Bolti í verðlaun til björgunarsveitarhunda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. ágúst 2018 19:00 Hundarnir Líf, Kjarkur, Skarpur, Skutull, Sara og Syrpa eiga það sameiginlegt að vera allir leitarhundar hjá björgunarsveitum. Hundarnir hafa eytt síðustu fjórum dögum með eigendum sínum og erlendum gestum þar sem víðavangsleitir hafa meðal annars verið æfðar. Björgunarhundasveit Íslands hefur staðið fyrir námstefnu á Skógum undir Eyjafjöllum síðustu daga um víðavangsleit með hundum. Verkefnið er hluti að Erasmus+ verkefni en auk fulltrúa frá Íslandi tóku fulltrúar frá systursamtökunum í Noregi, Englandi, Svíþjóð og Möltu þátt í námstefnunni. Í dag var komið að verklega þættinum sem fór fram við bæinn Sólheimahjáleigu skammt frá Sólheimajökli. „Hundarnir fara yfir svæði og nota nefið til að taka lykt af hinum týnda og strax og þeir eru komnir með lyktina þá rekja þeir sig að viðkomandi. Síðan höfum við tvær aðferðir til að þeir geti látið okkur vita, annars vegar erum við með bitkubb sem við setjum utan um hálsinn á hundunum, sem þeir taka upp í sig og bera til okkar og hins vegar koma þeir til okkar og gelta“, segir Ingimundur Magnússon formaður Björgunarhundasveitar Íslands Um 20 starfandi björgunarsveitarhundar eru í landinu í dag og einhverjir eru í þjálfun til að ná þeim réttindum. Erlendu gestir námstefnunnar voru mjög ánægðir með dagana á Skógum. Fréttamaður fékk að taka þátt í verklegum æfingunum með því að fela sig út í móa. Það tók tíkina Líf ekki nema örskotsstund að þefa sig að fundarstaðnum og láta síðan eigandann sinn vita að maður væri fundinn. „Líf er búin að hlaupa nokkra kílómetra við að leita af fóki, hún er orðin sjö ára og hefur því reynslu. Ég sendi hana af stað og bað hana að finna mann, aðstæður voru reyndar mjög góðar því það var töluverður vindur, hún fann þig nánast strax,“ segir Guðrún Katrín Jóhannsdóttir, eigandi Lífar og hundabjörgunarsveitarmaður í samtali við fréttamann. Sem þökk fyrir fundin fékk líf bolta í kjaftinn til að leika sér við en það eru verðlaun sem leitarhundar fá fyrir vel unnin störf. „Það snýst allt um boltann,“ bætir Guðrún Katrín hlæjandi við. Dýr Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hundarnir Líf, Kjarkur, Skarpur, Skutull, Sara og Syrpa eiga það sameiginlegt að vera allir leitarhundar hjá björgunarsveitum. Hundarnir hafa eytt síðustu fjórum dögum með eigendum sínum og erlendum gestum þar sem víðavangsleitir hafa meðal annars verið æfðar. Björgunarhundasveit Íslands hefur staðið fyrir námstefnu á Skógum undir Eyjafjöllum síðustu daga um víðavangsleit með hundum. Verkefnið er hluti að Erasmus+ verkefni en auk fulltrúa frá Íslandi tóku fulltrúar frá systursamtökunum í Noregi, Englandi, Svíþjóð og Möltu þátt í námstefnunni. Í dag var komið að verklega þættinum sem fór fram við bæinn Sólheimahjáleigu skammt frá Sólheimajökli. „Hundarnir fara yfir svæði og nota nefið til að taka lykt af hinum týnda og strax og þeir eru komnir með lyktina þá rekja þeir sig að viðkomandi. Síðan höfum við tvær aðferðir til að þeir geti látið okkur vita, annars vegar erum við með bitkubb sem við setjum utan um hálsinn á hundunum, sem þeir taka upp í sig og bera til okkar og hins vegar koma þeir til okkar og gelta“, segir Ingimundur Magnússon formaður Björgunarhundasveitar Íslands Um 20 starfandi björgunarsveitarhundar eru í landinu í dag og einhverjir eru í þjálfun til að ná þeim réttindum. Erlendu gestir námstefnunnar voru mjög ánægðir með dagana á Skógum. Fréttamaður fékk að taka þátt í verklegum æfingunum með því að fela sig út í móa. Það tók tíkina Líf ekki nema örskotsstund að þefa sig að fundarstaðnum og láta síðan eigandann sinn vita að maður væri fundinn. „Líf er búin að hlaupa nokkra kílómetra við að leita af fóki, hún er orðin sjö ára og hefur því reynslu. Ég sendi hana af stað og bað hana að finna mann, aðstæður voru reyndar mjög góðar því það var töluverður vindur, hún fann þig nánast strax,“ segir Guðrún Katrín Jóhannsdóttir, eigandi Lífar og hundabjörgunarsveitarmaður í samtali við fréttamann. Sem þökk fyrir fundin fékk líf bolta í kjaftinn til að leika sér við en það eru verðlaun sem leitarhundar fá fyrir vel unnin störf. „Það snýst allt um boltann,“ bætir Guðrún Katrín hlæjandi við.
Dýr Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira