Öruggur sigur Birgis og Axels í fyrsta leik á EM Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. ágúst 2018 14:50 Axel Bóasson er Íslandsmeistari í golfi 2018 mynd/golf.is Íslandsmeistarinn Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson unnu fyrsta leik sinn á EM í golfi örugglega í Skotlandi í dag. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir töpuðu sínum fyrsta leik. Í dag hófst keppni á EM í golfi. Nýju móti sem fór af stað í tengslum við nýtt fyrirkomulag á Evrópumeistaramótum þar sem keppt er í fjölmörgum íþróttum á sama tíma, meðal annars sundi og frjálsum íþróttum. Í golfkeppninni er keppt í liðakeppni í svokölluðum fjórbolta í holukeppni. Þá leika báðir keppendur beggja liða holurnar og betra samanlagt skor liðsins telur á hverri holu. Birgir Leifur og Axel mættu þeim Lars Buijs og Christopher Mivis í fyrsta leik. Þeir unnu 6&5, það er þeir voru með sex holu forystu þegar aðeins fimm holur voru eftir og því ómögulegt fyrir Belgana að ná þeim og leik hætt. Ólafía Þórunn og Valdís Þóra mættu Michele Thomson og Meghan Maclaren frá Bretlandi. Þær töpuðu viðureigninni 5&4. Keppt er í riðlum á mótinu þar sem fjögur lið eru í hverjum riðli. Efsta lið hvers riðli komast í undanúrslit. Bæði pör eru aftur í eldlínunni á morgun. Þá mæta Axel og Birgir Leifur ítölsku liði en Ólafía og Valdís keppa gegn Finnum. Keppt er á Gleneagles vellinum í Skotlandi. Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Íslandsmeistarinn Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson unnu fyrsta leik sinn á EM í golfi örugglega í Skotlandi í dag. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir töpuðu sínum fyrsta leik. Í dag hófst keppni á EM í golfi. Nýju móti sem fór af stað í tengslum við nýtt fyrirkomulag á Evrópumeistaramótum þar sem keppt er í fjölmörgum íþróttum á sama tíma, meðal annars sundi og frjálsum íþróttum. Í golfkeppninni er keppt í liðakeppni í svokölluðum fjórbolta í holukeppni. Þá leika báðir keppendur beggja liða holurnar og betra samanlagt skor liðsins telur á hverri holu. Birgir Leifur og Axel mættu þeim Lars Buijs og Christopher Mivis í fyrsta leik. Þeir unnu 6&5, það er þeir voru með sex holu forystu þegar aðeins fimm holur voru eftir og því ómögulegt fyrir Belgana að ná þeim og leik hætt. Ólafía Þórunn og Valdís Þóra mættu Michele Thomson og Meghan Maclaren frá Bretlandi. Þær töpuðu viðureigninni 5&4. Keppt er í riðlum á mótinu þar sem fjögur lið eru í hverjum riðli. Efsta lið hvers riðli komast í undanúrslit. Bæði pör eru aftur í eldlínunni á morgun. Þá mæta Axel og Birgir Leifur ítölsku liði en Ólafía og Valdís keppa gegn Finnum. Keppt er á Gleneagles vellinum í Skotlandi.
Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira