Danskt flutningaskip freistar þess að sigla norður fyrir Rússland Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2018 15:21 Í farmi flutningaskipsins verður meðal annars frosinn fiskur og önnur kælivara. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Flutningaskip danska skipafélagsins Maersk ætlar að reyna að verða fyrsta flutningaskipið til að sigla um Norður-Íshafið norður fyrir Rússland. Ætlunin er að sigla frá Vladívostok í austanverðu Rússlandi og vestur til Sankti Pétursborgar. Venta Maersk á að flytja 3.600 flutningagáma og vonast stjórnendur félagsins til þess að það komist á áfangastað í seinni hluta september, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gangi allt að óskum myndi það stytta siglingartímann um fjórtán daga. Skipið myndi annars þurfa að sigla suður fyrir Evrasíu og í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi. Tilgangur siglingarinnar er í og með að safna upplýsingum um norðurleiðina og hvort að hop hafíssins á norðurskautinu geri siglingar á norðurslóðum raunhæfar. Fram að þessu hafa skip aðeins getað siglt þar um í fylgd kjarnorkuknúinna ísbrjóta. „Eins og er sjáum við ekki Norður-Íshafsleiðina sem efnahagslegan valkost við núverandi kerfi okkar sem stjórnast af kröfum viðskiptavina okkar, viðskiptamynstri og þéttbýlismiðstöðvum,“ segir skipafélagið. Hafísinn á norðurskautinu hefur hopað mikið undanfarin ár og áratuga. Samkvæmt tölum Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna var útbreiðsla hafsíssins þar 13,2% minni í júlí en meðaltal áranna 1981-2010. Það er níunda minnsta útbreiðslan á þessum árstíma frá upphafi gervihnattamælinga árið 1979. Loftslagsmál Norðurslóðir Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Flutningaskip danska skipafélagsins Maersk ætlar að reyna að verða fyrsta flutningaskipið til að sigla um Norður-Íshafið norður fyrir Rússland. Ætlunin er að sigla frá Vladívostok í austanverðu Rússlandi og vestur til Sankti Pétursborgar. Venta Maersk á að flytja 3.600 flutningagáma og vonast stjórnendur félagsins til þess að það komist á áfangastað í seinni hluta september, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gangi allt að óskum myndi það stytta siglingartímann um fjórtán daga. Skipið myndi annars þurfa að sigla suður fyrir Evrasíu og í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi. Tilgangur siglingarinnar er í og með að safna upplýsingum um norðurleiðina og hvort að hop hafíssins á norðurskautinu geri siglingar á norðurslóðum raunhæfar. Fram að þessu hafa skip aðeins getað siglt þar um í fylgd kjarnorkuknúinna ísbrjóta. „Eins og er sjáum við ekki Norður-Íshafsleiðina sem efnahagslegan valkost við núverandi kerfi okkar sem stjórnast af kröfum viðskiptavina okkar, viðskiptamynstri og þéttbýlismiðstöðvum,“ segir skipafélagið. Hafísinn á norðurskautinu hefur hopað mikið undanfarin ár og áratuga. Samkvæmt tölum Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna var útbreiðsla hafsíssins þar 13,2% minni í júlí en meðaltal áranna 1981-2010. Það er níunda minnsta útbreiðslan á þessum árstíma frá upphafi gervihnattamælinga árið 1979.
Loftslagsmál Norðurslóðir Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira