Lítið breytt útgáfa af villandi auglýsingu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. ágúst 2018 06:00 Hluti auglýsingarinnar sem birtist á síðu 3 í Fréttablaðinu síðastliðinn fimmtudag. Fullyrðingin "50% rafdrifinn“ var úrskurðuð villandi af Neytendastofu í júní. Skjáskot Toyota á Íslandi fullyrðir í nýrri auglýsingu að Hybrid-bifreiðar framleiðandans séu fimmtíu prósent rafdrifnar. Auglýsingin er lítið breytt frá fyrri auglýsingu fyrir sömu bíltegund en Neytendastofa bannaði frekari notkun þeirra þar sem þær þóttu villandi. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna vonast til þess að Neytendastofa bregðist hratt við og ákveði hvort framsetningin nú sé fullnægjandi. Hybrid-bifreiðar Toyota eru þannig úr garði gerðar að þær brenna jarðefnaeldsneyti til að búa til rafmagn sem hægt er að nýta til að drífa bílinn áfram. Ekki er hægt að stinga bifreiðunum í hleðslu. Í febrúar barst Neytendastofu kvörtun vegna auglýsinga fyrirtækisins um slíka bíla þar sem fullyrt var að þeir væru fimmtíu prósent rafdrifnir. Í ákvörðun Neytendastofu dagsettri í júní segir að fullyrðingu Toyota fylgi engar skýringar og þá komi í auglýsingunni ekki fram neinar forsendur fyrir rannsóknunum þar að baki. Frekari skýringar komu fram á heimasíðu fyrirtækisins en auglýsingin var metin villandi engu að síður þar sem hún þótti margræð. Fyrirtækinu var bannað að birta auglýsinguna af þeim sökum. Svipuð auglýsing hefur birst að undanförnu. Fullyrðingin „50% rafdrifinn“ er nú stjörnumerkt en neðst í auglýsingunni er útskýrt að fullyrðingin byggi á „opinberum mælingum DRIVECO, CARe og ENEA á aksturstíma Hybrid-bíla í blönduðum akstri, án aðkomu bensínvélar“. Vísað er á heimasíðu Toyota á Íslandi til frekari skýringar.Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna.„Fyrir mér er þetta svolítið eins og fullyrðingin um léttöl í bjórauglýsingum,“ segir Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Brynhildur segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem auglýsing sé úrskurðuð villandi. Vandamálið sé hins vegar að auglýsingaherferð sé oft löngu búin þegar niðurstaða liggur fyrir hjá Neytendastofu. Þá séu viðurlögin séu oft lítil sem engin og hvata skorti til að fara eftir lögum. „Mér finnst svolítið gróft að fyrirtækið haldi áfram með þessum hætti. Það er mikilvægt að Neytendastofa skoði hvort þessi neðanmálsgrein, sem bætt var við auglýsinguna, sé fullnægjandi og hvort framsetningin sé enn villandi fyrir hinn almenna neytanda,“ segir Brynhildur. „Við höfum ekki enn fengið ábendingu um þessa tilteknu útgáfu af auglýsingunni,“ segir Tryggvi Axelsson forstjóri Neytendastofu. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Neytendur Tengdar fréttir Villandi fullyrðingar Toyota Neytendastofa telur fullyrðingar Toyota, um að Hybrid bifreiðar fyrirtækisins séu 50% rafdrifnar, vera villandi. 2. júlí 2018 11:17 Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Sjá meira
Toyota á Íslandi fullyrðir í nýrri auglýsingu að Hybrid-bifreiðar framleiðandans séu fimmtíu prósent rafdrifnar. Auglýsingin er lítið breytt frá fyrri auglýsingu fyrir sömu bíltegund en Neytendastofa bannaði frekari notkun þeirra þar sem þær þóttu villandi. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna vonast til þess að Neytendastofa bregðist hratt við og ákveði hvort framsetningin nú sé fullnægjandi. Hybrid-bifreiðar Toyota eru þannig úr garði gerðar að þær brenna jarðefnaeldsneyti til að búa til rafmagn sem hægt er að nýta til að drífa bílinn áfram. Ekki er hægt að stinga bifreiðunum í hleðslu. Í febrúar barst Neytendastofu kvörtun vegna auglýsinga fyrirtækisins um slíka bíla þar sem fullyrt var að þeir væru fimmtíu prósent rafdrifnir. Í ákvörðun Neytendastofu dagsettri í júní segir að fullyrðingu Toyota fylgi engar skýringar og þá komi í auglýsingunni ekki fram neinar forsendur fyrir rannsóknunum þar að baki. Frekari skýringar komu fram á heimasíðu fyrirtækisins en auglýsingin var metin villandi engu að síður þar sem hún þótti margræð. Fyrirtækinu var bannað að birta auglýsinguna af þeim sökum. Svipuð auglýsing hefur birst að undanförnu. Fullyrðingin „50% rafdrifinn“ er nú stjörnumerkt en neðst í auglýsingunni er útskýrt að fullyrðingin byggi á „opinberum mælingum DRIVECO, CARe og ENEA á aksturstíma Hybrid-bíla í blönduðum akstri, án aðkomu bensínvélar“. Vísað er á heimasíðu Toyota á Íslandi til frekari skýringar.Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna.„Fyrir mér er þetta svolítið eins og fullyrðingin um léttöl í bjórauglýsingum,“ segir Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Brynhildur segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem auglýsing sé úrskurðuð villandi. Vandamálið sé hins vegar að auglýsingaherferð sé oft löngu búin þegar niðurstaða liggur fyrir hjá Neytendastofu. Þá séu viðurlögin séu oft lítil sem engin og hvata skorti til að fara eftir lögum. „Mér finnst svolítið gróft að fyrirtækið haldi áfram með þessum hætti. Það er mikilvægt að Neytendastofa skoði hvort þessi neðanmálsgrein, sem bætt var við auglýsinguna, sé fullnægjandi og hvort framsetningin sé enn villandi fyrir hinn almenna neytanda,“ segir Brynhildur. „Við höfum ekki enn fengið ábendingu um þessa tilteknu útgáfu af auglýsingunni,“ segir Tryggvi Axelsson forstjóri Neytendastofu.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Neytendur Tengdar fréttir Villandi fullyrðingar Toyota Neytendastofa telur fullyrðingar Toyota, um að Hybrid bifreiðar fyrirtækisins séu 50% rafdrifnar, vera villandi. 2. júlí 2018 11:17 Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Sjá meira
Villandi fullyrðingar Toyota Neytendastofa telur fullyrðingar Toyota, um að Hybrid bifreiðar fyrirtækisins séu 50% rafdrifnar, vera villandi. 2. júlí 2018 11:17