Fótbolti

Eggert Gunnþór og félagar fóru illa með Bröndby

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Eggert Gunnþór Jónsson og félagar unnu óvæntan sigur
Eggert Gunnþór Jónsson og félagar unnu óvæntan sigur vísir/getty
Hjörtur Hermannsson var fjarri góðu gamni þegar Bröndby fékk SonderjyskE í heimsókn í dönsku úrvalsdeildinni í dag og er óhætt að segja að hans hafi verið saknað í varnarleiknum.

Eggert Gunnþór Jónsson lék hins vegar allan leikinn á miðjunni hjá SonderjyskE sem spilaði frábærlega í leiknum. 

Fyrri hálfleikur var virkilega fjörugur þar sem fjögur mörk litu dagsins ljós. Staðan í leikhléi 2-2.

Í síðari hálfleik reyndust gestirnir svo sterkari og unnu að lokum tveggja marka sigur, 2-4.

Eggert Gunnþór og félagar skutust þar með upp í 9.sæti deildarinnar en Bröndby er í 3.sæti, sex stigum á eftir toppliði FCK.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×