Fótbolti

Tvíburasystur frá Keflavík í nítján ára landsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Keflvíkingarnir í 19 ára landsliðinu: Íris Una Þórðardóttir, Katla María Þórðardóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir.
Keflvíkingarnir í 19 ára landsliðinu: Íris Una Þórðardóttir, Katla María Þórðardóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir. Mynd/keflavik.is
Kvennalið Keflavíkur er á leiðinni upp í Pepsi deild kvenna eftir tíu ára fjarveru og í dag voru þrír leikmenn liðsins valdar í nítján ára landsliðið.

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari 19 ára landsliðs kvenna, hefur valið átján leikmenn í hóp sinn fyrir undankeppni EM 2019 sem fram fer í Armeníu 29.september til 9.október 2018.

Breiðablik á flesta leikmenn í hópnum eða fimm en Keflavík á þrjá leikmenn eins og Valur.

Alls eiga tíu félög (í raun tólf vegna HK/Víkings og Þór/KA) leikmenn í hópnum.

Tvíburasystur úr Keflavík, Íris Una Þórðardóttir og Katla María Þórðardóttir, eru í hópnum og það er líka framherjinn öflugi Sveindís Jane Jónsdóttir.

Margar af Blikunum í hópnum eru í lykilhlutverki í meistaraflokki félagsins sem vann bikarkeppnina á dögunum og eru á góðri leið með að vinna Íslandsmeistaratitilinn líka.

Þar á meðal er A-landsliðskonan Alexandra Jóhannsdóttir sem skoraði tvö mörk á móti Þór/KA á dögunum í hálfgerðum úrslitaleik um sigurinn í Pepsi-deild kvenna í sumar.

Hópurinn lítur þannig út:

Áslaug Munda Guðlaugsdóttir | Breiðablik

Alexandra Jóhannsdóttir | Breiðablik

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir | Breiðablik

Hildur Þóra Hákonardóttir | Breiðablik

Sólveig Jóhannesdóttir Larsen | Breiðablik

Íris Una Þórðardóttir | Keflavík

Katla María Þórðardóttir | Keflavík

Sveindís Jane Jónsdóttir | Keflavík

Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving | Valur

Hlín Eiríksdóttir | Valur

Stefanía Ragnarsdóttir | Valur

Eva Rut Ásþórsdóttir | Afturelding

Barbára Sól Gísladóttir | Selfoss

Aníta Dögg Guðmundsdóttir | FH

Karólína Jack | HK/Víkingur

Sóley María Steinarsdóttir | Þróttur R

Bergdís Fanney Einarsdóttir | ÍA

Hulda Björg Hannesdóttir | Þór/KA




Fleiri fréttir

Sjá meira


×