Ekkert vitað um afdrif særða selsins með plasthringinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2018 12:07 Til selsins sást er hann flatmagaði á ísjaka í lóninu í liðinni viku. Selurinn reyndist vera með plastnet fast um hálsinn. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Ekkert er vitað um afdrif selsins sem til stóð að aflífa skömmu fyrir helgi. Tilkynnt var um selinn í Jökulsárlóni á fimmtudag þar sem hann hafði flækst í plasthring. Samkvæmt ráðum héraðsdýralæknis var í kjölfarið tekin ákvörðun um að aflífa dýrið.Sjá einnig: Harmar að aflífa þurfi selinn með plasthringinn Samkvæmt dýravelferðarlögum ber þeim sem verður var við eða má ætla að dýr sé sjúkt, sært eða bjargarlaust að öðru leyti að veita því umönnun eftir föngum, að því er fram kemur í svari Matvælastofnunar við fyrirspurn fréttastofu vegna málsins. Sé umráðamaður ekki til staðar skal tilkynna atvikið til lögreglu sem kallar til dýralækni meti hún það svo að ástæða sé til. Eftir þessu var farið í tilfelli selsins í Jökulsárlóni. „Í þessu tilfelli hringdi lögregla og óskaði eftir ráðum dýralæknis hjá Matvælastofnun um miðjan dag fimmtudaginn 30. ágúst. Lögreglan upplýsti dýralækninn að dýrið væri sært, fast í neti, með lítil lífsmörk og óaðgengilegt. Út frá þessum upplýsingum ráðlagði dýralæknir Matvælastofnunar að dýrið yrði aflífað,“ segir í svari Matvælastofnunar. Að kvöldi fimmtudags fór starfsmaður Vatnajökulsþjóðgarðs að selnum en þá var hann ekki lengur þar sem hann hafði sést fyrr um daginn. Matvælastofnun hefur eftir starfsmanninum í morgun að selsins hafi ekki orðið vart frá því á fimmtudaginn. Þá er ekki vitað um afdrif hans. Tekið er fram í svari Matvælastofnunar að stofnunin fyrirskipi ekki aflífun á selum. Samkvæmt lögunum liggur ábyrgðin hjá sveitarfélögum í slíkum tilvikum, þ.e. þegar kemur að villtum dýrum í neyð. Dýr Tengdar fréttir Harmar að aflífa þurfi selinn með plasthringinn Til selsins sást er hann flatmagaði á ísjaka í lóninu í liðinni viku. Selurinn reyndist vera með plastnet fast um hálsinn og hefur verið tekin ákvörðun um að aflífa hann. 1. september 2018 12:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ekkert er vitað um afdrif selsins sem til stóð að aflífa skömmu fyrir helgi. Tilkynnt var um selinn í Jökulsárlóni á fimmtudag þar sem hann hafði flækst í plasthring. Samkvæmt ráðum héraðsdýralæknis var í kjölfarið tekin ákvörðun um að aflífa dýrið.Sjá einnig: Harmar að aflífa þurfi selinn með plasthringinn Samkvæmt dýravelferðarlögum ber þeim sem verður var við eða má ætla að dýr sé sjúkt, sært eða bjargarlaust að öðru leyti að veita því umönnun eftir föngum, að því er fram kemur í svari Matvælastofnunar við fyrirspurn fréttastofu vegna málsins. Sé umráðamaður ekki til staðar skal tilkynna atvikið til lögreglu sem kallar til dýralækni meti hún það svo að ástæða sé til. Eftir þessu var farið í tilfelli selsins í Jökulsárlóni. „Í þessu tilfelli hringdi lögregla og óskaði eftir ráðum dýralæknis hjá Matvælastofnun um miðjan dag fimmtudaginn 30. ágúst. Lögreglan upplýsti dýralækninn að dýrið væri sært, fast í neti, með lítil lífsmörk og óaðgengilegt. Út frá þessum upplýsingum ráðlagði dýralæknir Matvælastofnunar að dýrið yrði aflífað,“ segir í svari Matvælastofnunar. Að kvöldi fimmtudags fór starfsmaður Vatnajökulsþjóðgarðs að selnum en þá var hann ekki lengur þar sem hann hafði sést fyrr um daginn. Matvælastofnun hefur eftir starfsmanninum í morgun að selsins hafi ekki orðið vart frá því á fimmtudaginn. Þá er ekki vitað um afdrif hans. Tekið er fram í svari Matvælastofnunar að stofnunin fyrirskipi ekki aflífun á selum. Samkvæmt lögunum liggur ábyrgðin hjá sveitarfélögum í slíkum tilvikum, þ.e. þegar kemur að villtum dýrum í neyð.
Dýr Tengdar fréttir Harmar að aflífa þurfi selinn með plasthringinn Til selsins sást er hann flatmagaði á ísjaka í lóninu í liðinni viku. Selurinn reyndist vera með plastnet fast um hálsinn og hefur verið tekin ákvörðun um að aflífa hann. 1. september 2018 12:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Harmar að aflífa þurfi selinn með plasthringinn Til selsins sást er hann flatmagaði á ísjaka í lóninu í liðinni viku. Selurinn reyndist vera með plastnet fast um hálsinn og hefur verið tekin ákvörðun um að aflífa hann. 1. september 2018 12:30