Færri fíkniefnabrot á Þjóðhátíð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. ágúst 2018 18:32 Enginn hefur leitað á neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis um helgina til þessa og færri fíkniefnamál hafa komið upp á Þjóðhátíð í Eyjum í ár en í fyrra. Umferðin um verslunarmannahelgina hefur almennt gengið vel. Hátíðahöld um verslunarmannahelgina hafa að mestu gengið vel fyrir sig um land allt, bæði að mati lögreglu og skipuleggjenda hátíða víða um land. Þrátt fyrir mikla umferð hefur hún að mestu gengið stórslysalaust fyrir sig að frátöldu einu alvarlegu slysi á Suðurlandi í gær.Einn handtekinn á Selfossi Fjögur fíkniefnamál hafa komið upp í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi, þar af eitt á Selfossi þar sem einn var handtekinn og grunur lék á að efni væri ætlað til endursölu. Einn gisti fangageymslur á Akureyri í nótt vegna ölvunar en annars hefur allt gengið vel fyrir norðan. Veður hefur verið með besta móti um allt land í dag en það gæti breyst á morgun. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland á morgun og gæti því verið mjög hvasst og jafnvel rigning í brekkusöngnum í Eyjum annað kvöld. Öflug gæsla og færri fíkniefnamál í Eyjum Ætlað er að um 11 þúsund manns hafi verið á Þjóðhátíð í gær og hefur þeim farið fjölgandi síðan. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, er ánægð með helgina til þessa. „Nóttin var bara með rólegasta móti, menn muna varla eftir svona rólegri föstudagsnótt,“ segir Páley í samtali við fréttastofu Stöðvar 2. Alls höfðu 13 fíkniefnamál komið inn á borð lögreglunnar í morgun en þau voru 24 á sama tíma í fyrra. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.„Við erum með sambærilegt viðbragð í fíkniefnaeftirliti eins og í fyrra en samt eru málin mun færri. Við vorum reyndar með eitt sölumál en annars voru þetta bara neyslumál,“ segir Páley. Um þrjátíu lögreglumenn standa vaktina í Eyjum um helgina og sex þeirra sinna fíkniefnaeftirliti. „Við erum með 2-3 fíkniefnaleitarhunda og svo erum við með gæslu sem er mönnuð um 150 manns og ef við erum að telja viðbragðið í dalnum, sem sagt lögregluna og þá sem eru á sjúkbílunum og þá sem sinna sjúkra í tjaldinu og sálargæslan og áfallateymið og allt þetta þá eru þetta yfir 200 manns á vaktinni þegar mest er á nóttunni,“ segir Páley.Upplýsa ekki um kynferðisbrot að svo stöddu Samkvæmt upplýsingum Landspítala hefur enginn leitað á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis það sem af er helgi. Lögreglan í Vestmannaeyjum mun að svo stöddu ekki veita upplýsingar um slík mál. „Við upplýsum bara um þau mál þegar búið er að tryggja rannsóknarhagsmuni og hagsmuni þolenda,“ segir Páley. Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Enginn hefur leitað á neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis um helgina til þessa og færri fíkniefnamál hafa komið upp á Þjóðhátíð í Eyjum í ár en í fyrra. Umferðin um verslunarmannahelgina hefur almennt gengið vel. Hátíðahöld um verslunarmannahelgina hafa að mestu gengið vel fyrir sig um land allt, bæði að mati lögreglu og skipuleggjenda hátíða víða um land. Þrátt fyrir mikla umferð hefur hún að mestu gengið stórslysalaust fyrir sig að frátöldu einu alvarlegu slysi á Suðurlandi í gær.Einn handtekinn á Selfossi Fjögur fíkniefnamál hafa komið upp í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi, þar af eitt á Selfossi þar sem einn var handtekinn og grunur lék á að efni væri ætlað til endursölu. Einn gisti fangageymslur á Akureyri í nótt vegna ölvunar en annars hefur allt gengið vel fyrir norðan. Veður hefur verið með besta móti um allt land í dag en það gæti breyst á morgun. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland á morgun og gæti því verið mjög hvasst og jafnvel rigning í brekkusöngnum í Eyjum annað kvöld. Öflug gæsla og færri fíkniefnamál í Eyjum Ætlað er að um 11 þúsund manns hafi verið á Þjóðhátíð í gær og hefur þeim farið fjölgandi síðan. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, er ánægð með helgina til þessa. „Nóttin var bara með rólegasta móti, menn muna varla eftir svona rólegri föstudagsnótt,“ segir Páley í samtali við fréttastofu Stöðvar 2. Alls höfðu 13 fíkniefnamál komið inn á borð lögreglunnar í morgun en þau voru 24 á sama tíma í fyrra. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.„Við erum með sambærilegt viðbragð í fíkniefnaeftirliti eins og í fyrra en samt eru málin mun færri. Við vorum reyndar með eitt sölumál en annars voru þetta bara neyslumál,“ segir Páley. Um þrjátíu lögreglumenn standa vaktina í Eyjum um helgina og sex þeirra sinna fíkniefnaeftirliti. „Við erum með 2-3 fíkniefnaleitarhunda og svo erum við með gæslu sem er mönnuð um 150 manns og ef við erum að telja viðbragðið í dalnum, sem sagt lögregluna og þá sem eru á sjúkbílunum og þá sem sinna sjúkra í tjaldinu og sálargæslan og áfallateymið og allt þetta þá eru þetta yfir 200 manns á vaktinni þegar mest er á nóttunni,“ segir Páley.Upplýsa ekki um kynferðisbrot að svo stöddu Samkvæmt upplýsingum Landspítala hefur enginn leitað á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis það sem af er helgi. Lögreglan í Vestmannaeyjum mun að svo stöddu ekki veita upplýsingar um slík mál. „Við upplýsum bara um þau mál þegar búið er að tryggja rannsóknarhagsmuni og hagsmuni þolenda,“ segir Páley.
Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira