Eftirspurn eftir flugi gæti dalað Kristinn Ingi Jónsson skrifar 4. ágúst 2018 07:30 Hækkandi olíuverð eykur kostnað flugfélaga.Talið er að sá kostnaður birtist í hærri fargjöldum. Fréttablaðið/Eyþór Vísir/Eyþór Líklegt er að dýrari olía og þar með hærri flugfargjöld muni draga úr eftirspurn eftir flugi, að mati Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. „Ef fargjöldin taka að hækka, krónan helst áfram sterk og kostnaður fer hækkandi, þá er hætt við því að það geti haft neikvæð áhrif á ferðamannastrauminn hingað til lands,“ nefnir hann í samtali við Fréttablaðið. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að hærri fargjöld geti vissulega haft þau áhrif að fólk ferðist minna. Lágt olíuverð og lág fargjöld hafi átt þátt í vexti ferðaþjónustunnar.Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla ÍslandsVísir/Anton„Meira máli skiptir þó að Keflavíkurflugvöllur hefur verið ryðja sér til rúms sem flutningamiðja á Atlantshafi. Sá vöxtur hefur skapað margar beinar og breiðar leiðir til landsins frá bæði Bandaríkjunum og Evrópu og aukið aðgengi að landinu. Það hefur verið megindrifkrafturinn að baki mikilli fjölgun ferðamanna á undanförnum árum,“ segir Ásgeir. Heimsmarkaðsverð á eldsneyti hefur hækkað um hátt í 50 prósent á síðustu tólf mánuðum með tilheyrandi kostnaðarauka fyrir flugfélög. Greinendur reikna fastlega með því að sá kostnaður, en olíukostnaður er að jafnaði næststærsti kostnaðarliður flugfélaga, muni birtast í hærri flugfargjöldum síðar á árinu. „Við gerum áfram ráð fyrir því að til lengri tíma muni hækkun aðfanga leiða til hækkunar meðalverðs,“ var haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair Group, í afkomutilkynningu félagsins fyrr í vikunni. Undir það hafa forstjórar annarra evrópskra flugfélaga tekið. „Það er enginn vafi á því að fargjöld munu hækka,“ sagði Michael O’Leary, forstjóri Ryanair, í samtali við Bloomberg fyrr í sumar. Jón Bjarki bendir á að lág flugfargjöld hafi á síðustu árum stutt við öran vöxt í fjölda ferðamanna hér á landi. „Á seinni árum ferðamannauppsveiflunnar – eftir að gengi krónunnar hafði styrkst verulega – hafði það áhrif þegar erlendir ferðamenn voru að velta Íslandi fyrir sér sem áfangastað hvað flugfargjöld voru orðin ódýr. Það vó á móti dýrtíðinni hér á landi,“ segir hann.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur ÍslandsbankaJón Bjarki telur að heilt yfir séu horfur á minni vexti ferðaþjónustunnar. Þess sjáist þegar ýmis merki. „Það eru engin hættumerki á lofti um að hér verði samdráttur en það lítur út fyrir að vöxturinn verði býsna hægur í ár,“ segir hann. Ásgeir nefnir að beinum flugferðum til og frá Íslandi, í gegnum Keflavíkurflugvöll sem höfn, hafi fjölgað verulega með tilheyrandi netáhrifum. Fjölmörg flugfélög fljúgi nú hingað til lands. „Ég tel að þessi þróun haldi áfram, hvort sem íslensku flugfélögin verði áfram leiðandi í þeirri þróun eða hve mikið af þessu ferðafólki gerir sér ferð inn í landið sjálft. Í stóra samhenginu skiptir sú þróun meira máli en þróunin á olíuverði eða afkoma íslensku flugfélaganna. Ísland er að fara að verða umferðarmiðstöð Atlantshafsins.“ Ásgeir segir aðspurður að vöxtur ferðaþjónustunnar verði ekki lengur eins „fyrirhafnarlaus“ og verið hefur. „Við munum þurfa að vinna heimavinnuna okkar til þess að ná áframhaldandi árangri. Það þýðir ekki eingöngu að reiða sig á sjarma landsins líkt og verið hefur. Fyrirtæki í ferðaþjónustu þurfa að huga betur að rekstrinum og hvaða hópum þau ætla að þjóna. Miklar kostnaðarhækkanir og gengishækkun hafa sett gríðarlegan þrýsting á hagræðingu í greininni,“ segir Ásgeir. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Líklegt er að dýrari olía og þar með hærri flugfargjöld muni draga úr eftirspurn eftir flugi, að mati Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. „Ef fargjöldin taka að hækka, krónan helst áfram sterk og kostnaður fer hækkandi, þá er hætt við því að það geti haft neikvæð áhrif á ferðamannastrauminn hingað til lands,“ nefnir hann í samtali við Fréttablaðið. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að hærri fargjöld geti vissulega haft þau áhrif að fólk ferðist minna. Lágt olíuverð og lág fargjöld hafi átt þátt í vexti ferðaþjónustunnar.Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla ÍslandsVísir/Anton„Meira máli skiptir þó að Keflavíkurflugvöllur hefur verið ryðja sér til rúms sem flutningamiðja á Atlantshafi. Sá vöxtur hefur skapað margar beinar og breiðar leiðir til landsins frá bæði Bandaríkjunum og Evrópu og aukið aðgengi að landinu. Það hefur verið megindrifkrafturinn að baki mikilli fjölgun ferðamanna á undanförnum árum,“ segir Ásgeir. Heimsmarkaðsverð á eldsneyti hefur hækkað um hátt í 50 prósent á síðustu tólf mánuðum með tilheyrandi kostnaðarauka fyrir flugfélög. Greinendur reikna fastlega með því að sá kostnaður, en olíukostnaður er að jafnaði næststærsti kostnaðarliður flugfélaga, muni birtast í hærri flugfargjöldum síðar á árinu. „Við gerum áfram ráð fyrir því að til lengri tíma muni hækkun aðfanga leiða til hækkunar meðalverðs,“ var haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair Group, í afkomutilkynningu félagsins fyrr í vikunni. Undir það hafa forstjórar annarra evrópskra flugfélaga tekið. „Það er enginn vafi á því að fargjöld munu hækka,“ sagði Michael O’Leary, forstjóri Ryanair, í samtali við Bloomberg fyrr í sumar. Jón Bjarki bendir á að lág flugfargjöld hafi á síðustu árum stutt við öran vöxt í fjölda ferðamanna hér á landi. „Á seinni árum ferðamannauppsveiflunnar – eftir að gengi krónunnar hafði styrkst verulega – hafði það áhrif þegar erlendir ferðamenn voru að velta Íslandi fyrir sér sem áfangastað hvað flugfargjöld voru orðin ódýr. Það vó á móti dýrtíðinni hér á landi,“ segir hann.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur ÍslandsbankaJón Bjarki telur að heilt yfir séu horfur á minni vexti ferðaþjónustunnar. Þess sjáist þegar ýmis merki. „Það eru engin hættumerki á lofti um að hér verði samdráttur en það lítur út fyrir að vöxturinn verði býsna hægur í ár,“ segir hann. Ásgeir nefnir að beinum flugferðum til og frá Íslandi, í gegnum Keflavíkurflugvöll sem höfn, hafi fjölgað verulega með tilheyrandi netáhrifum. Fjölmörg flugfélög fljúgi nú hingað til lands. „Ég tel að þessi þróun haldi áfram, hvort sem íslensku flugfélögin verði áfram leiðandi í þeirri þróun eða hve mikið af þessu ferðafólki gerir sér ferð inn í landið sjálft. Í stóra samhenginu skiptir sú þróun meira máli en þróunin á olíuverði eða afkoma íslensku flugfélaganna. Ísland er að fara að verða umferðarmiðstöð Atlantshafsins.“ Ásgeir segir aðspurður að vöxtur ferðaþjónustunnar verði ekki lengur eins „fyrirhafnarlaus“ og verið hefur. „Við munum þurfa að vinna heimavinnuna okkar til þess að ná áframhaldandi árangri. Það þýðir ekki eingöngu að reiða sig á sjarma landsins líkt og verið hefur. Fyrirtæki í ferðaþjónustu þurfa að huga betur að rekstrinum og hvaða hópum þau ætla að þjóna. Miklar kostnaðarhækkanir og gengishækkun hafa sett gríðarlegan þrýsting á hagræðingu í greininni,“ segir Ásgeir.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira