðaðar álklæðningar við Lækjargötu, á stóru húsunum. Það er verið að nota mikið sjónsteypu, svört sjónsteypa hér og hvít slétt sjónsteypa í fremsta húsinu,“ útskýrir Þorvaldur þar sem hann gengur um svæðið með fréttamanni. Mikil breyting verður á miðborginni eftir að framkvæmdum við Hafnartorg lýkur og nýjar göngugötur verða til í hjarta borgarinnar sem í framtíðinni tengjast göngugötu allt að Hörpu. Sjötíu íbúðir verða í hluta húsanna og skrifstofur á efri hæðum annarra. Nú þegar er búið að selja nokkrar íbúðir. Þær fara annars í almenna sölu von bráðar en þeim er skilað fullkláruðum með innréttingum og heimilistækjum. Þorvaldur sýndi fréttamanni fullkláraða sýningaríbúð með tveimur rúmgóðum baðherbergjum, annað inn af hjónaherbergi og annað sem ætlað er gestum.Þú getur nú varla búið meira í hjarta borgarinnar en einmitt hér á Hafnartorginu?„Nei, ég held að þetta sameini nú flesta þá kosti sem hægt er að hugsa sér fyrir þá sem vilja vera í hjarta miðbæjarins,“ segir Þorvaldur. Íbúðirnar eru í dýrari kantinum enda afhentar með öllum innréttingum og heimilistækjum eins og áður sagði. Verðið ræðst nokkuð af staðsetningu og segir Þorsteinn fermetraverðið vera frá rúmum 700 þúsund krónum upp í rúma milljón.
Göngugötur Reykjavík Viðskipti Tengdar fréttir Forstjóri Regins undrandi og óskaði eftir skýringum frá H&M Orð forstjóra H&M Group um að ekki liggi fyrir ákvörðun um opnun verslunar á Hafnartorgi komu stjórnendum Regins á óvart. Fasteignafélagið óskaði eftir staðfestingu forsvarsmanna sænska fatarisans á að hún standi enn til. 7. september 2017 06:00 H&M Home á Hafnartorgi í október Sænska fataverslunarkeðjan H&M opnar sína þriðju verslun á Íslandi á Hafnartorgi þann 12. október næstkomandi. 12. september 2018 09:13 H&M selt fyrir 2,5 milljarða á Íslandi Sænska verslanakeðjan H&M seldi fatnað fyrir ríflega 2,5 milljarða króna hér á landi frá því að keðjan opnaði fyrstu verslun sína á landinu í lok ágúst í fyrra til loka maímánaðar. 5. júlí 2018 06:00 Mest lesið Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Forstjóri Regins undrandi og óskaði eftir skýringum frá H&M Orð forstjóra H&M Group um að ekki liggi fyrir ákvörðun um opnun verslunar á Hafnartorgi komu stjórnendum Regins á óvart. Fasteignafélagið óskaði eftir staðfestingu forsvarsmanna sænska fatarisans á að hún standi enn til. 7. september 2017 06:00
H&M Home á Hafnartorgi í október Sænska fataverslunarkeðjan H&M opnar sína þriðju verslun á Íslandi á Hafnartorgi þann 12. október næstkomandi. 12. september 2018 09:13
H&M selt fyrir 2,5 milljarða á Íslandi Sænska verslanakeðjan H&M seldi fatnað fyrir ríflega 2,5 milljarða króna hér á landi frá því að keðjan opnaði fyrstu verslun sína á landinu í lok ágúst í fyrra til loka maímánaðar. 5. júlí 2018 06:00