Eldfimar uppljóstranir um glundroða í Hvíta húsinu í bók Watergate-blaðamanns Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2018 18:45 Samstarfsmenn Trump eru sagðir hafa verið gáttaðir á hversu lítið hann vissi og kærði sig um að vita um mikilvæg þjóðaröryggismál. Vísir/EPA Nánustu samstarfsmenn Donalds Trump telja Bandaríkjaforseta „vanstilltan“ og „vitleysing“. Þeir hafa jafnframt reynt að hafa hemil á forsetanum og koma í veg fyrir að hann grípi til hættulegra aðgerða. Þetta er sú mynd af Hvíta húsinu sem blaðamaðurinn Bob Woodward, sem þekktastur er fyrir uppljóstranir um Watergate-hneykslið, dregur upp í væntanlegri bók. Glundroði ríkir innan Hvíta hússins og nánustu bandamenn forsetans reyna að koma sér undan að framfylgja skipunum hans, stundum með klækjum. Frá þessu segir Woodward í bókinni „Ótti“ en hún byggir á fjölda samtala hans við núverandi og fyrrverandi starfsmenn Hvíta hússins, suma nafngreinda en aðra undir nafnleynd. Washington Post komst yfir eintak af bókinni og byggja eftirfarandi lýsingar á frétt blaðsins. Þannig segir Woodward að eftir að sýrlenski stjórnarherinn beitti efnavopnum gegn óbreyttum borgurum í apríl í fyrra hafi Trump hringt í Jim Mattis, varnarmálaráðherra, og skipað honum að ráða Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, af dögum. „Drepum hann, fjandakornið! Förum inn. Drepum öll helvítin á þeim,“ á forsetinn að hafa sagt ráðherra sínum. Mattis hafi svarað að hann skyldi vinda sér í málið „Við ætlum ekki að gera neitt af þessu. Við ætlum að vera miklu hófstilltari,“ sagði Mattis við aðstoðarmenn sína eftir að hann lagði á forsetann. Á endanum svöruðu Bandaríkin efnavopnaárásinni með loftárás á stjórnarherinn. Gary Cohn, fyrrverandi efnahagsráðgjafi Trump, reyndi útsmognari leiðir til þess að drepa í dróma aðgerðir sem forsetinn hafði krafist. Hann greip meðal annars til þess ráðs að laumast til að taka skjöl af skrifborði Trump áður en hann náði að skrifa undir þau. Þann leik lék Cohn meðal annars þegar Trump ætlaði sér að draga Bandaríkin út úr NAFTA, fríverslunarsamningi þeirra, Mexíkó og Kanada, og öðrum fríverslunarsamningi við Suður-Kóreu. Bandaríkin eru enn aðilar að báðum samningum.Bob Woodward hlaut heimsfrægð þegar hann varpaði ljósi á Watergate-hneykslið ásamt félaga sínum Carli Bernstein á Washington Post.Vísir/EPATaldi það sín verstu mistök að hafa fordæmt nýnasista Uppákoman þegar Trump þráaðist við að fordæma hvíta þjóðernissinna eftir blóðuga samkomu þeirra í borginni Charlottesville í ágúst í fyrra er sögð hafa fengið mikið á bæði Cohn og Kelly. Cohn, sem er gyðingur, hótaði að segja af sér en hann er sagður hafa þá verið farinn að telja forsetann „atvinnulygara“. Kelly starfsmannastjóri hafi sagst sama sinnis varðandi viðbrögð Trump við Charlottesville. Trump kenndi upphaflega bæði hvítu þjóðernissinnunum og mótmælendum þeirra um átökin á götum Charlottesville. Aðstoðarmenn forsetans fengu hann á endanum til að fordæma öfgamennina sérstaklega. Trump hafi hins vegar strax séð eftir því. „Þetta eru verstu helvítis mistök sem ég hef gert,“ sagði Trump um ræðu þar sem hann gagnrýndi loks hvíta þjóðernissinna og nýnasista.Cohn sagði á endanum af sér.Gary Cohn, efnahagsráðgjafi Trump, er sagður hafa tekið viðbrögð forsetans við samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville sérstaklega nærri sér, ekki síst eftir að dóttir hans fann hakakross á hurð herbergis hennar á heimavist.Vísir/GettyKallaði dómsmálaráðherra sinn „þroskaheftan“ Samkvæmt frásögn Woodward jós Trump ítrekað svívirðingum yfir samstarfsmenn sína og baktalaði þá við aðra. Forsetinn er sagður hafa gert reglulega grín að H.R. McMaster, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sínum, og haft lítið álit á Reince Priebus, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins. Sérstaklega talaði Trump þó illa um Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinn. Forsetinn hefur verið sérstaklega bitur í garð Sessions eftir að sá síðarnefndi lýsti sig vanhæfan til þess að fjalla um Rússarannsóknina svonefndu, rannsóknina á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa. Woodward segir að Trump hafi kallað Sessions „svikara“ fyrir að hafa lýst sig vanhæfan og gert grín að suðurríkjahreim ráðherrans sem er frá Alabama. „Þessi gaur er þroskaheftur. Hann er þessi heimski suðurríkjamaður. Hann gæti ekki einu sinni verið einyrkjasveitalögfræðingur niðri í Alabama,“ á Trump að hafa sagt um Sessions.Í bókinni segir að Kelly (t.h.) hafi ítrekað hótað því að hætta. Hann hafi sagt Cohn að sjálfur hefði hann viljað troða uppsagnarbréfi upp í óæðri enda forsetans.Vísir/Getty„Við erum í Brjálæðisbæ“ Að sama skapi virðast nánustu samstarfsmenn Trump ekki hafa haft mikið álit á gáfum hans og skapgerð. Þeir hafi verið forviða yfir því hversu lítið forsetinn vissi um alþjóðamál og hve lítið hann kærði sig um eða var fær um að setja sig inn í þau. Í bók Woodward kemur fram að Trump hafi á fundi með þjóðaröryggisráði sínu dregið í efa hvers vegna Bandaríkin eyddu fé og tíma sínum í málefni Kóreuskagans. „Við erum að þessu til þess að koma í veg fyrir þriðju heimsstyrjöldina,“ á Mattis varnarmálaráðherra að hafa sagt forsetanum. Eftir þann fund er Mattis sagður hafa verið uppgefinn á forsetanum. Hann hafi sagt nánustu samstarfsmönnum sínum að forsetinn hegðaði sér og hefði skilningi á við grunnskólabarn. Einnig er John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagður hafa ítrekað hótað að segja af sér vegna óánægju með hegðun Trump. Hann hafi kvartað við starfslið Hvíta hússins að Trump væri „vanstilltur“. „Hann er vitleysingur. Það er tilgangslaust að reyna að sannfæra hann um neitt. Hann er farinn af hjörunum. Við erum í Brjálæðisbæ (e. Crazytown). Ég veit ekki einu sinni hvers vegna nokkurt okkar er hérna. Þetta er versta starf sem ég hef nokkru sinni haft,“ á Kelly að hafa sagt um forsetann á fámennum fundi í Hvíta húsinu. Priebus, fyrrverandi starfsmannastjóri, er sagður hafa kallað svefnherbergi Trump, þar sem hann horfir á sjónvarpið og tístir, „verkstæði djöfulsins“. Sérstaklega kallaði hann tímann snemma morguns og sunnudagskvöld „nornatímann“. Það var sá tími sem Trump var líklegastur til þess að láta móðan mása á Twitter.John Dowd, lögmaður Trump. hætti störfum fyrir forsetann í mars.Vísir/GettyLögmennirnir vildu ekki láta forsetann líta út eins og „hálfvita“ Þetta vantraust á forsetanum virtist ná til hans eigin lögmanna ef marka má frásögn Woodward. Í bókinni er sagt frá fundi tveggja lögmanna hans með Robert Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem stýrir Rússarannsókninni og næstráðanda hans. Lögmennirnir höfðu áður reynt að æfa Trump fyrir mögulegt viðtal við Mueller og félaga. Sú æfing leystist þó upp í reiðikast forsetans eftir að hann hafði hikað, logið og sagt misvísandi frá atburðum. Reyndu lögmennirnir að skýra út fyrir Mueller hvers vegna þeir vildu ekki að forsetinn bæri vitni. „Ég ætla ekki að sitja hér og leyfa honum að líta út eins og hálfvita. Og þið birtið eftirritið, vegna þess að allt lekur í Washington, og liðið erlendis á eftir að segja: „Ég sagði ykkur að hann væri hálfviti. Ég sagði ykkur að hann væri fjandans kjáni. Hversu vegna erum við að eiga við þennan hálfvita?““ á John Dowd, lögmaður Trump, að hafa sagt Mueller. Mueller hafi sýnt því sjónarmiði lögmannsins skilning. Dowd hafi í kjölfarið brýnt fyrir Trump að gefa ekki skýrslu. Trump hafi aftur á móti haft áhyggjur af því hvernig það liti út ef forsetinn neitaði að bera vitni. Lofaði hann því að vera „mjög gott vitni“. „Þú ert ekki gott vitni. Herra forseti, ég er hræddur um að ég geti ekki hjálpað þér,“ á Dowd að hafa sagt forsetanum daginn áður en hann sagði upp sem lögmaður hans. Bandaríkin Donald Trump Kanada Mexíkó Rússarannsóknin Tengdar fréttir Heimavarnarráðherrann hætti næstum því eftir skammir Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa öskrað á ríkisstjórn sína á fundi í gær vegna þess að honum finnst hún ekki ganga nógu hart fram í að stöðva ólöglegar ferðir fólks yfir landamærin. 10. maí 2018 22:31 Segir Hvíta húsið beita blekkingum um andlegt ástand Trump Fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins segir að háttsettir menn þar leyni því hversu mikið Bandaríkjaforseta hafi hnignað andlega. 12. ágúst 2018 14:48 Efnahagsráðgjafi Trump segir af sér Samkvæmt tilkynningunni er engin ein ástæða fyrir því að Cohn hverfur frá störfum 6. mars 2018 22:51 Lögmaður Trump hættur John Dowd, aðallögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna, í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er hættur störfum fyrir forsetann. 22. mars 2018 16:10 Kelly sagður kalla Trump „fífl" og á leið úr Hvíta húsinu John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, er sagður telja sig sig vera að bjarga Bandaríkjunum frá Donald Trump, forseta, og hefur gert lítið úr gáfnafari hans. 30. apríl 2018 21:27 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Nánustu samstarfsmenn Donalds Trump telja Bandaríkjaforseta „vanstilltan“ og „vitleysing“. Þeir hafa jafnframt reynt að hafa hemil á forsetanum og koma í veg fyrir að hann grípi til hættulegra aðgerða. Þetta er sú mynd af Hvíta húsinu sem blaðamaðurinn Bob Woodward, sem þekktastur er fyrir uppljóstranir um Watergate-hneykslið, dregur upp í væntanlegri bók. Glundroði ríkir innan Hvíta hússins og nánustu bandamenn forsetans reyna að koma sér undan að framfylgja skipunum hans, stundum með klækjum. Frá þessu segir Woodward í bókinni „Ótti“ en hún byggir á fjölda samtala hans við núverandi og fyrrverandi starfsmenn Hvíta hússins, suma nafngreinda en aðra undir nafnleynd. Washington Post komst yfir eintak af bókinni og byggja eftirfarandi lýsingar á frétt blaðsins. Þannig segir Woodward að eftir að sýrlenski stjórnarherinn beitti efnavopnum gegn óbreyttum borgurum í apríl í fyrra hafi Trump hringt í Jim Mattis, varnarmálaráðherra, og skipað honum að ráða Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, af dögum. „Drepum hann, fjandakornið! Förum inn. Drepum öll helvítin á þeim,“ á forsetinn að hafa sagt ráðherra sínum. Mattis hafi svarað að hann skyldi vinda sér í málið „Við ætlum ekki að gera neitt af þessu. Við ætlum að vera miklu hófstilltari,“ sagði Mattis við aðstoðarmenn sína eftir að hann lagði á forsetann. Á endanum svöruðu Bandaríkin efnavopnaárásinni með loftárás á stjórnarherinn. Gary Cohn, fyrrverandi efnahagsráðgjafi Trump, reyndi útsmognari leiðir til þess að drepa í dróma aðgerðir sem forsetinn hafði krafist. Hann greip meðal annars til þess ráðs að laumast til að taka skjöl af skrifborði Trump áður en hann náði að skrifa undir þau. Þann leik lék Cohn meðal annars þegar Trump ætlaði sér að draga Bandaríkin út úr NAFTA, fríverslunarsamningi þeirra, Mexíkó og Kanada, og öðrum fríverslunarsamningi við Suður-Kóreu. Bandaríkin eru enn aðilar að báðum samningum.Bob Woodward hlaut heimsfrægð þegar hann varpaði ljósi á Watergate-hneykslið ásamt félaga sínum Carli Bernstein á Washington Post.Vísir/EPATaldi það sín verstu mistök að hafa fordæmt nýnasista Uppákoman þegar Trump þráaðist við að fordæma hvíta þjóðernissinna eftir blóðuga samkomu þeirra í borginni Charlottesville í ágúst í fyrra er sögð hafa fengið mikið á bæði Cohn og Kelly. Cohn, sem er gyðingur, hótaði að segja af sér en hann er sagður hafa þá verið farinn að telja forsetann „atvinnulygara“. Kelly starfsmannastjóri hafi sagst sama sinnis varðandi viðbrögð Trump við Charlottesville. Trump kenndi upphaflega bæði hvítu þjóðernissinnunum og mótmælendum þeirra um átökin á götum Charlottesville. Aðstoðarmenn forsetans fengu hann á endanum til að fordæma öfgamennina sérstaklega. Trump hafi hins vegar strax séð eftir því. „Þetta eru verstu helvítis mistök sem ég hef gert,“ sagði Trump um ræðu þar sem hann gagnrýndi loks hvíta þjóðernissinna og nýnasista.Cohn sagði á endanum af sér.Gary Cohn, efnahagsráðgjafi Trump, er sagður hafa tekið viðbrögð forsetans við samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville sérstaklega nærri sér, ekki síst eftir að dóttir hans fann hakakross á hurð herbergis hennar á heimavist.Vísir/GettyKallaði dómsmálaráðherra sinn „þroskaheftan“ Samkvæmt frásögn Woodward jós Trump ítrekað svívirðingum yfir samstarfsmenn sína og baktalaði þá við aðra. Forsetinn er sagður hafa gert reglulega grín að H.R. McMaster, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sínum, og haft lítið álit á Reince Priebus, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins. Sérstaklega talaði Trump þó illa um Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinn. Forsetinn hefur verið sérstaklega bitur í garð Sessions eftir að sá síðarnefndi lýsti sig vanhæfan til þess að fjalla um Rússarannsóknina svonefndu, rannsóknina á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa. Woodward segir að Trump hafi kallað Sessions „svikara“ fyrir að hafa lýst sig vanhæfan og gert grín að suðurríkjahreim ráðherrans sem er frá Alabama. „Þessi gaur er þroskaheftur. Hann er þessi heimski suðurríkjamaður. Hann gæti ekki einu sinni verið einyrkjasveitalögfræðingur niðri í Alabama,“ á Trump að hafa sagt um Sessions.Í bókinni segir að Kelly (t.h.) hafi ítrekað hótað því að hætta. Hann hafi sagt Cohn að sjálfur hefði hann viljað troða uppsagnarbréfi upp í óæðri enda forsetans.Vísir/Getty„Við erum í Brjálæðisbæ“ Að sama skapi virðast nánustu samstarfsmenn Trump ekki hafa haft mikið álit á gáfum hans og skapgerð. Þeir hafi verið forviða yfir því hversu lítið forsetinn vissi um alþjóðamál og hve lítið hann kærði sig um eða var fær um að setja sig inn í þau. Í bók Woodward kemur fram að Trump hafi á fundi með þjóðaröryggisráði sínu dregið í efa hvers vegna Bandaríkin eyddu fé og tíma sínum í málefni Kóreuskagans. „Við erum að þessu til þess að koma í veg fyrir þriðju heimsstyrjöldina,“ á Mattis varnarmálaráðherra að hafa sagt forsetanum. Eftir þann fund er Mattis sagður hafa verið uppgefinn á forsetanum. Hann hafi sagt nánustu samstarfsmönnum sínum að forsetinn hegðaði sér og hefði skilningi á við grunnskólabarn. Einnig er John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagður hafa ítrekað hótað að segja af sér vegna óánægju með hegðun Trump. Hann hafi kvartað við starfslið Hvíta hússins að Trump væri „vanstilltur“. „Hann er vitleysingur. Það er tilgangslaust að reyna að sannfæra hann um neitt. Hann er farinn af hjörunum. Við erum í Brjálæðisbæ (e. Crazytown). Ég veit ekki einu sinni hvers vegna nokkurt okkar er hérna. Þetta er versta starf sem ég hef nokkru sinni haft,“ á Kelly að hafa sagt um forsetann á fámennum fundi í Hvíta húsinu. Priebus, fyrrverandi starfsmannastjóri, er sagður hafa kallað svefnherbergi Trump, þar sem hann horfir á sjónvarpið og tístir, „verkstæði djöfulsins“. Sérstaklega kallaði hann tímann snemma morguns og sunnudagskvöld „nornatímann“. Það var sá tími sem Trump var líklegastur til þess að láta móðan mása á Twitter.John Dowd, lögmaður Trump. hætti störfum fyrir forsetann í mars.Vísir/GettyLögmennirnir vildu ekki láta forsetann líta út eins og „hálfvita“ Þetta vantraust á forsetanum virtist ná til hans eigin lögmanna ef marka má frásögn Woodward. Í bókinni er sagt frá fundi tveggja lögmanna hans með Robert Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem stýrir Rússarannsókninni og næstráðanda hans. Lögmennirnir höfðu áður reynt að æfa Trump fyrir mögulegt viðtal við Mueller og félaga. Sú æfing leystist þó upp í reiðikast forsetans eftir að hann hafði hikað, logið og sagt misvísandi frá atburðum. Reyndu lögmennirnir að skýra út fyrir Mueller hvers vegna þeir vildu ekki að forsetinn bæri vitni. „Ég ætla ekki að sitja hér og leyfa honum að líta út eins og hálfvita. Og þið birtið eftirritið, vegna þess að allt lekur í Washington, og liðið erlendis á eftir að segja: „Ég sagði ykkur að hann væri hálfviti. Ég sagði ykkur að hann væri fjandans kjáni. Hversu vegna erum við að eiga við þennan hálfvita?““ á John Dowd, lögmaður Trump, að hafa sagt Mueller. Mueller hafi sýnt því sjónarmiði lögmannsins skilning. Dowd hafi í kjölfarið brýnt fyrir Trump að gefa ekki skýrslu. Trump hafi aftur á móti haft áhyggjur af því hvernig það liti út ef forsetinn neitaði að bera vitni. Lofaði hann því að vera „mjög gott vitni“. „Þú ert ekki gott vitni. Herra forseti, ég er hræddur um að ég geti ekki hjálpað þér,“ á Dowd að hafa sagt forsetanum daginn áður en hann sagði upp sem lögmaður hans.
Bandaríkin Donald Trump Kanada Mexíkó Rússarannsóknin Tengdar fréttir Heimavarnarráðherrann hætti næstum því eftir skammir Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa öskrað á ríkisstjórn sína á fundi í gær vegna þess að honum finnst hún ekki ganga nógu hart fram í að stöðva ólöglegar ferðir fólks yfir landamærin. 10. maí 2018 22:31 Segir Hvíta húsið beita blekkingum um andlegt ástand Trump Fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins segir að háttsettir menn þar leyni því hversu mikið Bandaríkjaforseta hafi hnignað andlega. 12. ágúst 2018 14:48 Efnahagsráðgjafi Trump segir af sér Samkvæmt tilkynningunni er engin ein ástæða fyrir því að Cohn hverfur frá störfum 6. mars 2018 22:51 Lögmaður Trump hættur John Dowd, aðallögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna, í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er hættur störfum fyrir forsetann. 22. mars 2018 16:10 Kelly sagður kalla Trump „fífl" og á leið úr Hvíta húsinu John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, er sagður telja sig sig vera að bjarga Bandaríkjunum frá Donald Trump, forseta, og hefur gert lítið úr gáfnafari hans. 30. apríl 2018 21:27 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Heimavarnarráðherrann hætti næstum því eftir skammir Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa öskrað á ríkisstjórn sína á fundi í gær vegna þess að honum finnst hún ekki ganga nógu hart fram í að stöðva ólöglegar ferðir fólks yfir landamærin. 10. maí 2018 22:31
Segir Hvíta húsið beita blekkingum um andlegt ástand Trump Fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins segir að háttsettir menn þar leyni því hversu mikið Bandaríkjaforseta hafi hnignað andlega. 12. ágúst 2018 14:48
Efnahagsráðgjafi Trump segir af sér Samkvæmt tilkynningunni er engin ein ástæða fyrir því að Cohn hverfur frá störfum 6. mars 2018 22:51
Lögmaður Trump hættur John Dowd, aðallögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna, í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er hættur störfum fyrir forsetann. 22. mars 2018 16:10
Kelly sagður kalla Trump „fífl" og á leið úr Hvíta húsinu John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, er sagður telja sig sig vera að bjarga Bandaríkjunum frá Donald Trump, forseta, og hefur gert lítið úr gáfnafari hans. 30. apríl 2018 21:27