Lýsir því hvernig hið umdeilda samband við Woody Allen hófst og segir hann fórnarlamb #Metoo í eldfimu viðtali Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. september 2018 08:30 Woody Allen og Soon-Yi-Previn hafa verið gift í 21 ár. Vísir/Getty Soon-Yi-Previn, eiginkona leikstjórans Woody Allen segir að hann sé fórnarlamb #Metoo-hreyfingarinnar. Meðferðin á honum hafi verið ósanngjörn. Þá segir hún að Mia Farrow, fósturmóðir hennar og fyrrverandi maki Allen, hafi beitt sig ofbeldi er hún var barn. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Soon-Yi í New York Magazine sem birtist í gær. Hefur hin 47 ára gamla eiginkona Allen lítið tjáð sig opinberlega um samband þeirra frá því það hófst á níunda áratug síðustu aldar, er hún var 21 árs en hann 56 ára. Sambandið hefur alla tíð verið umdeilt, sökum aldursmunarins en ekki síst vegna þess að Allen var fósturpabbi hennar þegar sambandið hófst og í sambandi með fósturmóður hennar, leikkonunni Miu Farrow. Allen hefur verið í eldlínuninni undanfarið eftir að Dylan Farrow, önnur fósturdóttir Allen, sakaði hann um að hafa misnotað sig kynferðislega er hún var sjö ára gömul. Lýsti hún misnotkunni ítarlega í viðtali við CBS fyrr á árinu. Henti í hana viðarkubbum ef hún gerði vitleysu Allen hefur ávallt neitað að hafa misnotað Dylan Farrow og í viðtali New York Magazine við Soon-Yi sakaði hún Miu Farrow um að hafa nýtt sér Metoo-hreyfingunna til eigin framdráttar. „Það sem hefur komið fyrir Woody er svo truflandi, svo ósanngjarnt. [Mia] hefur misnotað #Metoo-hreyfinguna og stillt Dylan upp sem fórnarlambi. Nú fær ný kynslóð að heyra um þessar ásakanir þegar svo ætti ekki að vera,“ sagði Soon-Yi. Í viðtalinu, sem tekið var upp á nokkurra mánaða tímabili fyrr á árinu á heimili Allen og Soon-Yi af blaðakonunni Daphne Merkin, tekur Merkin fram að þau Allen hafi verið vinir um fjögurra áratuga skeið. Þar kemur fram að þar sem Allen hafi lítið sem ekkert tjáð sig um ásakanirnar á hendur honum hafi Soon-Yi ákveðið að stíga fram. Woody Allen og Mia Farrow og fjölskylda. Soon Yi er lengst til hægri.Vísir/Getty Viðtalið þykir eldfimt en Dylan og Ronan Farrow hafa sent frá sér yfirlýsingar þar sem þau gagnrýna viðtalið harðlega. Segir Ronan Farrow meðal annars að það sé skammarlegt auk þess sem að Dylan þvertekur fyrir að móðir hennar hafi stillt henni upp sem fórnarlambi. Gagnrýna þau meðal annars harðlega að vinkona Allen hafi tekið viðtalið. Þá lýsir Soon-Yi því hvernig það hafi komið til að Mia hafi ætleitt hana en þær hittust fyrst á götum Seúl í Suður-Kóreu þegar Soon-Yi var fimm ára og heimilislaus. Þá lýsir hún einnig barnæsku sinni á heimili Farrow og þáverandi eiginmanns hennar, Andre Previn. „Hún reyndi að kenna mér stafrófið með viðarkubbum. Ef ég gerði eitthvað vitlaust þá henti hún þeim í átt að mér eða á gólfið,“ sagði Soon-Yi sem segir að fósturmóðir sín hafi einnig haldið sér á hvolfi svo að blóð rynni í höfuð Soon-Yi, sem hafi átt að gera hana gáfaðri. Í viðtalinu segir Soon-Yi hafa glímt við námserfiðleika sem Mia hafi átt erfitt með að sætta sig við. Þá segist hún ekki muna eftir neinni jákvæðri minningu tengda árunum þar sem hún bjó með Miu en samband Allen og Miu endaði með látum þegar Mia fann myndir af nakinni Soon-Yi sem Allen hafði tekið. Allen og Farrow voru saman í um tólf ár.Vísir/Getty Kyssti hana eftir að hafa horft á Bergman-mynd Samband Soon-Yi og Allen hefur sem fyrr segir þótt afar umdeilt en Mia fann myndirnar árið 1993. Soon-Yi og Allen giftu sig árið 1997. Í viðtalinu greindi Soon-Yi frá því hvernig sambandið hófst. Sagði hún að í fyrstu eftir að Allen kom inn í líf hennar sem eiginmaður fósturmóðir hennar hafi samband þeirra verið lítið sem ekkert. Smám saman hafi þó samband þeirra orðið nánara, ekki síst eftir að Soon-Yi ökklabrotnaði en þá hafi Allen verið til staðar fyrir hana. Eftir það fóru þau saman á körfuboltaleiki, að áeggjan Miu. Samband þeirra hófst árið 1991 og í viðtalinu kemur fram að það hafi hafist eftir að hún kom heim í sumarfrí eftir háskólanám. Hann hafi sýnt henni kvikmynd eftir Ingmar Bergman. „Við töluðum um hana og ég hlýt að hafa heillað hann því að hann kyssti mig. Þannig byrjaði þetta,“ sagði Soon-Yi. Þá segir einnig að bæði hafi þau talið að sambandið myndi ekki endast, það hafi bara verið skot. En þegar nektarmyndirnar af Soon-Yi uppgötvuðust hafi samband þeirra orðið opinbert og því hafi ekki verið aftur snúið. Í viðtalinu þvertekur Soon-Yi að hún hafi einhvern tímann litið á Allen sem föður sinn og segir að það hlutverk hafi Andre Previn leikið. Viðtal New York Magazine við Soon-Yi má lesa hér. Bíó og sjónvarp MeToo Bandaríkin Mál Woody Allen Tengdar fréttir Diane Keaton trúir Woody Allen Leikkonan Diane Keaton hefur sagt að hún styðji leikstjórann Woody Allen og að hún trúi honum þegar hann neiti ásökunum um kynferðislegt ofbeldi. 30. janúar 2018 16:13 Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25 Lýsti því hvernig Woody Allen misnotaði hana Dylan Farrow, dóttir Woody Allen, segir að hann hafi leitt sig upp á háaloft þegar hún var barn þar sem hann misnotaði hana á meðan hún lék sér með leikfangalest bróður hennar. 18. janúar 2018 15:42 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
Soon-Yi-Previn, eiginkona leikstjórans Woody Allen segir að hann sé fórnarlamb #Metoo-hreyfingarinnar. Meðferðin á honum hafi verið ósanngjörn. Þá segir hún að Mia Farrow, fósturmóðir hennar og fyrrverandi maki Allen, hafi beitt sig ofbeldi er hún var barn. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Soon-Yi í New York Magazine sem birtist í gær. Hefur hin 47 ára gamla eiginkona Allen lítið tjáð sig opinberlega um samband þeirra frá því það hófst á níunda áratug síðustu aldar, er hún var 21 árs en hann 56 ára. Sambandið hefur alla tíð verið umdeilt, sökum aldursmunarins en ekki síst vegna þess að Allen var fósturpabbi hennar þegar sambandið hófst og í sambandi með fósturmóður hennar, leikkonunni Miu Farrow. Allen hefur verið í eldlínuninni undanfarið eftir að Dylan Farrow, önnur fósturdóttir Allen, sakaði hann um að hafa misnotað sig kynferðislega er hún var sjö ára gömul. Lýsti hún misnotkunni ítarlega í viðtali við CBS fyrr á árinu. Henti í hana viðarkubbum ef hún gerði vitleysu Allen hefur ávallt neitað að hafa misnotað Dylan Farrow og í viðtali New York Magazine við Soon-Yi sakaði hún Miu Farrow um að hafa nýtt sér Metoo-hreyfingunna til eigin framdráttar. „Það sem hefur komið fyrir Woody er svo truflandi, svo ósanngjarnt. [Mia] hefur misnotað #Metoo-hreyfinguna og stillt Dylan upp sem fórnarlambi. Nú fær ný kynslóð að heyra um þessar ásakanir þegar svo ætti ekki að vera,“ sagði Soon-Yi. Í viðtalinu, sem tekið var upp á nokkurra mánaða tímabili fyrr á árinu á heimili Allen og Soon-Yi af blaðakonunni Daphne Merkin, tekur Merkin fram að þau Allen hafi verið vinir um fjögurra áratuga skeið. Þar kemur fram að þar sem Allen hafi lítið sem ekkert tjáð sig um ásakanirnar á hendur honum hafi Soon-Yi ákveðið að stíga fram. Woody Allen og Mia Farrow og fjölskylda. Soon Yi er lengst til hægri.Vísir/Getty Viðtalið þykir eldfimt en Dylan og Ronan Farrow hafa sent frá sér yfirlýsingar þar sem þau gagnrýna viðtalið harðlega. Segir Ronan Farrow meðal annars að það sé skammarlegt auk þess sem að Dylan þvertekur fyrir að móðir hennar hafi stillt henni upp sem fórnarlambi. Gagnrýna þau meðal annars harðlega að vinkona Allen hafi tekið viðtalið. Þá lýsir Soon-Yi því hvernig það hafi komið til að Mia hafi ætleitt hana en þær hittust fyrst á götum Seúl í Suður-Kóreu þegar Soon-Yi var fimm ára og heimilislaus. Þá lýsir hún einnig barnæsku sinni á heimili Farrow og þáverandi eiginmanns hennar, Andre Previn. „Hún reyndi að kenna mér stafrófið með viðarkubbum. Ef ég gerði eitthvað vitlaust þá henti hún þeim í átt að mér eða á gólfið,“ sagði Soon-Yi sem segir að fósturmóðir sín hafi einnig haldið sér á hvolfi svo að blóð rynni í höfuð Soon-Yi, sem hafi átt að gera hana gáfaðri. Í viðtalinu segir Soon-Yi hafa glímt við námserfiðleika sem Mia hafi átt erfitt með að sætta sig við. Þá segist hún ekki muna eftir neinni jákvæðri minningu tengda árunum þar sem hún bjó með Miu en samband Allen og Miu endaði með látum þegar Mia fann myndir af nakinni Soon-Yi sem Allen hafði tekið. Allen og Farrow voru saman í um tólf ár.Vísir/Getty Kyssti hana eftir að hafa horft á Bergman-mynd Samband Soon-Yi og Allen hefur sem fyrr segir þótt afar umdeilt en Mia fann myndirnar árið 1993. Soon-Yi og Allen giftu sig árið 1997. Í viðtalinu greindi Soon-Yi frá því hvernig sambandið hófst. Sagði hún að í fyrstu eftir að Allen kom inn í líf hennar sem eiginmaður fósturmóðir hennar hafi samband þeirra verið lítið sem ekkert. Smám saman hafi þó samband þeirra orðið nánara, ekki síst eftir að Soon-Yi ökklabrotnaði en þá hafi Allen verið til staðar fyrir hana. Eftir það fóru þau saman á körfuboltaleiki, að áeggjan Miu. Samband þeirra hófst árið 1991 og í viðtalinu kemur fram að það hafi hafist eftir að hún kom heim í sumarfrí eftir háskólanám. Hann hafi sýnt henni kvikmynd eftir Ingmar Bergman. „Við töluðum um hana og ég hlýt að hafa heillað hann því að hann kyssti mig. Þannig byrjaði þetta,“ sagði Soon-Yi. Þá segir einnig að bæði hafi þau talið að sambandið myndi ekki endast, það hafi bara verið skot. En þegar nektarmyndirnar af Soon-Yi uppgötvuðust hafi samband þeirra orðið opinbert og því hafi ekki verið aftur snúið. Í viðtalinu þvertekur Soon-Yi að hún hafi einhvern tímann litið á Allen sem föður sinn og segir að það hlutverk hafi Andre Previn leikið. Viðtal New York Magazine við Soon-Yi má lesa hér.
Bíó og sjónvarp MeToo Bandaríkin Mál Woody Allen Tengdar fréttir Diane Keaton trúir Woody Allen Leikkonan Diane Keaton hefur sagt að hún styðji leikstjórann Woody Allen og að hún trúi honum þegar hann neiti ásökunum um kynferðislegt ofbeldi. 30. janúar 2018 16:13 Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25 Lýsti því hvernig Woody Allen misnotaði hana Dylan Farrow, dóttir Woody Allen, segir að hann hafi leitt sig upp á háaloft þegar hún var barn þar sem hann misnotaði hana á meðan hún lék sér með leikfangalest bróður hennar. 18. janúar 2018 15:42 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
Diane Keaton trúir Woody Allen Leikkonan Diane Keaton hefur sagt að hún styðji leikstjórann Woody Allen og að hún trúi honum þegar hann neiti ásökunum um kynferðislegt ofbeldi. 30. janúar 2018 16:13
Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25
Lýsti því hvernig Woody Allen misnotaði hana Dylan Farrow, dóttir Woody Allen, segir að hann hafi leitt sig upp á háaloft þegar hún var barn þar sem hann misnotaði hana á meðan hún lék sér með leikfangalest bróður hennar. 18. janúar 2018 15:42
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent