Erlent

Árásarmaðurinn í Westminster nafngreindur

Samúel Karl Ólason skrifar
Khater var ekki kunnur yfirvöldum í Bretlandi fyrir gærdaginn.
Khater var ekki kunnur yfirvöldum í Bretlandi fyrir gærdaginn. Vísir/AP
Fjölmiðlar í Bretlandi hafa nafngreint manninn sem grunaður er um að hafa framið hryðjuverkaárás í London í gærmorgun. Hann er sagður heita Salih Khater. Hann er 29 ára breskur ríkisborgari og er upprunalega frá Súdan. Þrír slösuðust þegar hann ók bíl sínum á þá áður en hann keyrði á öryggishlið við þinghúsið, Westminster, í London.

Samkvæmt heimildum BBC var Khater ekki kunnur yfirvöldum í Bretlandi fyrir gærdaginn.



Sky segir Khater vera frá Birmingham og að hann hafi starfað sem verslunarstjóri. Húsleitir hafa verið framkvæmdar í Birmingham og í Newcastle vegna rannsóknar málsins. Lögreglan segir Khater ekki vera samvinnuþýðan.

Hann hafði keyrt til London kvöldið áður og kom þangað skömmu eftir miðnætti. Hann framkvæmdi árásina rúmlega hálf átta í gærmorgun, að staðartíma, en þá hafði hann keyrt um svæðið í kringum Westminster í um 90 mínútur.

Enginn annar en Khater var í bílnum og engin vopn fundust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×