Segir Norður-Kóreu eiga langt í land Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2018 10:15 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vísir/AP Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea sé ekki að standa við fyrirheit sín varðandi afvopnun og að einræðisríkið sé enn í trássi við ýmsar ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Enn sé langt í land þar til hægt verði að standa við samkomulag Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, frá Singapúr. Pompeo hefur leitt viðræður við Norður-Kóreu og hefur hann þrisvar sinnum ferðast til Pyongyang frá því í apríl. Hann mun sitja fund ráðherra í Suðaustur-Asíu í Singapúr nú um helgina og er utanríkisráðherra Norður-Kóreu þar einnig. Samkvæmt AP fréttaveitunni liggur ekki fyrir hvort þeir muni funda sérstaklega.Þar sem hann ræddi við blaðamenn í Singapúr sagði Pompeo að Kim hefði skuldbundið sig til að losa sig við kjarnorkuvopn sín og að heimurinn hefði sömuleiðis krafist þess. Enn sem komið er væri ríkisstjórn Norður-Kóreu ekki að haga sér þannig. Ríkisstjórn Kim virðist þó ekki vera á því að hann hafi samþykkt að láta vopn sín af hendi. Í síðasta mánuði sakaði Norður-Kórea Bandaríkin um ribbaldaskap í kröfum sínum. Það gerðu þeir eftir að Pompeo yfirgaf Norður-Kóreu og sögðu forsvarsmenn einræðisríkisins að kröfur Pompeo hefðu ekki verið í anda fundarins í Singapúr. Ríkismiðill Norður-Kóreu gagnrýnd Pompeo harðlega fyrir að krefjast þess að ríkið losaði sig alfarið við kjarnorkuvopn. Donald Trump, fagnaði því í gær að hann hefði fengið nýtt bréf frá Kim. Það barst í kjölfar þess að leyniþjónusta Bandaríkjanna taldi sig hafa vísbendingar um að ríkisstjórn Kim vinni að smíði nýrra eldflauga. Það sé gert í sömu verksmiðju og framleiddi fyrstu langdrægu eldflaug ríkisins sem gæti verið skotið að meginlandi Bandaríkjanna. Áður hefur komið í ljós að Bandaríkin telji Norður-Kóreumenn halda áfram að auðga úran fyrir kjarnorkuvopn. Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea sé ekki að standa við fyrirheit sín varðandi afvopnun og að einræðisríkið sé enn í trássi við ýmsar ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Enn sé langt í land þar til hægt verði að standa við samkomulag Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, frá Singapúr. Pompeo hefur leitt viðræður við Norður-Kóreu og hefur hann þrisvar sinnum ferðast til Pyongyang frá því í apríl. Hann mun sitja fund ráðherra í Suðaustur-Asíu í Singapúr nú um helgina og er utanríkisráðherra Norður-Kóreu þar einnig. Samkvæmt AP fréttaveitunni liggur ekki fyrir hvort þeir muni funda sérstaklega.Þar sem hann ræddi við blaðamenn í Singapúr sagði Pompeo að Kim hefði skuldbundið sig til að losa sig við kjarnorkuvopn sín og að heimurinn hefði sömuleiðis krafist þess. Enn sem komið er væri ríkisstjórn Norður-Kóreu ekki að haga sér þannig. Ríkisstjórn Kim virðist þó ekki vera á því að hann hafi samþykkt að láta vopn sín af hendi. Í síðasta mánuði sakaði Norður-Kórea Bandaríkin um ribbaldaskap í kröfum sínum. Það gerðu þeir eftir að Pompeo yfirgaf Norður-Kóreu og sögðu forsvarsmenn einræðisríkisins að kröfur Pompeo hefðu ekki verið í anda fundarins í Singapúr. Ríkismiðill Norður-Kóreu gagnrýnd Pompeo harðlega fyrir að krefjast þess að ríkið losaði sig alfarið við kjarnorkuvopn. Donald Trump, fagnaði því í gær að hann hefði fengið nýtt bréf frá Kim. Það barst í kjölfar þess að leyniþjónusta Bandaríkjanna taldi sig hafa vísbendingar um að ríkisstjórn Kim vinni að smíði nýrra eldflauga. Það sé gert í sömu verksmiðju og framleiddi fyrstu langdrægu eldflaug ríkisins sem gæti verið skotið að meginlandi Bandaríkjanna. Áður hefur komið í ljós að Bandaríkin telji Norður-Kóreumenn halda áfram að auðga úran fyrir kjarnorkuvopn.
Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent