Erlent

Farþegar flugvélar frá Dubai í einangrun í New York

Samúel Karl Ólason skrifar
Flugvélinni var flogið frá Dubai og var komið við í Mecca í Sádi-Arabíu.
Flugvélinni var flogið frá Dubai og var komið við í Mecca í Sádi-Arabíu. Vísir/EPA
Búið er að setja flugvél frá flugfélaginu Emirates í einangrun á JFK-flugvelli í New York þar sem farþegar virðast fárveikir. Fregnum fer ekki saman um hve margir eru veikir en Emirates segir þá vera um tíu. Heimildir miðla ytra segja allt að hundrað manns vera veika.

Flugvélinni var flogið frá Dubai og var komið við í Mecca í Sádi-Arabíu. Talsmaður Bill de Blasio, borgarstjóra New York, segir flensu herja á íbúa Mecca og útlit sé fyrir að hún hafi einnig komið upp í flugvélinni.

Starfsmenn sjúkdómavarna Bandaríkjanna eru á vettvangi auk fjölda viðbragðsaðila, eins og sjá má á mynd sem einn farþegi flugvélarinnar deildi á Twitter.

Samkvæmt NBC í New York hafa einhverjir farþegar flugvélarinnar verið fluttir á sjúkrahús. Um fimm hundruð manns voru í flugvélinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×