Tíkin Irma tók að sér kettling eftir að hafa misst sjö hvolpa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. ágúst 2018 19:15 Það fer einstaklega vel á með Irmu og kettlingnum eftir að Irma ákvað að gerast fósturmóðir hans. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson „Allt er gott sem endar vel“ er málsháttur sem á sérstaklega vel við tíkina Irmu á Selfossi þessa dagana. Ástæðan er sú að hún gaut nýlega sjö hvolpum sem fæddust allir andvana. Irma var ómöguleg eftir það en þá brá eigandinn á það ráð að setja nýfæddan kettling undir hana sem sígur hana og nýtur lífsins með nýju fóstur mömmu sinni. Í einu af húsunum í Bakkatjörn á Selfossi býr Jóhanna Íris Hjaltadóttir og fjölskylda hennar. Á heimilinu eru hundar og kettir, m.a. tíkin Irma þriggja ára. Mikil tilhlökkun hefur verið á heimilinu að fá hvolpa undan Irmu en hún gaut þeim fyrir viku síðan. „Mér fannst þetta ganga hálf hægt hjá henni þannig að ég fór með hana á dýraspítala í bænum og þá kemur í ljós að hún er of þröng og getur því ekki gotið sjálf, það þurfti því að taka hvolpana með keisara. Það komu sjö hvolpar en af einhverjum ástæðum lifði enginn af.Jóhanna Íris Hjaltadóttir ásamt Irmu og litla kettlingnum.Vísir/magnús hlynurÞeir voru allir lifandi þegar hún fór í aðgerðina og þegar við fengum þá í hendurnar en við fengum þá aldrei til að byrja að anda,“ segir Jóhanna Íris. Þá voru góð ráð dýr, engir hvolpar og Irma vældi allan daginn yfir stöðu sinni. Jóhanna Íris brá þá á það ráð að fá tveggja vikna kettling og setja undir Irmu, það varð ást við fyrstu sýn. „Þó það sé ofboðslega sorglegt að missa sjö hvolpa þá er allt gott sem endar vel. Tíkin er orðin sjálfum sér lík og búin að taka gleði sína yfir þessu öllu“, bætir Jóhanna Íris við og segir mikinn kærleik á milli kettlingsins og tíkarinnar. „Já, já, algjörlega, hann eltir hana út um allt og hún passar hann ofboðslega vel með því að þrífa hann og þau kúra mikið saman. Hún er alveg ómöguleg ef kettlingurinn er frammi þegar við förum að sofa, hún vill hafa okkur öll inn í herbergi saman.“ Kettlingurinn sýgur spenana á Irmu og fær mjólk þaðan en til að bæta á hann þá gefur Jóhanna Íris honum stundum líka úr pela. Dýr Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Allt er gott sem endar vel“ er málsháttur sem á sérstaklega vel við tíkina Irmu á Selfossi þessa dagana. Ástæðan er sú að hún gaut nýlega sjö hvolpum sem fæddust allir andvana. Irma var ómöguleg eftir það en þá brá eigandinn á það ráð að setja nýfæddan kettling undir hana sem sígur hana og nýtur lífsins með nýju fóstur mömmu sinni. Í einu af húsunum í Bakkatjörn á Selfossi býr Jóhanna Íris Hjaltadóttir og fjölskylda hennar. Á heimilinu eru hundar og kettir, m.a. tíkin Irma þriggja ára. Mikil tilhlökkun hefur verið á heimilinu að fá hvolpa undan Irmu en hún gaut þeim fyrir viku síðan. „Mér fannst þetta ganga hálf hægt hjá henni þannig að ég fór með hana á dýraspítala í bænum og þá kemur í ljós að hún er of þröng og getur því ekki gotið sjálf, það þurfti því að taka hvolpana með keisara. Það komu sjö hvolpar en af einhverjum ástæðum lifði enginn af.Jóhanna Íris Hjaltadóttir ásamt Irmu og litla kettlingnum.Vísir/magnús hlynurÞeir voru allir lifandi þegar hún fór í aðgerðina og þegar við fengum þá í hendurnar en við fengum þá aldrei til að byrja að anda,“ segir Jóhanna Íris. Þá voru góð ráð dýr, engir hvolpar og Irma vældi allan daginn yfir stöðu sinni. Jóhanna Íris brá þá á það ráð að fá tveggja vikna kettling og setja undir Irmu, það varð ást við fyrstu sýn. „Þó það sé ofboðslega sorglegt að missa sjö hvolpa þá er allt gott sem endar vel. Tíkin er orðin sjálfum sér lík og búin að taka gleði sína yfir þessu öllu“, bætir Jóhanna Íris við og segir mikinn kærleik á milli kettlingsins og tíkarinnar. „Já, já, algjörlega, hann eltir hana út um allt og hún passar hann ofboðslega vel með því að þrífa hann og þau kúra mikið saman. Hún er alveg ómöguleg ef kettlingurinn er frammi þegar við förum að sofa, hún vill hafa okkur öll inn í herbergi saman.“ Kettlingurinn sýgur spenana á Irmu og fær mjólk þaðan en til að bæta á hann þá gefur Jóhanna Íris honum stundum líka úr pela.
Dýr Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira