Viðskipti innlent

2,3 milljarða króna þrot verktaka

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Höfuðstöðvar KNH ehf.,voru  á Ísafirði.
Höfuðstöðvar KNH ehf.,voru á Ísafirði.
Um 60 milljónir króna fengust upp í kröfur sem lýst var í þrotabú verktakafyrirtækisins KNH ehf. Kröfur í búið námu tæplega 2,3 milljörðum króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu.



Búið var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2012. Kröfur vegna kostnaðar sem hlaust af skiptunum og kröfur sem urðu til með samningum skiptastjóra námu rúmum 30 milljónum og greiddust að fullu.

Fyrirtækið var umsvifamikið á árunum fyrir efnahagshrun og kom að því að reisa snjóflóðavarnir á Ísafirði og Bíldudal. Stærsti verkkaupi fyrirtækisins var Vegagerðin.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×