HK brotlegt við persónuverndarlög gegn ungum iðkenda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. ágúst 2018 10:11 HK taldi sig ekki hafa brotið persónuverndarlög. Fréttablaðið/Vilhelm Íþróttafélagið HK í Kópavogi gerðist brotlegt við persónuverndarlög þegar því láðist að láta forráðamann ungrar stúlku vita að starfsmaður íþróttafélagsins hafði miðlað nafni stúlkunnar til þriðja aðila eftir að stúlkan hafði sést á upptökum eftirlitsmyndavéla og þannig fallið undir grun vegna skemmdarverks á farsíma. Persónuvernd barst kvörtun frá móður stúlkunnar en í kvörtun hennar kom fram að grunur hafi vaknað um að ólögráða dóttir hennar hafi valdið skemmdum á farsíma er hún beið eftir að íþróttaæfing á vegum HK hófst. Í kvörtun móður stúlkunnar segir að í kjölfarið hafi HK veitt upplýsingar um dótturina, sem meintan geranda, í símtali við föður eiganda símans, eftir skoðun á upptökum úr eftirlitsmyndavélum í íþróttaaðstöðu HK. Sagðist móðir stúlkunnar hins vegar ekki hafa frétt af málinu fyrr en faðir eigandans hringdi í hana þremur dögum síðar.Persónuvernd segir að nauðsynlegt sé að láta forráðamenn barna vita þegar myndefni varpar ljósi á atvik sem þeim tengjast.Fréttablaðið/ErnirÍ svari HK til Persónuverndar segir að rekja megið málið til þess að starfsmaður HK hafi fundið blautan síma á salerni. Sama dag og síminn fannst hafi önnur stúlka leitað til HK með föður sínum í leit að farsíma sem hún hafði að eigin sögn skilið eftir í íþróttatösku.Eðlilegt að skoða myndefni en nauðsynlegt að láta forráðamenn barna vita Segir í svari HK að yfirþjálfari knattspyrnudeildar HK hafi skoðað mannaferðir í eftirlitsmyndavélum og séð stúlkuna sem málið snýst um koma út af salerninu þar sem síminn fannst. Þjálfarinn veitti föður stúlkunnar sem átti símann upplýsingar um stúlkuna sem sást á eftirlitsmyndavélum við klósettið og benti þjálfarinn honum á að hafa samband við Hörðuvallaskóla þar sem hann fékk uppgefið nafn móður stúlkunnar og símanúmer hennar. Taldi HK að félagið hafi ekki brotið trúnað gagnvart ungu stúlkunni þar sem engum trúnaðarupplýsingum, sem móðirin hafi látið félaginu í té og leynt ættu að fara, hafi verið miðlað til óviðkomandi aðila. Þá hafi HK aldrei staðhæft að dóttir kvartanda hafi skemmt símann og því síður hafi verið hafin rannsókn á því, enda væri það ekki í verkahring íþróttafélagsins. Í úrskurði Persónuverndar segir að þegar grunur er uppi um eignaspjöll getur skoðun á myndefni úr eftirlitsmyndavélum, sem settar eru upp í öryggis- og eignavörsluskyni, talist lögmæt, en þegar um barn sé að ræða verði það að teljast eðlilegt að gera forráðamönnum þess viðvart um það þegar myndefni varpar ljósi á atvik sem því tengjast. Það hafi HK hins vegar ekki gert og því hafi HK ekki farið að lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga þegar félagið miðlaði upplýsingum um stúlkuna úr myndefni úr eftirlitsmyndavélum án þess að forráðamenn hennar væru upplýstir um það mál sem um ræddi.Úrskurð Persónuverndar má lesa í heild sinni hér. Persónuvernd Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Íþróttafélagið HK í Kópavogi gerðist brotlegt við persónuverndarlög þegar því láðist að láta forráðamann ungrar stúlku vita að starfsmaður íþróttafélagsins hafði miðlað nafni stúlkunnar til þriðja aðila eftir að stúlkan hafði sést á upptökum eftirlitsmyndavéla og þannig fallið undir grun vegna skemmdarverks á farsíma. Persónuvernd barst kvörtun frá móður stúlkunnar en í kvörtun hennar kom fram að grunur hafi vaknað um að ólögráða dóttir hennar hafi valdið skemmdum á farsíma er hún beið eftir að íþróttaæfing á vegum HK hófst. Í kvörtun móður stúlkunnar segir að í kjölfarið hafi HK veitt upplýsingar um dótturina, sem meintan geranda, í símtali við föður eiganda símans, eftir skoðun á upptökum úr eftirlitsmyndavélum í íþróttaaðstöðu HK. Sagðist móðir stúlkunnar hins vegar ekki hafa frétt af málinu fyrr en faðir eigandans hringdi í hana þremur dögum síðar.Persónuvernd segir að nauðsynlegt sé að láta forráðamenn barna vita þegar myndefni varpar ljósi á atvik sem þeim tengjast.Fréttablaðið/ErnirÍ svari HK til Persónuverndar segir að rekja megið málið til þess að starfsmaður HK hafi fundið blautan síma á salerni. Sama dag og síminn fannst hafi önnur stúlka leitað til HK með föður sínum í leit að farsíma sem hún hafði að eigin sögn skilið eftir í íþróttatösku.Eðlilegt að skoða myndefni en nauðsynlegt að láta forráðamenn barna vita Segir í svari HK að yfirþjálfari knattspyrnudeildar HK hafi skoðað mannaferðir í eftirlitsmyndavélum og séð stúlkuna sem málið snýst um koma út af salerninu þar sem síminn fannst. Þjálfarinn veitti föður stúlkunnar sem átti símann upplýsingar um stúlkuna sem sást á eftirlitsmyndavélum við klósettið og benti þjálfarinn honum á að hafa samband við Hörðuvallaskóla þar sem hann fékk uppgefið nafn móður stúlkunnar og símanúmer hennar. Taldi HK að félagið hafi ekki brotið trúnað gagnvart ungu stúlkunni þar sem engum trúnaðarupplýsingum, sem móðirin hafi látið félaginu í té og leynt ættu að fara, hafi verið miðlað til óviðkomandi aðila. Þá hafi HK aldrei staðhæft að dóttir kvartanda hafi skemmt símann og því síður hafi verið hafin rannsókn á því, enda væri það ekki í verkahring íþróttafélagsins. Í úrskurði Persónuverndar segir að þegar grunur er uppi um eignaspjöll getur skoðun á myndefni úr eftirlitsmyndavélum, sem settar eru upp í öryggis- og eignavörsluskyni, talist lögmæt, en þegar um barn sé að ræða verði það að teljast eðlilegt að gera forráðamönnum þess viðvart um það þegar myndefni varpar ljósi á atvik sem því tengjast. Það hafi HK hins vegar ekki gert og því hafi HK ekki farið að lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga þegar félagið miðlaði upplýsingum um stúlkuna úr myndefni úr eftirlitsmyndavélum án þess að forráðamenn hennar væru upplýstir um það mál sem um ræddi.Úrskurð Persónuverndar má lesa í heild sinni hér.
Persónuvernd Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira