Auðvelt að komast úr landi þrátt fyrir farbann en staðsetningarbúnaður of dýr Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 4. september 2018 12:25 Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir Dæmi eru um að menn í farbanni hafi flúið land, jafnvel þó að þeir hafi verið sviptir vegabréfi. Dómarar geta farið fram á að viðkomandi gangi með staðsetningarbúnað eða leggi fram tryggingu en það er nánast aldrei gert. Í gær var greint frá máli rúmlega þrítugs manns frá Írak sem sætti rannsókn fyrir nauðgun hér á landi en lét sig hverfa áður en honum var birt ákæra. Maðurinn var í farbanni en saksóknari sagði í samtali við fréttastofu í gær að það væri ekki alltaf mikil fyrirstaða. Árið 2012 var maður frá Litháen úrskurðaður í farbann vegna fíkniefnamáls en flúði land. Þá sendi lögreglan á Selfossi frá sér yfirlýsingu um að farbann væri á engan hátt jafn öruggt úrræði og látið hafi verið að liggja. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, tekur undir þau orð. Þrátt fyrir að flugvallarstarfsmenn og aðrir eigi að vera meðvitaðir um mál sé þessi sé umferðin mikil og reynslan sýni að ekki sé erfitt að komast úr landi þó að farbann sé í gildi. Í minnst einu tilviki hafi menn flúið þrátt fyrir að hafa afhent lögreglu vegabréf sín. Ólafur Helgi segir að í raun séu það dómarar sem ákveði hvernig þessum málum skuli háttað. Gæsluvarðhald sé langöruggasta úrræðið en vegna mannúðarsjónarmiða sé ekki alltaf hægt að grípa til þess. Ólafur segir að sennilega sé það kostnaður sem ráði því að ekki séu fleiri látnir bera staðsetningarbúnað á ökkla á meðan þeir séu í farbanni. Hann viti aðeins um eitt slíkt tilvik, það er Sindri Þór Sindrason sem var látinn bera ökklaband þegar hann kom heim eftir flóttann til Hollands. Annað úrræði, sem færri vita að er í boði, er að láta menn greiða tryggingu þegar þeir eru úrskurðaðir í farbann. Það er svipað og bandaríska kerfið sem margir þekkja úr bíómyndum. Ef þú brýtur gegn farbanninu eru peningarnir gerðir upptækir. Heimild er fyrir slíku í íslenskum lögum en Ólafur Helgi segist ekki muna eftir því að hún hafi verið nýtt í málum sem hann hefur haft aðkomu að. Lögreglumál Tengdar fréttir Í farbanni grunaður um nauðgun en komst samt úr landi Rúmlega þrítugur Íraki, sem er eftirlýstur af Interpol vegna nauðgunar á Íslandi, slapp úr landi þrátt fyrir að hann hafi verið í farbanni. Mjög erfitt er að koma í veg fyrir að menn með einbeittan brotavilji komist framhjá farbanni með því að villa á sér heimildir að sögn saksóknara. 3. september 2018 13:47 Ferðamaður grunaður um nauðgun úrskurðaður í farbann Erlendur ferðamaður hefur verið úrskurðaður í farbann til 22. október næstkomandi að kröfu lögreglunnar á Vesturlandi. Maðurinn er grunaður um nauðgun og sat hann í gæsluvarðhaldi þangað til í gær en var sleppt úr haldi. 30. ágúst 2018 17:14 Sindri Þór áfram í farbanni Landsréttur hefur staðfest farbann yfir Sindra Þór Stefánssyni þar til dómur fellur í máli hans en þó ekki lengur en til 26. október. 30. ágúst 2018 14:56 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira
Dæmi eru um að menn í farbanni hafi flúið land, jafnvel þó að þeir hafi verið sviptir vegabréfi. Dómarar geta farið fram á að viðkomandi gangi með staðsetningarbúnað eða leggi fram tryggingu en það er nánast aldrei gert. Í gær var greint frá máli rúmlega þrítugs manns frá Írak sem sætti rannsókn fyrir nauðgun hér á landi en lét sig hverfa áður en honum var birt ákæra. Maðurinn var í farbanni en saksóknari sagði í samtali við fréttastofu í gær að það væri ekki alltaf mikil fyrirstaða. Árið 2012 var maður frá Litháen úrskurðaður í farbann vegna fíkniefnamáls en flúði land. Þá sendi lögreglan á Selfossi frá sér yfirlýsingu um að farbann væri á engan hátt jafn öruggt úrræði og látið hafi verið að liggja. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, tekur undir þau orð. Þrátt fyrir að flugvallarstarfsmenn og aðrir eigi að vera meðvitaðir um mál sé þessi sé umferðin mikil og reynslan sýni að ekki sé erfitt að komast úr landi þó að farbann sé í gildi. Í minnst einu tilviki hafi menn flúið þrátt fyrir að hafa afhent lögreglu vegabréf sín. Ólafur Helgi segir að í raun séu það dómarar sem ákveði hvernig þessum málum skuli háttað. Gæsluvarðhald sé langöruggasta úrræðið en vegna mannúðarsjónarmiða sé ekki alltaf hægt að grípa til þess. Ólafur segir að sennilega sé það kostnaður sem ráði því að ekki séu fleiri látnir bera staðsetningarbúnað á ökkla á meðan þeir séu í farbanni. Hann viti aðeins um eitt slíkt tilvik, það er Sindri Þór Sindrason sem var látinn bera ökklaband þegar hann kom heim eftir flóttann til Hollands. Annað úrræði, sem færri vita að er í boði, er að láta menn greiða tryggingu þegar þeir eru úrskurðaðir í farbann. Það er svipað og bandaríska kerfið sem margir þekkja úr bíómyndum. Ef þú brýtur gegn farbanninu eru peningarnir gerðir upptækir. Heimild er fyrir slíku í íslenskum lögum en Ólafur Helgi segist ekki muna eftir því að hún hafi verið nýtt í málum sem hann hefur haft aðkomu að.
Lögreglumál Tengdar fréttir Í farbanni grunaður um nauðgun en komst samt úr landi Rúmlega þrítugur Íraki, sem er eftirlýstur af Interpol vegna nauðgunar á Íslandi, slapp úr landi þrátt fyrir að hann hafi verið í farbanni. Mjög erfitt er að koma í veg fyrir að menn með einbeittan brotavilji komist framhjá farbanni með því að villa á sér heimildir að sögn saksóknara. 3. september 2018 13:47 Ferðamaður grunaður um nauðgun úrskurðaður í farbann Erlendur ferðamaður hefur verið úrskurðaður í farbann til 22. október næstkomandi að kröfu lögreglunnar á Vesturlandi. Maðurinn er grunaður um nauðgun og sat hann í gæsluvarðhaldi þangað til í gær en var sleppt úr haldi. 30. ágúst 2018 17:14 Sindri Þór áfram í farbanni Landsréttur hefur staðfest farbann yfir Sindra Þór Stefánssyni þar til dómur fellur í máli hans en þó ekki lengur en til 26. október. 30. ágúst 2018 14:56 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira
Í farbanni grunaður um nauðgun en komst samt úr landi Rúmlega þrítugur Íraki, sem er eftirlýstur af Interpol vegna nauðgunar á Íslandi, slapp úr landi þrátt fyrir að hann hafi verið í farbanni. Mjög erfitt er að koma í veg fyrir að menn með einbeittan brotavilji komist framhjá farbanni með því að villa á sér heimildir að sögn saksóknara. 3. september 2018 13:47
Ferðamaður grunaður um nauðgun úrskurðaður í farbann Erlendur ferðamaður hefur verið úrskurðaður í farbann til 22. október næstkomandi að kröfu lögreglunnar á Vesturlandi. Maðurinn er grunaður um nauðgun og sat hann í gæsluvarðhaldi þangað til í gær en var sleppt úr haldi. 30. ágúst 2018 17:14
Sindri Þór áfram í farbanni Landsréttur hefur staðfest farbann yfir Sindra Þór Stefánssyni þar til dómur fellur í máli hans en þó ekki lengur en til 26. október. 30. ágúst 2018 14:56