FH telur 790 milljónirnar bara byrjunina á því sem greiða beri Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. ágúst 2018 08:00 Fyrsta skóflustunga var tekin að nýju knatthúsi í síðustu viku. Engir bæjarfulltrúar létu þó sjá sig. Fréttablaðið/Stefán Formaður knattspyrnudeildar FH, Jón Rúnar Halldórsson, segir FH-inga enn eiga mikið inni hjá Hafnarfjarðarbæ og félagið hafi væntingar um að þegar eignaskiptasamningar verði komnir í höfn milli félagsins og Hafnarfjarðarbæjar vegna mannvirkja í Kaplakrika megi nálægt því tvöfalda þær 790 milljónir sem bærinn hefur samið um að greiða félaginu fyrir þrjú íþróttamannvirki í Kaplakrika. Allt hefur logað í bæjarpólitíkinni í Hafnarfirði vegna nýjustu vendinga í knatthúsamálinu. Eftir að fyrirætlanir um að bærinn byggði nýtt knatthús í Kaplakrika runnu út í sandinn, var samþykkt í bæjarráði að bærinn keypti í staðinn þrjú íþróttamannvirki af FH en félagið notaði kaupverðið, 790 milljónir, til að byggja knatthús. Örfáum dögum síðar voru fyrstu 100 milljónirnar greiddar til félagsins. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá er Hafnarfjörður eigandi að 80 prósenta hlut í einu þeirra húsa sem bærinn hefur samþykkt að kaupa af félaginu, handboltahúsinu svokallaða. Eignarhluti bæjarins er skráður í bækur bæjarins á 92 milljónir og ljóst er að það þarf að flytja þessa eign yfir til FH til að Hafnarfjörður geti keypt hana af félaginu. Af fyrirhuguðum kaupum bæjarins á 55 prósenta hlut í knatthúsunum í fyrra, fyrir 200 milljónir, má draga þá ályktun að bærinn muni kaupa handboltahúsið sem bærinn á að mestu leyti sjálfur á 470 milljónir. Fulltrúar meirihlutans hafa margítrekað að bæjarsjóður muni ekki bera frekari kostnað af yfirfærslu þessa eignarhluta til FH. Á húsinu hvíla hins vegar 870 milljónir samkvæmt veðbókarvottorði og ekki er ljóst hvert þessi veð verða flutt. En húsin á að afhenda bænum skuldlaus. Á hinum húsunum tveimur sem bærinn kaupir hvíla samtals 238 milljónir.Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH.Vísir/PjeturÍ rammasamningi um kaup bæjarins segir að húsin verði keypt á 790 milljónir en þess þó einnig getið að endanlegt verðmæti húsanna verði ljóst eftir vinnu Kaplakrikahóps sem leiða muni til lykta frekari eignaskiptingu og eignarhald í Kaplakrika, en hópurinn eigi að skila tillögu að eignaskiptasamningi fyrir 1. október. Jón Rúnar segir samkomulag um kaup húsanna fyrir 790 milljónir aðeins fyrsta skrefið til að koma málinu af stað. Aðalmálið fyrir FH sé frágangur eignaskiptingarinnar. „FH á, fyrir utan knatthúsin, verulega fjármuni í þessum eignum. En til að klára málið og koma þessu máli öllu af stað eru þessar eignir sérteknar þarna fram,“ segir Jón Rúnar og vísar til rammasamkomulagsins og húsanna sem bærinn mun kaupa. „Síðan, þegar það kemur loks endanleg niðurstaða í eignaskiptinguna alla saman, þá loksins er hægt að skilgreina þetta. Og miðað við þessa upphæð sem við tókum að okkur að byggja knatthúsið fyrir; þessar 790 milljónir, þá eru það væntingar okkar miðað við okkar útreikninga að við eigum hátt í tvöfalt þessa upphæð sem um er að ræða, fyrir utan fótboltahúsin tvö,“ segir Jón Rúnar. Búast má við að deilur um málið haldi áfram í bæjarstjórn enda margt enn óljóst. Enn er ekki vitað hvert endanlegt verðmat eignanna verður, hvaða kostnað bæjarfélagið mun bera af því að losna undan eignarhaldi handboltahússins, hvert áhvílandi skuldir á hinum nýkeyptu húsum verða fluttar og hvernig FH mun í kjölfarið standa undir þungri skuldastöðu sinni. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir tvo bæjarfulltrúa af ellefu vera í fjölskyldutengslum við stjórnendur FH "Þetta er ekki beint heilbrigt umhverfi þegar þú ert með tvo af ellefu bæjarfulltrúum í bæjarstjórn sem er í nánum fjölskyldutengslum við stjórnendur FH,“ segir Guðlaug. 23. ágúst 2018 20:05 Segir bæjaryfirvöld fíflast með bókhald Hafnarfjarðarbæjar Fulltrúi Bæjarlistans í Hafnarfirði segir bæjaryfirvöld fíflast með bókhald sveitarfélagsins í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu í Kaplakrika. Formaður bæjarráðs segir hundruð milljóna sparast með breyttu fyrirkomulagi uppbyggingarinnar. 26. ágúst 2018 14:21 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
Formaður knattspyrnudeildar FH, Jón Rúnar Halldórsson, segir FH-inga enn eiga mikið inni hjá Hafnarfjarðarbæ og félagið hafi væntingar um að þegar eignaskiptasamningar verði komnir í höfn milli félagsins og Hafnarfjarðarbæjar vegna mannvirkja í Kaplakrika megi nálægt því tvöfalda þær 790 milljónir sem bærinn hefur samið um að greiða félaginu fyrir þrjú íþróttamannvirki í Kaplakrika. Allt hefur logað í bæjarpólitíkinni í Hafnarfirði vegna nýjustu vendinga í knatthúsamálinu. Eftir að fyrirætlanir um að bærinn byggði nýtt knatthús í Kaplakrika runnu út í sandinn, var samþykkt í bæjarráði að bærinn keypti í staðinn þrjú íþróttamannvirki af FH en félagið notaði kaupverðið, 790 milljónir, til að byggja knatthús. Örfáum dögum síðar voru fyrstu 100 milljónirnar greiddar til félagsins. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá er Hafnarfjörður eigandi að 80 prósenta hlut í einu þeirra húsa sem bærinn hefur samþykkt að kaupa af félaginu, handboltahúsinu svokallaða. Eignarhluti bæjarins er skráður í bækur bæjarins á 92 milljónir og ljóst er að það þarf að flytja þessa eign yfir til FH til að Hafnarfjörður geti keypt hana af félaginu. Af fyrirhuguðum kaupum bæjarins á 55 prósenta hlut í knatthúsunum í fyrra, fyrir 200 milljónir, má draga þá ályktun að bærinn muni kaupa handboltahúsið sem bærinn á að mestu leyti sjálfur á 470 milljónir. Fulltrúar meirihlutans hafa margítrekað að bæjarsjóður muni ekki bera frekari kostnað af yfirfærslu þessa eignarhluta til FH. Á húsinu hvíla hins vegar 870 milljónir samkvæmt veðbókarvottorði og ekki er ljóst hvert þessi veð verða flutt. En húsin á að afhenda bænum skuldlaus. Á hinum húsunum tveimur sem bærinn kaupir hvíla samtals 238 milljónir.Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH.Vísir/PjeturÍ rammasamningi um kaup bæjarins segir að húsin verði keypt á 790 milljónir en þess þó einnig getið að endanlegt verðmæti húsanna verði ljóst eftir vinnu Kaplakrikahóps sem leiða muni til lykta frekari eignaskiptingu og eignarhald í Kaplakrika, en hópurinn eigi að skila tillögu að eignaskiptasamningi fyrir 1. október. Jón Rúnar segir samkomulag um kaup húsanna fyrir 790 milljónir aðeins fyrsta skrefið til að koma málinu af stað. Aðalmálið fyrir FH sé frágangur eignaskiptingarinnar. „FH á, fyrir utan knatthúsin, verulega fjármuni í þessum eignum. En til að klára málið og koma þessu máli öllu af stað eru þessar eignir sérteknar þarna fram,“ segir Jón Rúnar og vísar til rammasamkomulagsins og húsanna sem bærinn mun kaupa. „Síðan, þegar það kemur loks endanleg niðurstaða í eignaskiptinguna alla saman, þá loksins er hægt að skilgreina þetta. Og miðað við þessa upphæð sem við tókum að okkur að byggja knatthúsið fyrir; þessar 790 milljónir, þá eru það væntingar okkar miðað við okkar útreikninga að við eigum hátt í tvöfalt þessa upphæð sem um er að ræða, fyrir utan fótboltahúsin tvö,“ segir Jón Rúnar. Búast má við að deilur um málið haldi áfram í bæjarstjórn enda margt enn óljóst. Enn er ekki vitað hvert endanlegt verðmat eignanna verður, hvaða kostnað bæjarfélagið mun bera af því að losna undan eignarhaldi handboltahússins, hvert áhvílandi skuldir á hinum nýkeyptu húsum verða fluttar og hvernig FH mun í kjölfarið standa undir þungri skuldastöðu sinni.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir tvo bæjarfulltrúa af ellefu vera í fjölskyldutengslum við stjórnendur FH "Þetta er ekki beint heilbrigt umhverfi þegar þú ert með tvo af ellefu bæjarfulltrúum í bæjarstjórn sem er í nánum fjölskyldutengslum við stjórnendur FH,“ segir Guðlaug. 23. ágúst 2018 20:05 Segir bæjaryfirvöld fíflast með bókhald Hafnarfjarðarbæjar Fulltrúi Bæjarlistans í Hafnarfirði segir bæjaryfirvöld fíflast með bókhald sveitarfélagsins í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu í Kaplakrika. Formaður bæjarráðs segir hundruð milljóna sparast með breyttu fyrirkomulagi uppbyggingarinnar. 26. ágúst 2018 14:21 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
Segir tvo bæjarfulltrúa af ellefu vera í fjölskyldutengslum við stjórnendur FH "Þetta er ekki beint heilbrigt umhverfi þegar þú ert með tvo af ellefu bæjarfulltrúum í bæjarstjórn sem er í nánum fjölskyldutengslum við stjórnendur FH,“ segir Guðlaug. 23. ágúst 2018 20:05
Segir bæjaryfirvöld fíflast með bókhald Hafnarfjarðarbæjar Fulltrúi Bæjarlistans í Hafnarfirði segir bæjaryfirvöld fíflast með bókhald sveitarfélagsins í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu í Kaplakrika. Formaður bæjarráðs segir hundruð milljóna sparast með breyttu fyrirkomulagi uppbyggingarinnar. 26. ágúst 2018 14:21