Umfjöllun og viðtöl: Valur - Sheriff 2-1 │Sigur dugði ekki til að komast áfram Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Origo vellinum skrifar 16. ágúst 2018 21:30 Frá leiknum í kvöld. vísir/daníel Valsmenn eru úr leik í forkeppni Evrópudeildar UEFA þrátt fyrir2-1 sigur á Sheriff frá Moldóvu á heimavelli sínum í kvöld. Gestirnir fóru áfram á marki skoruðu á útivelli eftir hádramatískar lokamínútur. Fyrri leikur liðanna í Moldóvu endaði 0-1 fyrir Sheriff þar sem heimamenn skoruðu markið á lokamínútunum. Það var því ljóst að Valur þurfti að sækja sigur. Valsmenn voru mun kröftugri strax frá fyrstu mínútu. Þeir voru ógnandi í sínum sóknaraðgerðum og gestirnir áttu vart tilraun að marki í fyrri hálfleik. Patrick Pedersen komst í fyrsta dauðafæri leiksins á 20. mínútu en skot hans úr teignum fór hárfínt yfir. Fyrsta markið kom undir lok fyrri hálfleiks. Valsmenn fengu aukaspyrnu rétt fyrir utan teiginn. Kristinn Freyr Sigurðsson tók spyrnuna, sendi boltann á fjærstöngina þar sem fyrirliðinn Haukur Páll Sigurðsson var mættur. Hann skallaði föstum bolta í átt að marki, Serghei Pascenco náði að koma höndum í boltann en skallinn var of fastur og fór í netið. Sanngjörn forysta Vals í hálfleik. Gestirnir gerðu tvöfalda breytingu í hálfleik og lifnaði aðeins á liðnu við það. Þeir urðu hættulegri fram á við og allt í einu var kominn hætta á að Valsmenn gætu tapað leiknum, eitthvað sem hafði alls ekki virst líklegt í fyrri hálfleik.Hörð barátta í leiknum í kvöld.vísir/gettyÁ 68. mínútu er eitthvað einbeitingarleysi í vörn Vals. Ziguy Badibanga, maðurinn sem skoraði sigurmarkið í fyrri leiknum, fékk allan þann tíma sem hann þurfti til þess að munda skotfótinn við vítateigslínuna og smyrja boltanum í netið. Staðan orðin jöfn og ljóst að Valur þurfti að skora tvö mörk til þess að fara áfram. Valsmenn héldu áfram að reyna að sækja en alltaf virtist vanta herslumuninn. Rétt eftir að klukkan sló 90 mínútur skoraði varamaðurinn Kristinn Ingi Halldórsson eftir klafs í teignum upp úr hornspyrnu. Augnablikin sem á eftir fylgdu voru rosaleg. Valsmenn pressuðu ákaft og uppskáru svo sannarlega. Þeir áttu einhver tvö, þrjú skot í markrammann og Eiður Aron Sigurbjörnsson átti skot sem var bjargað á línu. Boltinn vildi ekki inn. Dómarinn flautaði leikinn af og Valsmenn eru úr leik. Valsmenn gráta útivallarmarkaregluna í kvöld. Þeir áttu skilið að fara áfram eftir þennan leik. Þeir voru betri aðilinn í leiknum, þrátt fyrir að gestirnir hafi átt sprækan kafla í upphafi seinni hálfleiks. Augnabliks einbeitingarleysi reyndist dýrkeypt. Lexían er þó frekar að nýta færin betur, þó alltaf megi læra af varnarmistökum. Valsmenn áttu svo margar uppbyggilegar sóknir sem rétt vantaði upp á endahnútinn og þó nokkur færi sem þeir hefðu átt að nýta betur. Evrópuævintýrið úti þetta sumarið en Valsmenn geta gengið sáttir frá borði eftir frammistöðuna í kvöld.Patrick kemur sér í færi á Origo-vellinum í kvöld.vísir/daníelBjössi Hreiðars: Föllum út á þessu ömurlega útivallarmarki „Við erum súrir. Þetta er agalegt. Hvað fáum við, þrjú dauðafæri til að gera út um þetta? Ég er fyrst og fremst svekktur fyrir hönd strákanna,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, inntur eftir fyrstu viðbrögðum eftir leikinn. „Þetta var aðeins kaflaskipt. Þegar við komumst yfir 2-1 þá höfðum við bullandi trú á að við gætum náð einu inn. Fyrst og fremst súrir yfir að hafa dottið út því við ætluðum okkur áfram í þessu, það er alveg á hreinu.“ Valsmenn mega vera svekktir en þeir geta þó ekki kvartað yfir frammistöðu liðsins í kvöld. „Þetta er mjög fínt lið, þetta Sheriff lið, og þeir refsa bara ef maður fer út úr skipulaginu eða eitthvað slíkt eins og sást í seinni hálfeik þegar þeir náðu ágætis köflum. En ég er stoltur af strákunum. Þeir hlupu úr sér lungun og við náðum upp þrusu spilköflum og þrusu færum í þessum leik.“ „Við hefðum getað skorað fleiri mörk en þessi tvö, það er alveg klárt. Það situr aðeins eftir hvað við vorum nálægt því. Við vorum með þetta.“ „En við hefðum getað komið í veg fyrir markið, þeir fengu boltann á auðum sjó þar sem maður vill helst ekki að nokkur maður sé laus, svo það var klaufalegt hjá okkur. En heilt yfir fannst mér liðið spila mjög vel.“ „Við unnum náttúrlega leikinn en föllum út á þessu ömurlega útivallarmarki,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson.Valsmenn fagna marki sínu í kvöld.vísir/daníelHaukur Páll: Á næsta ári, þá förum við í riðlakeppnina „Þetta er ömurlegt,“ sagði fyrirliði Vals, Haukur Páll Sigurðsson, eftir leikinn. „Við lögðum svo mikið í þetta. Þetta er gott fótboltalið sem við spiluðum við. Skítamark sem við fáum á okkur, ég er svekktur, mjög svekktur.“ Hvað fór úrskeiðis í markinu sem gestirnir skora? „Uppleggið okkar var að spila út úr markspyrnum og losa fyrstu pressuna hjá þeim. Við gerðum það en svo var liðið of slitið. Langur bolti fram, þeir vinna fyrsta boltann og hann dettur dauður. Það er ekki hægt að kenna neinum um þetta, við tökum þessu sem lið og höldum áfram.“ „Mjög góð frammistaða en svo fúlt. Fáum algjört dauðafæri til að koma þessu í 3-1 og þetta er bara ógeðslega svekkjandi. Hefði verið gaman að fara eina umferð í viðbót en það er bara á næsta ári, þá förum við í riðlakeppnina,“ sagði Haukur Páll Sigurðsson. Evrópudeild UEFA
Valsmenn eru úr leik í forkeppni Evrópudeildar UEFA þrátt fyrir2-1 sigur á Sheriff frá Moldóvu á heimavelli sínum í kvöld. Gestirnir fóru áfram á marki skoruðu á útivelli eftir hádramatískar lokamínútur. Fyrri leikur liðanna í Moldóvu endaði 0-1 fyrir Sheriff þar sem heimamenn skoruðu markið á lokamínútunum. Það var því ljóst að Valur þurfti að sækja sigur. Valsmenn voru mun kröftugri strax frá fyrstu mínútu. Þeir voru ógnandi í sínum sóknaraðgerðum og gestirnir áttu vart tilraun að marki í fyrri hálfleik. Patrick Pedersen komst í fyrsta dauðafæri leiksins á 20. mínútu en skot hans úr teignum fór hárfínt yfir. Fyrsta markið kom undir lok fyrri hálfleiks. Valsmenn fengu aukaspyrnu rétt fyrir utan teiginn. Kristinn Freyr Sigurðsson tók spyrnuna, sendi boltann á fjærstöngina þar sem fyrirliðinn Haukur Páll Sigurðsson var mættur. Hann skallaði föstum bolta í átt að marki, Serghei Pascenco náði að koma höndum í boltann en skallinn var of fastur og fór í netið. Sanngjörn forysta Vals í hálfleik. Gestirnir gerðu tvöfalda breytingu í hálfleik og lifnaði aðeins á liðnu við það. Þeir urðu hættulegri fram á við og allt í einu var kominn hætta á að Valsmenn gætu tapað leiknum, eitthvað sem hafði alls ekki virst líklegt í fyrri hálfleik.Hörð barátta í leiknum í kvöld.vísir/gettyÁ 68. mínútu er eitthvað einbeitingarleysi í vörn Vals. Ziguy Badibanga, maðurinn sem skoraði sigurmarkið í fyrri leiknum, fékk allan þann tíma sem hann þurfti til þess að munda skotfótinn við vítateigslínuna og smyrja boltanum í netið. Staðan orðin jöfn og ljóst að Valur þurfti að skora tvö mörk til þess að fara áfram. Valsmenn héldu áfram að reyna að sækja en alltaf virtist vanta herslumuninn. Rétt eftir að klukkan sló 90 mínútur skoraði varamaðurinn Kristinn Ingi Halldórsson eftir klafs í teignum upp úr hornspyrnu. Augnablikin sem á eftir fylgdu voru rosaleg. Valsmenn pressuðu ákaft og uppskáru svo sannarlega. Þeir áttu einhver tvö, þrjú skot í markrammann og Eiður Aron Sigurbjörnsson átti skot sem var bjargað á línu. Boltinn vildi ekki inn. Dómarinn flautaði leikinn af og Valsmenn eru úr leik. Valsmenn gráta útivallarmarkaregluna í kvöld. Þeir áttu skilið að fara áfram eftir þennan leik. Þeir voru betri aðilinn í leiknum, þrátt fyrir að gestirnir hafi átt sprækan kafla í upphafi seinni hálfleiks. Augnabliks einbeitingarleysi reyndist dýrkeypt. Lexían er þó frekar að nýta færin betur, þó alltaf megi læra af varnarmistökum. Valsmenn áttu svo margar uppbyggilegar sóknir sem rétt vantaði upp á endahnútinn og þó nokkur færi sem þeir hefðu átt að nýta betur. Evrópuævintýrið úti þetta sumarið en Valsmenn geta gengið sáttir frá borði eftir frammistöðuna í kvöld.Patrick kemur sér í færi á Origo-vellinum í kvöld.vísir/daníelBjössi Hreiðars: Föllum út á þessu ömurlega útivallarmarki „Við erum súrir. Þetta er agalegt. Hvað fáum við, þrjú dauðafæri til að gera út um þetta? Ég er fyrst og fremst svekktur fyrir hönd strákanna,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, inntur eftir fyrstu viðbrögðum eftir leikinn. „Þetta var aðeins kaflaskipt. Þegar við komumst yfir 2-1 þá höfðum við bullandi trú á að við gætum náð einu inn. Fyrst og fremst súrir yfir að hafa dottið út því við ætluðum okkur áfram í þessu, það er alveg á hreinu.“ Valsmenn mega vera svekktir en þeir geta þó ekki kvartað yfir frammistöðu liðsins í kvöld. „Þetta er mjög fínt lið, þetta Sheriff lið, og þeir refsa bara ef maður fer út úr skipulaginu eða eitthvað slíkt eins og sást í seinni hálfeik þegar þeir náðu ágætis köflum. En ég er stoltur af strákunum. Þeir hlupu úr sér lungun og við náðum upp þrusu spilköflum og þrusu færum í þessum leik.“ „Við hefðum getað skorað fleiri mörk en þessi tvö, það er alveg klárt. Það situr aðeins eftir hvað við vorum nálægt því. Við vorum með þetta.“ „En við hefðum getað komið í veg fyrir markið, þeir fengu boltann á auðum sjó þar sem maður vill helst ekki að nokkur maður sé laus, svo það var klaufalegt hjá okkur. En heilt yfir fannst mér liðið spila mjög vel.“ „Við unnum náttúrlega leikinn en föllum út á þessu ömurlega útivallarmarki,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson.Valsmenn fagna marki sínu í kvöld.vísir/daníelHaukur Páll: Á næsta ári, þá förum við í riðlakeppnina „Þetta er ömurlegt,“ sagði fyrirliði Vals, Haukur Páll Sigurðsson, eftir leikinn. „Við lögðum svo mikið í þetta. Þetta er gott fótboltalið sem við spiluðum við. Skítamark sem við fáum á okkur, ég er svekktur, mjög svekktur.“ Hvað fór úrskeiðis í markinu sem gestirnir skora? „Uppleggið okkar var að spila út úr markspyrnum og losa fyrstu pressuna hjá þeim. Við gerðum það en svo var liðið of slitið. Langur bolti fram, þeir vinna fyrsta boltann og hann dettur dauður. Það er ekki hægt að kenna neinum um þetta, við tökum þessu sem lið og höldum áfram.“ „Mjög góð frammistaða en svo fúlt. Fáum algjört dauðafæri til að koma þessu í 3-1 og þetta er bara ógeðslega svekkjandi. Hefði verið gaman að fara eina umferð í viðbót en það er bara á næsta ári, þá förum við í riðlakeppnina,“ sagði Haukur Páll Sigurðsson.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti