Tvöfaldur Ólympíumeistari lamaðist á æfingu: „Ég lærði að það er í lagi að gráta“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. september 2018 08:30 Kristina Vogel verður í hjólastól það sem að eftir er. vísir/getty Kristina Vogel er einn besti innanhúshjólreiðamaður seinni tíma en hún vann bæði gullverðlaun á Ólympíuleikunum í London árið 2012 og í Ríó árið 2016. Hún keppir ekki aftur í íþróttinni sem hún elskar því að hún varð fyrir skelfilegu slysi á æfingu í lok júní á þessu ári sem varð til þess að hún lamaðist og er nú í hjólastól. „Það stóra í þessu var að læra að það er í lagi að gráta. Ég var aldrei týpan sem að grét mikið, sérstaklega ekki þegar að ég vann gullverðlaunin. Ég grét aldrei,“ segir Vogel í viðtali við BBC.Vogel með gullið í Ríó.vísir/gettyMænan í sundur „Stór hluti fjölskyldu minnar og vina hafði aldrei séð mig gráta. En það er í lagi að gráta og líða illa út af þessu. Þetta er slæmt. Ég mun aldrei ganga aftur. Stundum hringi ég í vini mína og við grátum saman í nokkrar mínútur en svo þverra ég tárin og við höldum áfram,“ segir Vogel. Það var 26. júní á þessu ári á hefðbundinni æfingu í Cottbus í Þýskalandi sem að líf Kristinu Vogel breyttist að eilífu. Hraðinn í innanhúshjólreiðum er gífurlegur og lenti hún í árekstri við hollenskan hjólreiðagarp á 65 kílómetra hraða. Höggið varð til þess að mænan á Vogel klipptist í sundur við sjöunda hryggjarlið og afleiðingarnar hefðu vart getað verið verri.Kristina Vogel var ein sú besta.vísir/gettyAllt svart „Þetta var venjulegur dagur. Við vorum búin að undirbúa ýmislegt vegna afmælis Max Levys félaga míns. Ég var að æfa með öðrum liðsfélaga mínum, Pauline Grabosch. Hún var á undan mér, síðan fór hún af stað og síðan man ég ekki meira. Allt verður svart,“ segir Vogel. „Ég rankaði við mér á brautinni og hugsaði bara: „Andaðu, andaðu.“ Skórnir voru teknir af mér og ég fann ekki fyrir fótunum.“ „Ég missti mig ekkert. Ég bað Max Levy bara um að halda í höndina á mér. Ég var hræddari við að vera ein en að geta aldrei gengið aftur. Ég vildi bara að einhver væri hjá mér. Það er kannski svolítið heimskulegt, eða hvað?“ segir Kristina VogeL. Á mögnuðum ferli varð Kristna Vogel tvöfaldur Ólympíumeistari og þá vann hún ellefu heimsmeistaratitla. Aðrar íþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sjá meira
Kristina Vogel er einn besti innanhúshjólreiðamaður seinni tíma en hún vann bæði gullverðlaun á Ólympíuleikunum í London árið 2012 og í Ríó árið 2016. Hún keppir ekki aftur í íþróttinni sem hún elskar því að hún varð fyrir skelfilegu slysi á æfingu í lok júní á þessu ári sem varð til þess að hún lamaðist og er nú í hjólastól. „Það stóra í þessu var að læra að það er í lagi að gráta. Ég var aldrei týpan sem að grét mikið, sérstaklega ekki þegar að ég vann gullverðlaunin. Ég grét aldrei,“ segir Vogel í viðtali við BBC.Vogel með gullið í Ríó.vísir/gettyMænan í sundur „Stór hluti fjölskyldu minnar og vina hafði aldrei séð mig gráta. En það er í lagi að gráta og líða illa út af þessu. Þetta er slæmt. Ég mun aldrei ganga aftur. Stundum hringi ég í vini mína og við grátum saman í nokkrar mínútur en svo þverra ég tárin og við höldum áfram,“ segir Vogel. Það var 26. júní á þessu ári á hefðbundinni æfingu í Cottbus í Þýskalandi sem að líf Kristinu Vogel breyttist að eilífu. Hraðinn í innanhúshjólreiðum er gífurlegur og lenti hún í árekstri við hollenskan hjólreiðagarp á 65 kílómetra hraða. Höggið varð til þess að mænan á Vogel klipptist í sundur við sjöunda hryggjarlið og afleiðingarnar hefðu vart getað verið verri.Kristina Vogel var ein sú besta.vísir/gettyAllt svart „Þetta var venjulegur dagur. Við vorum búin að undirbúa ýmislegt vegna afmælis Max Levys félaga míns. Ég var að æfa með öðrum liðsfélaga mínum, Pauline Grabosch. Hún var á undan mér, síðan fór hún af stað og síðan man ég ekki meira. Allt verður svart,“ segir Vogel. „Ég rankaði við mér á brautinni og hugsaði bara: „Andaðu, andaðu.“ Skórnir voru teknir af mér og ég fann ekki fyrir fótunum.“ „Ég missti mig ekkert. Ég bað Max Levy bara um að halda í höndina á mér. Ég var hræddari við að vera ein en að geta aldrei gengið aftur. Ég vildi bara að einhver væri hjá mér. Það er kannski svolítið heimskulegt, eða hvað?“ segir Kristina VogeL. Á mögnuðum ferli varð Kristna Vogel tvöfaldur Ólympíumeistari og þá vann hún ellefu heimsmeistaratitla.
Aðrar íþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sjá meira