Frelsi að koma út úr skápnum Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 10. ágúst 2018 08:00 Karen Ósk Magnúsdóttir segir að fordómarnir séu oft mestir hjá manni sjálfum og maður þurfi að finna hjá sér hugrekki til að yfirstíga þá. Hinsegin dagar ná hámarki á morgun með Gleðigöngunni sem endar með glæsilegum útitónleikum í Hljómskálagarðinum. Karen Ósk Magnúsdóttir, gjaldkeri Hinsegin daga, segir að undanfarnar vikur hafi verið mjög annasamar en ótrúlega skemmtilegar. „Formleg opnunarhátíð var haldin með pompi og prakt í Háskólabíói í gærkvöldi en yfir þrjátíu viðburðir hafa verið á dagskrá alla vikuna. Við vonumst til að sem flestir komi í Hljómskálagarðinn og njóti dagsins en ætlunin er að skapa svokallaða Pride Park stemningu. Fólk getur tekið með sér teppi, fengið sér að borða, dvalið í garðinum og hlustað á frábæra útitónleika þar sem meðal annars Páll Óskar mun koma fram ásamt fjölmörgum listamönnum,“ segir Karen glöð í bragði en þetta er í annað sinn sem Gleðigangan endar í Hljómskálagarðinum. Yfirskrift Hinsegin daga að þessu sinni er baráttugleði en um þessar mundir fagna Samtökin 78 fjörutíu ára afmæli. Samtökin 78 hafa um árabil barist fyrir bættum réttindum og samfélagsstöðu hins egin fólks og verið í fararbroddi í þeim efnum. Karen segist vera mjög þakklát því fólki sem ruddi brautina fyrir allt hinsegin fólk og vill einnig leggja sitt á vogarskálarnir í þeim efnum. „Ég vil gefa mitt til baka og vera fyrirmynd fyrir aðra, t.d. einhverja sem eru enn ekki tilbúnir til að koma út úr skápnum. Ég ákvað fljótlega eftir að ég kom út að vinna sem sjálfboðaliði á þessum vettvangi og þegar leitað var að manneskju í stjórn Hinsegin daga tók ég þeirri ábyrgð fagnandi. Þetta er mjög skemmtilegt og gefandi starf. Ég hef kynnst fjölda manns og vinn með algjörum snillingum. Það er frábært að vera innan um hinsegin fólk, fólkið sem ég tengi svo vel við,“ segir Karen brosandi.Karen vildi láta gott af sér leiða og vera fyrirmynd t.d. fyrir þá sem eru enn í skápnum og ekki tilbúnir til að koma útFréttablaðið/Sigtryggur AriFordómarnir mestir hjá manni sjálfum Tvö ár eru síðan Karen settist í stjórn Hinsegin daga en hún segir að um fjögur ár séu síðan hún ákvað að taka stóra skrefið og segja fjölskyldu sinni og vinum frá því að hún væri lesbía. „Ég kom út þegar ég var rúmlega þrítug. Ég var lengi inni í skápnum en ég vissi í þó nokkurn tíma að ég væri hinsegin áður ég var tilbúin að stíga skrefið og koma út. Undir lokin var það orðið mjög erfitt en þegar ég steig þetta skref fann ég fyrir ótrúlega miklu frelsi og mér leið í fyrsta skipti eins og ég gæti verið ég sjálf. Fordómarnir eru oft mestir hjá manni sjálfum og maður þarf að finna hjá sér hugrekki til að yfirstíga þá,“ segir Karen. „Mér fannst ég einhvern veginn hvergi passa inn og leið ekki nógu vel. Ég ákvað því að breyta lífi mínu hægt og rólega og meira í þá átt að vera ég sjálf. Ég sagði upp vinnunni, fór í framhaldsnám og síðan sem skiptinemi til útlanda en það var mjög lærdómsríkt.“ Karen segir að þetta hafi verið ákveðin kaflaskil í lífi hennar sem voru nauðsynleg fyrir hana. „Ég flutti til Svíþjóðar að hausti, kom heim um jólin og sagði foreldrum mínum að ég væri samkynhneigð. Hálfu ári seinna kom ég heim og korteri síðar kynntist ég unnustu minni, Sóleyju Kristjánsdóttir, en það er mitt stærsta gæfuspor til þessa. Ég fékk rosalega góð viðbrögð við því að koma út, miklu betri en ég var búin að ímynda mér. Pabbi opnaði meira að segja kampavín en þau mamma voru svo glöð fyrir mína hönd. Ég hafði aldrei átt kærasta og foreldrar mínir voru eðlilega komnir með smá áhyggjur af mér og fólki fannst dálítið skrítið að þrítug kona hefði aldrei verið með neinn upp á arminn. Einhverjir pældu örugglega í hvað væri í gangi og sumar vinkonur mínar grunaði að ég væri meira fyrir stelpur en stráka. Ég held samt að það hafi komið mörgum á óvart að ég væri lesbía en allir tóku því mjög vel,“ segir Karen.Karen segir það hafa verið mikið gæfuspor að kynnast unnustu sinni, Sóleyju.Fréttablaðið/sigtryggur ariDraumurinn var að vinna sem hönnuður hjá IKEA Þær Karen og Sóley búa saman í miðbænum og reka sitt eigið fyrirtæki, ásamt Sölva Kristjánssyni, bróður Sóleyjar. „Við erum með hönnunarstofu sem heitir Studio Portland. Við höfum sjálfbærni að leiðarljósi og kynntum fyrstu vörulínuna okkar á HönnunarMars í ár en hún er að hluta til úr endurunnu áli, þ.e. úr teljósum. Við erum með alls konar vörur í þróun og það eru spennandi tímar fram undan,“ segir Karen, sem er með BS-gráðu í rafmagnsverkfræði. Hún hlær þegar hún er spurð hvers vegna rafmagnsverkfræðingur hafi ákveðið að opna hönnunarstofu. „Frá því að ég var lítil hef ég haft brennandi áhuga á hönnun og draumurinn var að fá vinnu sem hönnuður hjá IKEA. Hins vegar fór það svo að ég lærði rafmagnsverkfræði og rétt fyrir hrun fór ég að vinna hjá stóru erlendu fyrirtæki og vann sem verkefnisstjóri yfir fjárfestingaverkefni í um sex ár. Það var ofboðslega góður skóli og bæði lærdómsríkt og gaman. Ég fór svo í mastersnám í rekstrarverkfræði og fann þá að mig langaði að breyta til. Eftir að við Sóley byrjuðum saman ákváðum við að láta slag standa og opna okkar eigið fyrirtæki með Sölva, en við erum öll með ólíkan bakgrunn og myndum því saman öflugt teymi. Það er ögrandi að vinna hjá sjálfum sér en gott að geta raðað verkefnum og vinnutíma eftir því sem hentar best. Ég get t.d. hliðrað til í vinnunni vegna Hinsegin daga en í fyrra vann ég á hefðbundnum skrifstofutíma og reyndi að vinna meðfram hátíðinni og satt að segja var það heldur mikið álag,“ segir Karen, en allt starf í sambandi við Hinsegin daga er unnið í sjálfboðaliðavinnu. „Við reiðum okkur á styrki og svo seljum við varning til að standa undir kostnaði. Hinsegin dagar eru borgarhátíð og Reykjavíkurborg er okkar stærsti styrktaraðili, sem við erum ákaflega þakklát fyrir,“ segir hún.Karen er einn þriggja eigenda Studio Portland. Hún segir það ögrandi en um leið gott að vinna hjá sjálfum sér, ekki síst þegar Hinsegin dagar standa yfir.Öflug ungliðahreyfing Karen hefur látið mannréttindi hinsegin fólks sig varða og m.a. beitt sér fyrir auknum réttindum samkynhneigðra foreldra. „Við Íslendingar erum því miður að dragast aftur úr öðrum löndum hvað varðar réttindi hinsegin fólks. Við höfum alla burði til að vera í fremstu röð og þetta minnir okkur á að baráttunni er aldrei lokið,“ segir hún og bætir við að til dæmis eigi réttindamál transfólks undir högg að sækja og að víða séu glufur í kerfinu sem þurfi að laga. Karen segist þó vera bjartsýn á framtíðina og nefnir að gaman sé að sjá hversu öflug ungliðahreyfing Samtakanna 78 sé. „Það er frábært að sjá allt þetta unga fólk sem er komið út og að það fái tækifæri til að blómstra á eigin forsendum. Stundum hugsa ég hvernig lífið væri ef ég hefði komið fyrr út, en hver og einn ákveður sína leið og ég er stolt af minni,“ segir hún að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hinsegin dagar ná hámarki á morgun með Gleðigöngunni sem endar með glæsilegum útitónleikum í Hljómskálagarðinum. Karen Ósk Magnúsdóttir, gjaldkeri Hinsegin daga, segir að undanfarnar vikur hafi verið mjög annasamar en ótrúlega skemmtilegar. „Formleg opnunarhátíð var haldin með pompi og prakt í Háskólabíói í gærkvöldi en yfir þrjátíu viðburðir hafa verið á dagskrá alla vikuna. Við vonumst til að sem flestir komi í Hljómskálagarðinn og njóti dagsins en ætlunin er að skapa svokallaða Pride Park stemningu. Fólk getur tekið með sér teppi, fengið sér að borða, dvalið í garðinum og hlustað á frábæra útitónleika þar sem meðal annars Páll Óskar mun koma fram ásamt fjölmörgum listamönnum,“ segir Karen glöð í bragði en þetta er í annað sinn sem Gleðigangan endar í Hljómskálagarðinum. Yfirskrift Hinsegin daga að þessu sinni er baráttugleði en um þessar mundir fagna Samtökin 78 fjörutíu ára afmæli. Samtökin 78 hafa um árabil barist fyrir bættum réttindum og samfélagsstöðu hins egin fólks og verið í fararbroddi í þeim efnum. Karen segist vera mjög þakklát því fólki sem ruddi brautina fyrir allt hinsegin fólk og vill einnig leggja sitt á vogarskálarnir í þeim efnum. „Ég vil gefa mitt til baka og vera fyrirmynd fyrir aðra, t.d. einhverja sem eru enn ekki tilbúnir til að koma út úr skápnum. Ég ákvað fljótlega eftir að ég kom út að vinna sem sjálfboðaliði á þessum vettvangi og þegar leitað var að manneskju í stjórn Hinsegin daga tók ég þeirri ábyrgð fagnandi. Þetta er mjög skemmtilegt og gefandi starf. Ég hef kynnst fjölda manns og vinn með algjörum snillingum. Það er frábært að vera innan um hinsegin fólk, fólkið sem ég tengi svo vel við,“ segir Karen brosandi.Karen vildi láta gott af sér leiða og vera fyrirmynd t.d. fyrir þá sem eru enn í skápnum og ekki tilbúnir til að koma útFréttablaðið/Sigtryggur AriFordómarnir mestir hjá manni sjálfum Tvö ár eru síðan Karen settist í stjórn Hinsegin daga en hún segir að um fjögur ár séu síðan hún ákvað að taka stóra skrefið og segja fjölskyldu sinni og vinum frá því að hún væri lesbía. „Ég kom út þegar ég var rúmlega þrítug. Ég var lengi inni í skápnum en ég vissi í þó nokkurn tíma að ég væri hinsegin áður ég var tilbúin að stíga skrefið og koma út. Undir lokin var það orðið mjög erfitt en þegar ég steig þetta skref fann ég fyrir ótrúlega miklu frelsi og mér leið í fyrsta skipti eins og ég gæti verið ég sjálf. Fordómarnir eru oft mestir hjá manni sjálfum og maður þarf að finna hjá sér hugrekki til að yfirstíga þá,“ segir Karen. „Mér fannst ég einhvern veginn hvergi passa inn og leið ekki nógu vel. Ég ákvað því að breyta lífi mínu hægt og rólega og meira í þá átt að vera ég sjálf. Ég sagði upp vinnunni, fór í framhaldsnám og síðan sem skiptinemi til útlanda en það var mjög lærdómsríkt.“ Karen segir að þetta hafi verið ákveðin kaflaskil í lífi hennar sem voru nauðsynleg fyrir hana. „Ég flutti til Svíþjóðar að hausti, kom heim um jólin og sagði foreldrum mínum að ég væri samkynhneigð. Hálfu ári seinna kom ég heim og korteri síðar kynntist ég unnustu minni, Sóleyju Kristjánsdóttir, en það er mitt stærsta gæfuspor til þessa. Ég fékk rosalega góð viðbrögð við því að koma út, miklu betri en ég var búin að ímynda mér. Pabbi opnaði meira að segja kampavín en þau mamma voru svo glöð fyrir mína hönd. Ég hafði aldrei átt kærasta og foreldrar mínir voru eðlilega komnir með smá áhyggjur af mér og fólki fannst dálítið skrítið að þrítug kona hefði aldrei verið með neinn upp á arminn. Einhverjir pældu örugglega í hvað væri í gangi og sumar vinkonur mínar grunaði að ég væri meira fyrir stelpur en stráka. Ég held samt að það hafi komið mörgum á óvart að ég væri lesbía en allir tóku því mjög vel,“ segir Karen.Karen segir það hafa verið mikið gæfuspor að kynnast unnustu sinni, Sóleyju.Fréttablaðið/sigtryggur ariDraumurinn var að vinna sem hönnuður hjá IKEA Þær Karen og Sóley búa saman í miðbænum og reka sitt eigið fyrirtæki, ásamt Sölva Kristjánssyni, bróður Sóleyjar. „Við erum með hönnunarstofu sem heitir Studio Portland. Við höfum sjálfbærni að leiðarljósi og kynntum fyrstu vörulínuna okkar á HönnunarMars í ár en hún er að hluta til úr endurunnu áli, þ.e. úr teljósum. Við erum með alls konar vörur í þróun og það eru spennandi tímar fram undan,“ segir Karen, sem er með BS-gráðu í rafmagnsverkfræði. Hún hlær þegar hún er spurð hvers vegna rafmagnsverkfræðingur hafi ákveðið að opna hönnunarstofu. „Frá því að ég var lítil hef ég haft brennandi áhuga á hönnun og draumurinn var að fá vinnu sem hönnuður hjá IKEA. Hins vegar fór það svo að ég lærði rafmagnsverkfræði og rétt fyrir hrun fór ég að vinna hjá stóru erlendu fyrirtæki og vann sem verkefnisstjóri yfir fjárfestingaverkefni í um sex ár. Það var ofboðslega góður skóli og bæði lærdómsríkt og gaman. Ég fór svo í mastersnám í rekstrarverkfræði og fann þá að mig langaði að breyta til. Eftir að við Sóley byrjuðum saman ákváðum við að láta slag standa og opna okkar eigið fyrirtæki með Sölva, en við erum öll með ólíkan bakgrunn og myndum því saman öflugt teymi. Það er ögrandi að vinna hjá sjálfum sér en gott að geta raðað verkefnum og vinnutíma eftir því sem hentar best. Ég get t.d. hliðrað til í vinnunni vegna Hinsegin daga en í fyrra vann ég á hefðbundnum skrifstofutíma og reyndi að vinna meðfram hátíðinni og satt að segja var það heldur mikið álag,“ segir Karen, en allt starf í sambandi við Hinsegin daga er unnið í sjálfboðaliðavinnu. „Við reiðum okkur á styrki og svo seljum við varning til að standa undir kostnaði. Hinsegin dagar eru borgarhátíð og Reykjavíkurborg er okkar stærsti styrktaraðili, sem við erum ákaflega þakklát fyrir,“ segir hún.Karen er einn þriggja eigenda Studio Portland. Hún segir það ögrandi en um leið gott að vinna hjá sjálfum sér, ekki síst þegar Hinsegin dagar standa yfir.Öflug ungliðahreyfing Karen hefur látið mannréttindi hinsegin fólks sig varða og m.a. beitt sér fyrir auknum réttindum samkynhneigðra foreldra. „Við Íslendingar erum því miður að dragast aftur úr öðrum löndum hvað varðar réttindi hinsegin fólks. Við höfum alla burði til að vera í fremstu röð og þetta minnir okkur á að baráttunni er aldrei lokið,“ segir hún og bætir við að til dæmis eigi réttindamál transfólks undir högg að sækja og að víða séu glufur í kerfinu sem þurfi að laga. Karen segist þó vera bjartsýn á framtíðina og nefnir að gaman sé að sjá hversu öflug ungliðahreyfing Samtakanna 78 sé. „Það er frábært að sjá allt þetta unga fólk sem er komið út og að það fái tækifæri til að blómstra á eigin forsendum. Stundum hugsa ég hvernig lífið væri ef ég hefði komið fyrr út, en hver og einn ákveður sína leið og ég er stolt af minni,“ segir hún að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira