Viðskipti innlent

Rukka meira fyrir smjörið

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Smjör.
Smjör.
Heildsöluverð á smjöri hækkar um fimmtán prósent í dag og heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða annarra en smjörs um 4,86 prósent. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið tilkynnti um þessa ákvörðun verðlagsnefndar búvara í gær. Lágmarksverð mjólkur til bænda hækkar um 3,52 prósent, eða úr 84,4 krónum í 90,48 krónur.

Samkvæmt því sem kom fram í tilkynningu ráðuneytisins er hækkunin til komin vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu og vinnslu mjólkur. Greint er frá því að síðasta verðbreyting hafi verið gerð á nýársdag 2017 og síðan þá hafi gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 3,6 prósent. Reiknuð hækkun vinnslu- og dreifingarkostnaðar afurðastöðva hafi þá hækkað um 8,14 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×