Benedikt fer í stjórn Arion banka Hörður Ægisson skrifar 29. ágúst 2018 06:00 Benedikt Gíslason Benedikt Gíslason, fyrrverandi varaformaður framkvæmdahóps stjórnvalda við losun hafta, verður kjörinn í stjórn Arion banka á hluthafafundi bankans sem fer fram næstkomandi miðvikudag. Mun hann taka sæti í stjórninni í stað Jakobs Ásmundssonar, sem lét af störfum í maí síðastliðnum, og nýtur meðal annars stuðnings vogunarsjóðsins Taconic Capital, sem á 9,99 prósenta hlut í bankanum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Benedikt hefur undanfarin tvö ár verið stjórnarmaður í Kaupþingi, sem á 32,67 prósenta eignarhlut í Arion banka í gegnum dótturfélag sitt Kaupskil, en hann mun hætta í stjórn eignarhaldsfélagsins á aðalfundi Kaupþings á morgun, fimmtudag. Í störfum sínum fyrir Kaupþing hafði Benedikt umsjón með söluferli félagsins á hlut þess í Arion banka en Kaupþing seldi fjórðungshlut í hlutafjárútboði í júní síðastliðnum og var bankinn í kjölfar skráður á markaði á Íslandi og í Svíþjóð. Benedikt, sem var einn helsti ráðgjafi íslenskra stjórnvalda við framkvæmd áætlunar um losun fjármagnshafta á árunum 2013 til 2016, hefur auk þess meðal annars setið í stjórn tryggingafélagsins VÍS og þá var hann framkvæmdastjóri fjárfestingarbankasviðs MP banka á árunum 2011 til 2013. Á hluthafafundi Arion banka, sem fer fram þann 5. september, leggur stjórn bankans fram tillögu um 10 milljarða króna arðgreiðslu til hluthafa. Þá munu hluthafar einnig kjósa tvo af þremur nefndarmönnum sem taka sæti í tilnefningarnefnd en þriðji nefndarmaður skal vera formaður stjórnar Arion banka eða annar stjórnarmaður skipaður af stjórn bankans. Auk Kaupþings og Taconic Capital, sem fara í sameiningu með heildaratkvæðarétt sem er takmarkaður við 33 prósenta hlut, eru stærstu hluthafar Arion banka vogunarsjóðirnir Attestor Capital og Och-Ziff Capital og bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs. Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Vistaskipti Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Benedikt Gíslason, fyrrverandi varaformaður framkvæmdahóps stjórnvalda við losun hafta, verður kjörinn í stjórn Arion banka á hluthafafundi bankans sem fer fram næstkomandi miðvikudag. Mun hann taka sæti í stjórninni í stað Jakobs Ásmundssonar, sem lét af störfum í maí síðastliðnum, og nýtur meðal annars stuðnings vogunarsjóðsins Taconic Capital, sem á 9,99 prósenta hlut í bankanum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Benedikt hefur undanfarin tvö ár verið stjórnarmaður í Kaupþingi, sem á 32,67 prósenta eignarhlut í Arion banka í gegnum dótturfélag sitt Kaupskil, en hann mun hætta í stjórn eignarhaldsfélagsins á aðalfundi Kaupþings á morgun, fimmtudag. Í störfum sínum fyrir Kaupþing hafði Benedikt umsjón með söluferli félagsins á hlut þess í Arion banka en Kaupþing seldi fjórðungshlut í hlutafjárútboði í júní síðastliðnum og var bankinn í kjölfar skráður á markaði á Íslandi og í Svíþjóð. Benedikt, sem var einn helsti ráðgjafi íslenskra stjórnvalda við framkvæmd áætlunar um losun fjármagnshafta á árunum 2013 til 2016, hefur auk þess meðal annars setið í stjórn tryggingafélagsins VÍS og þá var hann framkvæmdastjóri fjárfestingarbankasviðs MP banka á árunum 2011 til 2013. Á hluthafafundi Arion banka, sem fer fram þann 5. september, leggur stjórn bankans fram tillögu um 10 milljarða króna arðgreiðslu til hluthafa. Þá munu hluthafar einnig kjósa tvo af þremur nefndarmönnum sem taka sæti í tilnefningarnefnd en þriðji nefndarmaður skal vera formaður stjórnar Arion banka eða annar stjórnarmaður skipaður af stjórn bankans. Auk Kaupþings og Taconic Capital, sem fara í sameiningu með heildaratkvæðarétt sem er takmarkaður við 33 prósenta hlut, eru stærstu hluthafar Arion banka vogunarsjóðirnir Attestor Capital og Och-Ziff Capital og bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs.
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Vistaskipti Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira