Icelandair tapaði 6,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. ágúst 2018 09:15 Hækkanir á olíuverði og sveiflur á gengi íslensku krónunnar hafa leikið rekstur Icelandair grátt. Icelandair hefur tapað 6,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Tapið skýrist aðallega af hækkun olíuverðs og sveiflum á gengi krónunnar. Tekjur félagsins af fimm nýjum áfangastöðum í Bandaríkjunum eru mun minni en áætlanir gerðu ráð fyrir og hefur það valdið nokkrum vonbrigðum. Icelandair kynnti í gær uppgjör sitt fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Niðurstaða annars ársfjórðungs er tap upp á 25,7 milljónir dollara, jafnvirði 2,7 milljarða króna. Tap fyrstu sex mánaða ársins nemur 60 milljónum dollara, jafnvirði 6,3 milljarða króna. Icelandair hafði sent frá sér afkomuviðvörun í júlí svo markaðurinn var að búast við vondum tíðindum þegar félagið birti uppgjörið. Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair segir að tapið skýrist aðallega að olíuverðshækkunum. Olíuverð hefur hækkað um 60 prósent á síðustu tveimur árum án þess að það hafi skilað sér út í miðaverð.Hvar kemur þessi breyting þá út í rekstrinum? „Eins og kemur fram hjá okkur þá er félagið rekið með tapi og það eru fleiri félög búin að sýna breytingu. Bæði samkeppnisaðilar og fleiri flugfélög hafa verið að sýna þessi áhrif. Það breytir því ekki að við erum með tap sem orsakast að hluta til af þessu en einnig ýmsum öðrum þáttum sem við getum haft áhrif á,“ segir Björgólfur. Björgólfur nefnir hér líka styrkingu gengi krónunnar. Stærsti kostnaðarliður Icelandair eru laun sem eru greidd í krónum en tekjur félagsins eru aðallega í erlendum gjaldmiðlum og uppgjörsmyntin er Bandaríkjadollar. Sala til nýrra áfangastaða í Bandaríkjunum hefur valdið vonbrigðum Icelandair hóf í byrjun árs áætlunarflug til sex nýrra áfangastaða. Þetta eru Cleveland, Dallas, Kansas City, Baltimore og San Francisco í Bandaríkjunum og Dublin á Írlandi. Sala á farseðlum til og frá þessum borgum í Bandaríkjunum hefur valdið vonbrigðum. „Sala hefur ekki gengið eins og við ætluðum. Kannski byggðum við dálítið mikið af reynslu fyrri ára þegar við tókum inn nýja staði sem gengu yfirleitt alltaf mjög vel. En það tekur tíma að byggja upp áfangastaði og það er fjárfesting þó það komi inn sem rekstrarkostnaður hjá félaginu. Það tekur tíma að byggja þetta upp og við höfum trú á öllum þessum áfangastöðum,“ segir Björgólfur. Icelandair stendur á tímamótum um þessar mundir. Fyrr á þessu ári kynnti félagið breytingar á uppbyggingu fargjalda félagsins. Þá er hótelreksturinn undir Icelandair Hotels í söluferli og hafa margir fjárfestar sýnt honum áhuga að sögn Björgólfs. Nýjar Boeing MAX vélar komu í flota Icelandair fyrr á þessu ári og í skoðun er uppbygging nýs tengibanka (hub) frá Keflavíkurflugvelli. Þá hafa verið gerðar talsverðar breytingar á skipulagi Icelandair með ráðningu nýrra framkvæmdastjóra yfir sölu- og markaðsmálum annars vegar og upplifun farþega hins vegar. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Efast um að spá Icelandair gangi eftir Forstöðumaður greiningardeildar Arion banka segir Icelandair Group þurfa að vinna varnarsigur á þriðja fjórðungi til að afkomuspá félagsins gangi eftir. Afkoma annars fjórðungs var talsvert lakari en greinendur höfðu spáð. 2. ágúst 2018 07:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Icelandair hefur tapað 6,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Tapið skýrist aðallega af hækkun olíuverðs og sveiflum á gengi krónunnar. Tekjur félagsins af fimm nýjum áfangastöðum í Bandaríkjunum eru mun minni en áætlanir gerðu ráð fyrir og hefur það valdið nokkrum vonbrigðum. Icelandair kynnti í gær uppgjör sitt fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Niðurstaða annars ársfjórðungs er tap upp á 25,7 milljónir dollara, jafnvirði 2,7 milljarða króna. Tap fyrstu sex mánaða ársins nemur 60 milljónum dollara, jafnvirði 6,3 milljarða króna. Icelandair hafði sent frá sér afkomuviðvörun í júlí svo markaðurinn var að búast við vondum tíðindum þegar félagið birti uppgjörið. Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair segir að tapið skýrist aðallega að olíuverðshækkunum. Olíuverð hefur hækkað um 60 prósent á síðustu tveimur árum án þess að það hafi skilað sér út í miðaverð.Hvar kemur þessi breyting þá út í rekstrinum? „Eins og kemur fram hjá okkur þá er félagið rekið með tapi og það eru fleiri félög búin að sýna breytingu. Bæði samkeppnisaðilar og fleiri flugfélög hafa verið að sýna þessi áhrif. Það breytir því ekki að við erum með tap sem orsakast að hluta til af þessu en einnig ýmsum öðrum þáttum sem við getum haft áhrif á,“ segir Björgólfur. Björgólfur nefnir hér líka styrkingu gengi krónunnar. Stærsti kostnaðarliður Icelandair eru laun sem eru greidd í krónum en tekjur félagsins eru aðallega í erlendum gjaldmiðlum og uppgjörsmyntin er Bandaríkjadollar. Sala til nýrra áfangastaða í Bandaríkjunum hefur valdið vonbrigðum Icelandair hóf í byrjun árs áætlunarflug til sex nýrra áfangastaða. Þetta eru Cleveland, Dallas, Kansas City, Baltimore og San Francisco í Bandaríkjunum og Dublin á Írlandi. Sala á farseðlum til og frá þessum borgum í Bandaríkjunum hefur valdið vonbrigðum. „Sala hefur ekki gengið eins og við ætluðum. Kannski byggðum við dálítið mikið af reynslu fyrri ára þegar við tókum inn nýja staði sem gengu yfirleitt alltaf mjög vel. En það tekur tíma að byggja upp áfangastaði og það er fjárfesting þó það komi inn sem rekstrarkostnaður hjá félaginu. Það tekur tíma að byggja þetta upp og við höfum trú á öllum þessum áfangastöðum,“ segir Björgólfur. Icelandair stendur á tímamótum um þessar mundir. Fyrr á þessu ári kynnti félagið breytingar á uppbyggingu fargjalda félagsins. Þá er hótelreksturinn undir Icelandair Hotels í söluferli og hafa margir fjárfestar sýnt honum áhuga að sögn Björgólfs. Nýjar Boeing MAX vélar komu í flota Icelandair fyrr á þessu ári og í skoðun er uppbygging nýs tengibanka (hub) frá Keflavíkurflugvelli. Þá hafa verið gerðar talsverðar breytingar á skipulagi Icelandair með ráðningu nýrra framkvæmdastjóra yfir sölu- og markaðsmálum annars vegar og upplifun farþega hins vegar.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Efast um að spá Icelandair gangi eftir Forstöðumaður greiningardeildar Arion banka segir Icelandair Group þurfa að vinna varnarsigur á þriðja fjórðungi til að afkomuspá félagsins gangi eftir. Afkoma annars fjórðungs var talsvert lakari en greinendur höfðu spáð. 2. ágúst 2018 07:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Efast um að spá Icelandair gangi eftir Forstöðumaður greiningardeildar Arion banka segir Icelandair Group þurfa að vinna varnarsigur á þriðja fjórðungi til að afkomuspá félagsins gangi eftir. Afkoma annars fjórðungs var talsvert lakari en greinendur höfðu spáð. 2. ágúst 2018 07:00