Fyrrverandi leyniþjónustumenn gagnrýna framgöngu Trump Kjartan Kjartansson skrifar 17. ágúst 2018 10:16 James Clapper (f.m.) er einn fyrrverandi leyniþjónustumanna sem segist standa með John Brennan (t.h.). Vísir/EPA Tólf fyrrverandi háttsettir leyniþjónustumenn úr báðum flokkum hafa skrifað Donald Trump Bandaríkjaforseta opið bréf þar sem þeir gagnrýna harðlega að hann hafi svipt John Brennan, fyrrverandi forstjóra CIA, öryggisheimild sinni. Leyniþjónustumennirnir störfuðu fyrir forseta úr báðum flokkum, þar á meðal Ronald Reagan, George W. Bush og Bill Clinton. Í bréfinu segja þeir að ákvörðun Trump um að svipta Brennan heimild sinni hafi ekkert að gera með hver eigi að hafa slíka heimild en allt að gera með tilraun til þess að bæla niður tjáningarfrelsi. „Maður verður ekki að vera sammála því sem John Brennan segir (og það gerum við ekki allir) til þess að vera hlynntur rétti hans til þess að segja það, að því gefnu að hann haldi trúnað um leynilegar upplýsingar,“ skrifa leyniþjónustumennirnir. Brennan, sem stýrði CIA frá 2013 til 2017, hefur verið gagnrýninn á forsetann og hegðun hans. Tilkynnt var um ákvörðunina um að svipta hann öryggisheimild daginn eftir að hann sakaði Trump um að skorta velsæmi og kurteisi þegar forsetinn kallaði fyrrverandi aðstoðarkonu sína „hund“.William McRaven var yfirmaður sérsveita Bandaríkjahers frá 2011 til 2014. Hann stýrði aðgerð sérsveitar sjóhersins í Pakistan árið 2011 þar sem Osama bin Laden var drepinn.Vísir/EPASegir forsetann hafa niðurlægt Bandaríkin á alþjóðavettvangiBandaríska blaðið Politico segir sjaldgæft að fyrrverandi embættismenn skrifi sameiginlegar yfirlýsingar af þessu tagi. Undir það rituðu William Webster, George Tenet, Porter Goss, Michael Hayden, Leon Panetta og David Petraeus, fyrrverandi forstjórar CIA, John McLaughlin, Stephen Kappes, Michael Morel, Avril Haines og David Cohen, fyrrverandi aðstoðarforstjórar CIA auk James Clapper, fyrrverandi forstjóra Leyniþjónustu Bandaríkjanna. „Ákvarðanir um öryggisheimildir ættu að ráðast af þjóðaröryggissjónarmiðum en ekki pólitískum skoðunum,“ skrifa þeir í yfirlýsingu sinni. Hvíta húsið sagði um leið og það tilkynnti að Trump hefði svipt Brennan heimildinni að til skoðunar væri að svipta Clapper og Hayden sínum heimildum. Þeir hafa einnig verið gagnrýnir á Trump forseta. Trump sagði sjálfur í viðtali við Wall Street Journal að ein ástæða þess að hann svipti Brennan öryggisheimild sinni hafi verið aðkoma hans að rannsókninni á því hvort að framboð forsetans hafi átt í samráði við Rússa. Þá skrifar William McRaven, fyrrverandi aðmíráll, sem stýrði aðgerðinni þar sem Osama bin Laden var drepinn grein í Washington Post vegna meðferðar Trump á Brennan. Óskar hann þar eftir því að forsetinn svipti sig öryggisheimild sömuleiðis. Það væri honum heiður að fara á lista yfir karla og konur sem hafa gagnrýnt forsetann. Lofaði McRaven Brennan í hástert en sagði að Trump hafi mistekist að vera sá leiðtogi sem bandaríska þjóðin þarfnast. „Með gjörðum þínum hefur þú orðið okkur til skammar í augum barnanna okkar, niðurlægt okkur á alþjóðavettvangi og, verst af öllu, hefur þú sundrað okkur sem þjóð,“ skrifar McRaven. Bandaríkin Donald Trump Pakistan Tengdar fréttir „Bull“ að ekkert samráð hafi verið milli Trump og Rússa John Brennan, fyrrverandi forstjóri CIA, bregst við ákvörðun Trump Bandaríkjaforseta um að svipta hann öryggisheimild í grein í New York Times. 16. ágúst 2018 12:00 Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08 Afturkallaði öryggisheimild CIA-forstjóra vegna Rússarannsóknarinnar Hvíta húsið hafði vísað til framgöngu Johns Brennan á opinberum vettvangi. Trump sagði síðan í viðtali að ástæðan hafi verið aðkoma forstjórans að Rússarannsókninni svonefndu. 16. ágúst 2018 09:26 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Tólf fyrrverandi háttsettir leyniþjónustumenn úr báðum flokkum hafa skrifað Donald Trump Bandaríkjaforseta opið bréf þar sem þeir gagnrýna harðlega að hann hafi svipt John Brennan, fyrrverandi forstjóra CIA, öryggisheimild sinni. Leyniþjónustumennirnir störfuðu fyrir forseta úr báðum flokkum, þar á meðal Ronald Reagan, George W. Bush og Bill Clinton. Í bréfinu segja þeir að ákvörðun Trump um að svipta Brennan heimild sinni hafi ekkert að gera með hver eigi að hafa slíka heimild en allt að gera með tilraun til þess að bæla niður tjáningarfrelsi. „Maður verður ekki að vera sammála því sem John Brennan segir (og það gerum við ekki allir) til þess að vera hlynntur rétti hans til þess að segja það, að því gefnu að hann haldi trúnað um leynilegar upplýsingar,“ skrifa leyniþjónustumennirnir. Brennan, sem stýrði CIA frá 2013 til 2017, hefur verið gagnrýninn á forsetann og hegðun hans. Tilkynnt var um ákvörðunina um að svipta hann öryggisheimild daginn eftir að hann sakaði Trump um að skorta velsæmi og kurteisi þegar forsetinn kallaði fyrrverandi aðstoðarkonu sína „hund“.William McRaven var yfirmaður sérsveita Bandaríkjahers frá 2011 til 2014. Hann stýrði aðgerð sérsveitar sjóhersins í Pakistan árið 2011 þar sem Osama bin Laden var drepinn.Vísir/EPASegir forsetann hafa niðurlægt Bandaríkin á alþjóðavettvangiBandaríska blaðið Politico segir sjaldgæft að fyrrverandi embættismenn skrifi sameiginlegar yfirlýsingar af þessu tagi. Undir það rituðu William Webster, George Tenet, Porter Goss, Michael Hayden, Leon Panetta og David Petraeus, fyrrverandi forstjórar CIA, John McLaughlin, Stephen Kappes, Michael Morel, Avril Haines og David Cohen, fyrrverandi aðstoðarforstjórar CIA auk James Clapper, fyrrverandi forstjóra Leyniþjónustu Bandaríkjanna. „Ákvarðanir um öryggisheimildir ættu að ráðast af þjóðaröryggissjónarmiðum en ekki pólitískum skoðunum,“ skrifa þeir í yfirlýsingu sinni. Hvíta húsið sagði um leið og það tilkynnti að Trump hefði svipt Brennan heimildinni að til skoðunar væri að svipta Clapper og Hayden sínum heimildum. Þeir hafa einnig verið gagnrýnir á Trump forseta. Trump sagði sjálfur í viðtali við Wall Street Journal að ein ástæða þess að hann svipti Brennan öryggisheimild sinni hafi verið aðkoma hans að rannsókninni á því hvort að framboð forsetans hafi átt í samráði við Rússa. Þá skrifar William McRaven, fyrrverandi aðmíráll, sem stýrði aðgerðinni þar sem Osama bin Laden var drepinn grein í Washington Post vegna meðferðar Trump á Brennan. Óskar hann þar eftir því að forsetinn svipti sig öryggisheimild sömuleiðis. Það væri honum heiður að fara á lista yfir karla og konur sem hafa gagnrýnt forsetann. Lofaði McRaven Brennan í hástert en sagði að Trump hafi mistekist að vera sá leiðtogi sem bandaríska þjóðin þarfnast. „Með gjörðum þínum hefur þú orðið okkur til skammar í augum barnanna okkar, niðurlægt okkur á alþjóðavettvangi og, verst af öllu, hefur þú sundrað okkur sem þjóð,“ skrifar McRaven.
Bandaríkin Donald Trump Pakistan Tengdar fréttir „Bull“ að ekkert samráð hafi verið milli Trump og Rússa John Brennan, fyrrverandi forstjóri CIA, bregst við ákvörðun Trump Bandaríkjaforseta um að svipta hann öryggisheimild í grein í New York Times. 16. ágúst 2018 12:00 Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08 Afturkallaði öryggisheimild CIA-forstjóra vegna Rússarannsóknarinnar Hvíta húsið hafði vísað til framgöngu Johns Brennan á opinberum vettvangi. Trump sagði síðan í viðtali að ástæðan hafi verið aðkoma forstjórans að Rússarannsókninni svonefndu. 16. ágúst 2018 09:26 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
„Bull“ að ekkert samráð hafi verið milli Trump og Rússa John Brennan, fyrrverandi forstjóri CIA, bregst við ákvörðun Trump Bandaríkjaforseta um að svipta hann öryggisheimild í grein í New York Times. 16. ágúst 2018 12:00
Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08
Afturkallaði öryggisheimild CIA-forstjóra vegna Rússarannsóknarinnar Hvíta húsið hafði vísað til framgöngu Johns Brennan á opinberum vettvangi. Trump sagði síðan í viðtali að ástæðan hafi verið aðkoma forstjórans að Rússarannsókninni svonefndu. 16. ágúst 2018 09:26