Segir nefndinni bara ætlað að styðja tilhæfulausar fullyrðingar forsetans Samúel Karl Ólason skrifar 4. ágúst 2018 12:06 Kris Kobach, Donald Trump og Mike Pence. Vísir/EPA Matthew Dunlap, innanríkisráðherra Maine í Bandaríkjunum, sem var einn af ellefu meðlimum kosningasvindlnefndar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir umrædda nefnd hafa verið eitthvað það undarlegasta sem hann hafi tekið þátt í. Dunlap gagnrýnir nefndina harðlega í nýrri yfirlýsingu og segir eina tilgang hennar hafa verið að styðja við tilhæfulausar fullyrðingar Trump og umfangsmikið kosningasvindl. Trump, sem fékk færri atkvæði en mótframbjóðandi sinn, Hillary Clinton, hefur ítrekað haldið því fram að milljónir hafi kosið hana ólöglega og því hefði hann í raun fengið fleiri atkvæði en hún. Embættismenn um öll Bandaríkin sem og sérfræðingar segja þetta vera kolrangt og rannsóknir hafa ekki bent til þess að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað í kosningunum. Dunlap segir nefndina, sem var á endanum felld niður, ekki hafa fundið neinar vísbendingar um umfangsmikið svindl.Erfitt að fá gögn Mike Pence, varaforseti, og Kris Kobach, innanríkisráðherra Kansas, stýrðu nefndinni. Þegar nefndin var lögð niður í janúar sagði Kobach að það hefði verið gert vegna þess að „sumu fólki á vinstri kantinum þætti óþægilegt“ hve mikið nefndin hefði uppgötvað. Hvíta húsið sagði nefndina hafa verið lagða niður vegna lögsókna ríkja sem vildu ekki afhenda gögn. það hefði verið gert þrátt fyrir að „umfangsmiklar vísbendingar um kosningasvik“ hefðu litið dagsins ljós. Þrátt fyrir að Dunlap hafi verið meðlimur nefndarinnar þurfti hann að höfða mál til þess að fá gögn hennar, eftir að nefndin var lögð niður í janúar. Nú hefur hann farið yfir öll gögnin og sendi hann skýrslu á Pence og Kobach. Hann segir gögnin sýna að ekkert hafi verið til í yfirlýsingum Kobach og Hvíta hússins. Þar að auki sagði hann að útlit væri fyrir að nefndin hefði búist við því að finna sannanir fyrir fullyrðingum Trump.Fyrirfram ákveðin niðurstaða Dunlap sagði forsvarsmenn nefndarinnar þegar hafa nefnt nokkra kafla í skýrslu, sem var svo ekki gefin út. Þar hafi verið titlar eins og „Rangar aðferðir við kosningaskráningu“ og „Dæmi um kosningasvik“. Kaflarnir sjálfir voru þó tómir. Það segir Dunlap til marks um að eina markmið nefndarinnar hefði verið að komast að fyrirfram ákveðinni niðurstöðu. Dunlap fékk einnig tölvupósta meðlima nefndarinnar og þar má finna einn meðlim hennar ræða við aðstoðarmann sinn um að ráða tölfræðing. Í póstinum þóttist hann vera viss um að tölfræðingurinn sem þeir voru að tala um væri „íhaldssöm“ og „kristin“. Þrátt fyrir að hafa starfað sem embættismaður í rúm tuttugu ár segir Dunlap aldrei hafa tekið þátt í öðru eins og þessari nefnd. Það hafi verið eitt það undarlegasta sem hann hafi upplifað og mikil leynd hafi hvílt yfir nefndinni sjálfri. Dunlap segir meðal annars frá því að hann reyndi einu sinni að fá að vita hvenær nefndin myndi koma saman en án árangurs. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Matthew Dunlap, innanríkisráðherra Maine í Bandaríkjunum, sem var einn af ellefu meðlimum kosningasvindlnefndar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir umrædda nefnd hafa verið eitthvað það undarlegasta sem hann hafi tekið þátt í. Dunlap gagnrýnir nefndina harðlega í nýrri yfirlýsingu og segir eina tilgang hennar hafa verið að styðja við tilhæfulausar fullyrðingar Trump og umfangsmikið kosningasvindl. Trump, sem fékk færri atkvæði en mótframbjóðandi sinn, Hillary Clinton, hefur ítrekað haldið því fram að milljónir hafi kosið hana ólöglega og því hefði hann í raun fengið fleiri atkvæði en hún. Embættismenn um öll Bandaríkin sem og sérfræðingar segja þetta vera kolrangt og rannsóknir hafa ekki bent til þess að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað í kosningunum. Dunlap segir nefndina, sem var á endanum felld niður, ekki hafa fundið neinar vísbendingar um umfangsmikið svindl.Erfitt að fá gögn Mike Pence, varaforseti, og Kris Kobach, innanríkisráðherra Kansas, stýrðu nefndinni. Þegar nefndin var lögð niður í janúar sagði Kobach að það hefði verið gert vegna þess að „sumu fólki á vinstri kantinum þætti óþægilegt“ hve mikið nefndin hefði uppgötvað. Hvíta húsið sagði nefndina hafa verið lagða niður vegna lögsókna ríkja sem vildu ekki afhenda gögn. það hefði verið gert þrátt fyrir að „umfangsmiklar vísbendingar um kosningasvik“ hefðu litið dagsins ljós. Þrátt fyrir að Dunlap hafi verið meðlimur nefndarinnar þurfti hann að höfða mál til þess að fá gögn hennar, eftir að nefndin var lögð niður í janúar. Nú hefur hann farið yfir öll gögnin og sendi hann skýrslu á Pence og Kobach. Hann segir gögnin sýna að ekkert hafi verið til í yfirlýsingum Kobach og Hvíta hússins. Þar að auki sagði hann að útlit væri fyrir að nefndin hefði búist við því að finna sannanir fyrir fullyrðingum Trump.Fyrirfram ákveðin niðurstaða Dunlap sagði forsvarsmenn nefndarinnar þegar hafa nefnt nokkra kafla í skýrslu, sem var svo ekki gefin út. Þar hafi verið titlar eins og „Rangar aðferðir við kosningaskráningu“ og „Dæmi um kosningasvik“. Kaflarnir sjálfir voru þó tómir. Það segir Dunlap til marks um að eina markmið nefndarinnar hefði verið að komast að fyrirfram ákveðinni niðurstöðu. Dunlap fékk einnig tölvupósta meðlima nefndarinnar og þar má finna einn meðlim hennar ræða við aðstoðarmann sinn um að ráða tölfræðing. Í póstinum þóttist hann vera viss um að tölfræðingurinn sem þeir voru að tala um væri „íhaldssöm“ og „kristin“. Þrátt fyrir að hafa starfað sem embættismaður í rúm tuttugu ár segir Dunlap aldrei hafa tekið þátt í öðru eins og þessari nefnd. Það hafi verið eitt það undarlegasta sem hann hafi upplifað og mikil leynd hafi hvílt yfir nefndinni sjálfri. Dunlap segir meðal annars frá því að hann reyndi einu sinni að fá að vita hvenær nefndin myndi koma saman en án árangurs.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira