Segir nefndinni bara ætlað að styðja tilhæfulausar fullyrðingar forsetans Samúel Karl Ólason skrifar 4. ágúst 2018 12:06 Kris Kobach, Donald Trump og Mike Pence. Vísir/EPA Matthew Dunlap, innanríkisráðherra Maine í Bandaríkjunum, sem var einn af ellefu meðlimum kosningasvindlnefndar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir umrædda nefnd hafa verið eitthvað það undarlegasta sem hann hafi tekið þátt í. Dunlap gagnrýnir nefndina harðlega í nýrri yfirlýsingu og segir eina tilgang hennar hafa verið að styðja við tilhæfulausar fullyrðingar Trump og umfangsmikið kosningasvindl. Trump, sem fékk færri atkvæði en mótframbjóðandi sinn, Hillary Clinton, hefur ítrekað haldið því fram að milljónir hafi kosið hana ólöglega og því hefði hann í raun fengið fleiri atkvæði en hún. Embættismenn um öll Bandaríkin sem og sérfræðingar segja þetta vera kolrangt og rannsóknir hafa ekki bent til þess að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað í kosningunum. Dunlap segir nefndina, sem var á endanum felld niður, ekki hafa fundið neinar vísbendingar um umfangsmikið svindl.Erfitt að fá gögn Mike Pence, varaforseti, og Kris Kobach, innanríkisráðherra Kansas, stýrðu nefndinni. Þegar nefndin var lögð niður í janúar sagði Kobach að það hefði verið gert vegna þess að „sumu fólki á vinstri kantinum þætti óþægilegt“ hve mikið nefndin hefði uppgötvað. Hvíta húsið sagði nefndina hafa verið lagða niður vegna lögsókna ríkja sem vildu ekki afhenda gögn. það hefði verið gert þrátt fyrir að „umfangsmiklar vísbendingar um kosningasvik“ hefðu litið dagsins ljós. Þrátt fyrir að Dunlap hafi verið meðlimur nefndarinnar þurfti hann að höfða mál til þess að fá gögn hennar, eftir að nefndin var lögð niður í janúar. Nú hefur hann farið yfir öll gögnin og sendi hann skýrslu á Pence og Kobach. Hann segir gögnin sýna að ekkert hafi verið til í yfirlýsingum Kobach og Hvíta hússins. Þar að auki sagði hann að útlit væri fyrir að nefndin hefði búist við því að finna sannanir fyrir fullyrðingum Trump.Fyrirfram ákveðin niðurstaða Dunlap sagði forsvarsmenn nefndarinnar þegar hafa nefnt nokkra kafla í skýrslu, sem var svo ekki gefin út. Þar hafi verið titlar eins og „Rangar aðferðir við kosningaskráningu“ og „Dæmi um kosningasvik“. Kaflarnir sjálfir voru þó tómir. Það segir Dunlap til marks um að eina markmið nefndarinnar hefði verið að komast að fyrirfram ákveðinni niðurstöðu. Dunlap fékk einnig tölvupósta meðlima nefndarinnar og þar má finna einn meðlim hennar ræða við aðstoðarmann sinn um að ráða tölfræðing. Í póstinum þóttist hann vera viss um að tölfræðingurinn sem þeir voru að tala um væri „íhaldssöm“ og „kristin“. Þrátt fyrir að hafa starfað sem embættismaður í rúm tuttugu ár segir Dunlap aldrei hafa tekið þátt í öðru eins og þessari nefnd. Það hafi verið eitt það undarlegasta sem hann hafi upplifað og mikil leynd hafi hvílt yfir nefndinni sjálfri. Dunlap segir meðal annars frá því að hann reyndi einu sinni að fá að vita hvenær nefndin myndi koma saman en án árangurs. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Matthew Dunlap, innanríkisráðherra Maine í Bandaríkjunum, sem var einn af ellefu meðlimum kosningasvindlnefndar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir umrædda nefnd hafa verið eitthvað það undarlegasta sem hann hafi tekið þátt í. Dunlap gagnrýnir nefndina harðlega í nýrri yfirlýsingu og segir eina tilgang hennar hafa verið að styðja við tilhæfulausar fullyrðingar Trump og umfangsmikið kosningasvindl. Trump, sem fékk færri atkvæði en mótframbjóðandi sinn, Hillary Clinton, hefur ítrekað haldið því fram að milljónir hafi kosið hana ólöglega og því hefði hann í raun fengið fleiri atkvæði en hún. Embættismenn um öll Bandaríkin sem og sérfræðingar segja þetta vera kolrangt og rannsóknir hafa ekki bent til þess að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað í kosningunum. Dunlap segir nefndina, sem var á endanum felld niður, ekki hafa fundið neinar vísbendingar um umfangsmikið svindl.Erfitt að fá gögn Mike Pence, varaforseti, og Kris Kobach, innanríkisráðherra Kansas, stýrðu nefndinni. Þegar nefndin var lögð niður í janúar sagði Kobach að það hefði verið gert vegna þess að „sumu fólki á vinstri kantinum þætti óþægilegt“ hve mikið nefndin hefði uppgötvað. Hvíta húsið sagði nefndina hafa verið lagða niður vegna lögsókna ríkja sem vildu ekki afhenda gögn. það hefði verið gert þrátt fyrir að „umfangsmiklar vísbendingar um kosningasvik“ hefðu litið dagsins ljós. Þrátt fyrir að Dunlap hafi verið meðlimur nefndarinnar þurfti hann að höfða mál til þess að fá gögn hennar, eftir að nefndin var lögð niður í janúar. Nú hefur hann farið yfir öll gögnin og sendi hann skýrslu á Pence og Kobach. Hann segir gögnin sýna að ekkert hafi verið til í yfirlýsingum Kobach og Hvíta hússins. Þar að auki sagði hann að útlit væri fyrir að nefndin hefði búist við því að finna sannanir fyrir fullyrðingum Trump.Fyrirfram ákveðin niðurstaða Dunlap sagði forsvarsmenn nefndarinnar þegar hafa nefnt nokkra kafla í skýrslu, sem var svo ekki gefin út. Þar hafi verið titlar eins og „Rangar aðferðir við kosningaskráningu“ og „Dæmi um kosningasvik“. Kaflarnir sjálfir voru þó tómir. Það segir Dunlap til marks um að eina markmið nefndarinnar hefði verið að komast að fyrirfram ákveðinni niðurstöðu. Dunlap fékk einnig tölvupósta meðlima nefndarinnar og þar má finna einn meðlim hennar ræða við aðstoðarmann sinn um að ráða tölfræðing. Í póstinum þóttist hann vera viss um að tölfræðingurinn sem þeir voru að tala um væri „íhaldssöm“ og „kristin“. Þrátt fyrir að hafa starfað sem embættismaður í rúm tuttugu ár segir Dunlap aldrei hafa tekið þátt í öðru eins og þessari nefnd. Það hafi verið eitt það undarlegasta sem hann hafi upplifað og mikil leynd hafi hvílt yfir nefndinni sjálfri. Dunlap segir meðal annars frá því að hann reyndi einu sinni að fá að vita hvenær nefndin myndi koma saman en án árangurs.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira