Mikil spenna Indycar-aðdáenda fyrir tilkynningu Alonso Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2018 09:20 Alonso keppti fyrir Andretti Autosport-liðið í Indy 500-kappakstrinum í fyrra. Rætt hefur verið um möguleikann á að Andretti og McLaren fari í samstarf á næsta ári eða árið 2020. Vísir/EPA Fernando Alonso, spænski fyrrverandi heimsmeistarinn í Formúlu 1, kynti undir orðrómum um að hann gæti sagt skilið við formúluna og reynt fyrir sér í Indycar-kappakstrinum vestanhafs með dularfullu tísti um helgina. Í því minnti hann á tilkynningu sem hann ætlar að senda frá sér í dag. Vangaveltur um að Alonso gæti freistað gæfunnar vestanhafs og að McLaren-liðið ætli að sér að stofna lið í Indycar hafa grasserað í sumar. Orðrómar um það fengu byr undir báða vængi þegar Alonso vann Le Mans-þolaksturinn í sumar. Eftir hann þarf hann að sigra í Indianapolis-kappakstrinum til þess að ná eftirsóttu „þreföldu kórónu“ akstursíþrótta: sigri í Monaco, Indianapolis og í Le Mans. Alonso hefur hins vegar ekki ekkert gefið upp um hvað hann ætli sér að gera, aðeins að hann gæti tekið af skorun í þessum mánuði. Því hefur verið mikil eftirvænting fyrir fyrirhugaða tilkynningu sem Alonso ætlar að senda frá sér í dag. Hann kynti hressilega undir spennunni með tísti um helgina. Í því stóð aðeins dagsetningin 14. ágúst ásamt myndbandi af niðurtalningu. Ekkert liggur fyrir um hvað spænski ökuþórinn ætlar að sér að tilkynna en tísti hefur vakið miklar vonir á meðal aðdáenda Indycar um að hann ætli sér að keppa þar. Alonso tók sér leyfi frá Monaco-kappakstrinum í fyrra til að keppa í Indianapolis. Þar blandaði hann sér í baráttu efstu manna lengi framan af þar til Honda-vélin í bíl hans gaf sig.14-08 pic.twitter.com/ojiXsM0NwI— Fernando Alonso (@alo_oficial) August 11, 2018 Formúla Tengdar fréttir Fernando Alonso kominn með annað augað vestur um haf Spænski heimsmeistarinn útilokar ekki að snúa sér alfarið að Indycar-mótaröðinni á næsta ári í leit sinni að sigri á Indy 500. 24. júní 2018 10:42 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Fernando Alonso, spænski fyrrverandi heimsmeistarinn í Formúlu 1, kynti undir orðrómum um að hann gæti sagt skilið við formúluna og reynt fyrir sér í Indycar-kappakstrinum vestanhafs með dularfullu tísti um helgina. Í því minnti hann á tilkynningu sem hann ætlar að senda frá sér í dag. Vangaveltur um að Alonso gæti freistað gæfunnar vestanhafs og að McLaren-liðið ætli að sér að stofna lið í Indycar hafa grasserað í sumar. Orðrómar um það fengu byr undir báða vængi þegar Alonso vann Le Mans-þolaksturinn í sumar. Eftir hann þarf hann að sigra í Indianapolis-kappakstrinum til þess að ná eftirsóttu „þreföldu kórónu“ akstursíþrótta: sigri í Monaco, Indianapolis og í Le Mans. Alonso hefur hins vegar ekki ekkert gefið upp um hvað hann ætli sér að gera, aðeins að hann gæti tekið af skorun í þessum mánuði. Því hefur verið mikil eftirvænting fyrir fyrirhugaða tilkynningu sem Alonso ætlar að senda frá sér í dag. Hann kynti hressilega undir spennunni með tísti um helgina. Í því stóð aðeins dagsetningin 14. ágúst ásamt myndbandi af niðurtalningu. Ekkert liggur fyrir um hvað spænski ökuþórinn ætlar að sér að tilkynna en tísti hefur vakið miklar vonir á meðal aðdáenda Indycar um að hann ætli sér að keppa þar. Alonso tók sér leyfi frá Monaco-kappakstrinum í fyrra til að keppa í Indianapolis. Þar blandaði hann sér í baráttu efstu manna lengi framan af þar til Honda-vélin í bíl hans gaf sig.14-08 pic.twitter.com/ojiXsM0NwI— Fernando Alonso (@alo_oficial) August 11, 2018
Formúla Tengdar fréttir Fernando Alonso kominn með annað augað vestur um haf Spænski heimsmeistarinn útilokar ekki að snúa sér alfarið að Indycar-mótaröðinni á næsta ári í leit sinni að sigri á Indy 500. 24. júní 2018 10:42 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Fernando Alonso kominn með annað augað vestur um haf Spænski heimsmeistarinn útilokar ekki að snúa sér alfarið að Indycar-mótaröðinni á næsta ári í leit sinni að sigri á Indy 500. 24. júní 2018 10:42
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti