Hlutur iðnaðar tæp 23 prósent af landsframleiðslu síðasta árs Sighvatur Arnmundsson skrifar 29. ágúst 2018 07:00 Hlutur byggingarstarfsemi af landsframleiðslu nam 7,7 prósentum á síðasta ári. VÍSIR/VILHELM Hlutur iðnaðar í landsframleiðslunni nam með beinum hætti tæpum 23 prósentum á síðasta ári samkvæmt nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins. Nam verðmætasköpunin um 582 milljörðum króna. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri samtakanna, bendir á að hlutur þriggja megingreina iðnaðar hafi verið nokkurn veginn jafn stór. „Byggingariðnaðurinn hefur næstum tvöfaldast frá 2010 en þá var auðvitað mikil lægð. Við höfum samt ekki enn náð sama umfangi og var fyrir hrun. Þessi vöxtur hefur skipt miklu máli fyrir verðmætasköpunina á síðustu árum.“ Hlutur framleiðslugreina hefur hins vegar farið minnkandi. „Við erum að sjá mikla breytingu þar. Það undirstrikar þessar efnahagssveiflur sem hafa mikil áhrif á starfsskilyrði fyrirtækja. Sveiflurnar draga úr uppbyggingu og fjárfestingum og þar með úr framleiðni. Við náum auðvitað betri framleiðni með auknum fjárfestingum og nýsköpun.“Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarinsÞá segir Sigurður að framleiðsluiðnaður líði fyrir háan innlendan framleiðslukostnað. „Launakostnaður hefur hækkað mikið og við búum við háa vexti, háa skatta á fyrirtæki og þá sértaklega tryggingargjaldið. Svo hefur samkeppnisforskotið í orkukostnaði verið að minnka.“ Hlutur hugverkaiðnaðar hefur haldist lítið breyttur undanfarin fimm ár. „Það er áhugavert að sjá að þessi iðnaður hefur nánast staðið í stað á sama tíma og krónan hefur styrkst verulega. Það fer mikill tími í hagræðingu hjá fyrirtækjum sem ætti að fara í þróunar-, sölu- og markaðsstörf.“ Vinna stendur nú yfir við mótun nýrrar nýsköpunarstefnu. „Við bindum vonir við þá vinnu og vonandi mun takast að láta allt kerfið gang í takt. Það má ekki gleyma því að hið opinbera ver heilmiklum fjármunum til nýsköpunar. Það er samt ljóst að það á að vera hægt að nýta þá fjármuni miklu betur.“ Hagsmunir allra að vel takist til Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins hafa fundað reglulega í aðdraganda kjarasamninga. Sem liður í þeirri vinnu var Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor fenginn til að vinna skýrslu um stöðu efnahagsmála sem kynnt var í síðustu viku. „Mér sýnist greining Gylfa staðfesta að það sé lítið sem ekkert að sækja til atvinnurekenda í komandi kjarasamningum. Hann bendir þó á að það sé hægt að jafna kjör ákveðinna hópa og dregur fram ýmsar leiðir til þess,“ segir Sigurður Hannesson. Sigurður segir að afkoma fyrirtækja hafi ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir sem segi sína sögu. „Það eru hagsmunir allra að vel takist til. Það sem er erfitt í þessu varðandi launaþróunina er samspil hækkana og styrkingar krónunnar. Laun mæld í erlendum gjaldmiðlum hafa hækkað ævintýralega mikið. Þetta samspil hefur reynst mjög erfitt og dregur verulega úr samkeppnishæfni fyrirtækja.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Skattar og tollar Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Hlutur iðnaðar í landsframleiðslunni nam með beinum hætti tæpum 23 prósentum á síðasta ári samkvæmt nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins. Nam verðmætasköpunin um 582 milljörðum króna. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri samtakanna, bendir á að hlutur þriggja megingreina iðnaðar hafi verið nokkurn veginn jafn stór. „Byggingariðnaðurinn hefur næstum tvöfaldast frá 2010 en þá var auðvitað mikil lægð. Við höfum samt ekki enn náð sama umfangi og var fyrir hrun. Þessi vöxtur hefur skipt miklu máli fyrir verðmætasköpunina á síðustu árum.“ Hlutur framleiðslugreina hefur hins vegar farið minnkandi. „Við erum að sjá mikla breytingu þar. Það undirstrikar þessar efnahagssveiflur sem hafa mikil áhrif á starfsskilyrði fyrirtækja. Sveiflurnar draga úr uppbyggingu og fjárfestingum og þar með úr framleiðni. Við náum auðvitað betri framleiðni með auknum fjárfestingum og nýsköpun.“Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarinsÞá segir Sigurður að framleiðsluiðnaður líði fyrir háan innlendan framleiðslukostnað. „Launakostnaður hefur hækkað mikið og við búum við háa vexti, háa skatta á fyrirtæki og þá sértaklega tryggingargjaldið. Svo hefur samkeppnisforskotið í orkukostnaði verið að minnka.“ Hlutur hugverkaiðnaðar hefur haldist lítið breyttur undanfarin fimm ár. „Það er áhugavert að sjá að þessi iðnaður hefur nánast staðið í stað á sama tíma og krónan hefur styrkst verulega. Það fer mikill tími í hagræðingu hjá fyrirtækjum sem ætti að fara í þróunar-, sölu- og markaðsstörf.“ Vinna stendur nú yfir við mótun nýrrar nýsköpunarstefnu. „Við bindum vonir við þá vinnu og vonandi mun takast að láta allt kerfið gang í takt. Það má ekki gleyma því að hið opinbera ver heilmiklum fjármunum til nýsköpunar. Það er samt ljóst að það á að vera hægt að nýta þá fjármuni miklu betur.“ Hagsmunir allra að vel takist til Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins hafa fundað reglulega í aðdraganda kjarasamninga. Sem liður í þeirri vinnu var Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor fenginn til að vinna skýrslu um stöðu efnahagsmála sem kynnt var í síðustu viku. „Mér sýnist greining Gylfa staðfesta að það sé lítið sem ekkert að sækja til atvinnurekenda í komandi kjarasamningum. Hann bendir þó á að það sé hægt að jafna kjör ákveðinna hópa og dregur fram ýmsar leiðir til þess,“ segir Sigurður Hannesson. Sigurður segir að afkoma fyrirtækja hafi ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir sem segi sína sögu. „Það eru hagsmunir allra að vel takist til. Það sem er erfitt í þessu varðandi launaþróunina er samspil hækkana og styrkingar krónunnar. Laun mæld í erlendum gjaldmiðlum hafa hækkað ævintýralega mikið. Þetta samspil hefur reynst mjög erfitt og dregur verulega úr samkeppnishæfni fyrirtækja.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Skattar og tollar Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira