Erlent

Grófu upp 7000 ára gamalt þorp

Andri Eysteinsson skrifar
Uppgröfurinn fór fram í Tell el-Samara um 140 kílómetra norður af Kaíró.
Uppgröfurinn fór fram í Tell el-Samara um 140 kílómetra norður af Kaíró. Vísir/AP
Fornleifafræðingar sem hafa verið að störfum í Nílarósum í Egyptalandi hafa nú fundið leyfar áður ófundinnar mannabyggðar. Talið er að búið hafi verið í þorpinu áður en faraóatímabil Egyptalands hófst.

AP greinir frá að teymi fornleifafræðinga undir stjórn frakkans Frederic Gio hafi unnið að greftri við Tell el-Samara um 140 kílómetra norður af Kaíró, höfuðborgar Egyptalands.

Að sögn Gio fundust ílát sem innihéldu dýrabein og matarleifar. Fundurinn bendir til þess að um byggð manna hafa verið að ræða.

Gio og hans lið segir að þetta gefi til kynna að búið hafi verið á staðnum í kringum árið 5000 fyrir Krist, 2500 árum áður en píramídarnir í Giza voru reistir.

Ljóst er því að í Tell el-Samara eru einar elstu vísbendingar um byggð sem fundist hafa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×