Stöðnun í farþegaflutningum Icelandair Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 9. ágúst 2018 08:00 Icelandair hefur flutt fleiri farþega á árinu en WOW air en fjölgunin á milli ára er þó umtalsvert minni. Vísir Heildarfjöldi farþega sem ferðuðust með Icelandair á fyrstu sjö mánuðum ársins stóð í stað miðað við sama tímabil í fyrra. Á sama tímabili fjölgaði farþegum WOW air um tæplega þriðjung. Fjármálastjóri Icelandair segir félagið gera ráð fyrir að samkeppni á markaðinum verði áfram hörð en jafnframt að offramboð geti ekki gengið til lengdar. Flugfélagin tvö birtu í vikunni helstu flutningatölur fyrir júlí og var skarpur munur þar á. Annars vegar nam fjöldi farþega Icelandair 519 þúsundum og fækkaði þeim um fimm prósent miðað við júlí á síðasta ári. Hins vegar flutti WOW air 409 þúsund farþega eða um 29 prósentum fleiri en í júlí árið 2017. Sætanýting flugfélaganna var einnig ólík. Hún var 92 prósent hjá WOW air en 85,3 prósent hjá Icelandair. Farþegum Icelandair fækkaði á milli ára í fimm af þeim sjö mánuðum sem eru liðnir af árinu. Tíu prósenta fjölgun í maí heldur félaginu þó réttu megin við núllið. Sé litið aftur til áramóta hefur Icelandair flutt 2.294.000 farþega, eða rúmlega 0,1 prósenti fleiri en á sama tímabili í fyrra.Þá hefur sætanýting verið lakari í öllum mánuðunum, samanborið við sömu mánuði í fyrra, nema einum. Öfugrar þróunar gætir hjá WOW air. Farþegum hefur fjölgað á milli ára í hverjum mánuði frá áramótum og sömu sögu má segja af sætanýtingunni sem hefur batnað undantekningalaust. „Í áætlunum okkar var ekki gert ráð fyrir verulegum vexti í fjölda farþega,“ segir Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group. „Í júlí erum við að sjá sömu þróun og var á öðrum ársfjórðungi. Sala á áfangastaði okkar í N-Ameríku hefur ekki fylgt framboðsaukningunni eftir á meðan sala til Evrópu hefur verið mjög góð.“ Bogi segir að skýra megi lakari sætanýtingu með sama hætti. Hann bendir á að til samanburðar hafi sætanýting á leiðum Icelandair í Evrópu verið 90,7 prósent og aukist um 2,9 prósentustig á sama tíma og sætanýting á leiðunum í Norður-Ameríku hafi verið 81,9 prósent og lækkað um 8,9 prósentustig.Offramboðið ósjálfbært Icelandair hefur að undanförnu aukið framboð sitt töluvert. Þannig hefur framboð sætiskílómetra aukist um að meðaltali um fimm prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Bogi segir að félagið sé að meta hvernig haga eigi framboðinu á næstu mánuðum. „Framboð á sætiskílómetrum er til stöðugrar skoðunar hjá félaginu. Við metum framboð og eftirspurn og tökum ákvarðanir um áætlun byggt á því mati. Við erum núna að skoða haustið og veturinn með tilliti til þessa.“ Spurður um horfurnar út árið svarar Bogi því að aðstæður séu krefjandi. „Við gerum ráð fyrir því að samkeppnin verði áfram hörð en offramboð á tilteknum mörkuðum getur aldrei gengið til lengdar. Sama gildir um verðþróun; hækkun olíuverðs og annarra kostnaðarliða kemur alltaf á endanum fram.“ Þegar lokað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni í gær hafði verð hlutabréfa í Icelandair lækkað um 3,4 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Greinandi hlutabréfa segir ástæðu til að hafa áhyggjur af Wow Air Eiginfjárstaða Icelandair er margfalt sterkari en Wow Air en að bera saman rekstur félaganna er samt eins og að bera saman epli og appelsínur. Þetta segir sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Hann segir ástæðu til að hafa áhyggjur af Wow Air en félagið hefur ekki enn birt ársreikning fyrir síðasta ár. 2. ágúst 2018 19:30 Hærra verð forsenda þess að spá rætist Greinendur segja stjórnendur Icelandair Group ekki mega treysta á að flugfargjöld hækki á síðari hluta ársins. Hagfræðingur Íslands- banka segir ekkert flugfélag vilja verða fyrst til þess að hækka verðið. 3. ágúst 2018 05:30 Eftirspurn eftir flugi gæti dalað Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur líklegt að hærri fargjöld muni draga úr eftirspurn eftir flugi. 4. ágúst 2018 07:30 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Heildarfjöldi farþega sem ferðuðust með Icelandair á fyrstu sjö mánuðum ársins stóð í stað miðað við sama tímabil í fyrra. Á sama tímabili fjölgaði farþegum WOW air um tæplega þriðjung. Fjármálastjóri Icelandair segir félagið gera ráð fyrir að samkeppni á markaðinum verði áfram hörð en jafnframt að offramboð geti ekki gengið til lengdar. Flugfélagin tvö birtu í vikunni helstu flutningatölur fyrir júlí og var skarpur munur þar á. Annars vegar nam fjöldi farþega Icelandair 519 þúsundum og fækkaði þeim um fimm prósent miðað við júlí á síðasta ári. Hins vegar flutti WOW air 409 þúsund farþega eða um 29 prósentum fleiri en í júlí árið 2017. Sætanýting flugfélaganna var einnig ólík. Hún var 92 prósent hjá WOW air en 85,3 prósent hjá Icelandair. Farþegum Icelandair fækkaði á milli ára í fimm af þeim sjö mánuðum sem eru liðnir af árinu. Tíu prósenta fjölgun í maí heldur félaginu þó réttu megin við núllið. Sé litið aftur til áramóta hefur Icelandair flutt 2.294.000 farþega, eða rúmlega 0,1 prósenti fleiri en á sama tímabili í fyrra.Þá hefur sætanýting verið lakari í öllum mánuðunum, samanborið við sömu mánuði í fyrra, nema einum. Öfugrar þróunar gætir hjá WOW air. Farþegum hefur fjölgað á milli ára í hverjum mánuði frá áramótum og sömu sögu má segja af sætanýtingunni sem hefur batnað undantekningalaust. „Í áætlunum okkar var ekki gert ráð fyrir verulegum vexti í fjölda farþega,“ segir Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group. „Í júlí erum við að sjá sömu þróun og var á öðrum ársfjórðungi. Sala á áfangastaði okkar í N-Ameríku hefur ekki fylgt framboðsaukningunni eftir á meðan sala til Evrópu hefur verið mjög góð.“ Bogi segir að skýra megi lakari sætanýtingu með sama hætti. Hann bendir á að til samanburðar hafi sætanýting á leiðum Icelandair í Evrópu verið 90,7 prósent og aukist um 2,9 prósentustig á sama tíma og sætanýting á leiðunum í Norður-Ameríku hafi verið 81,9 prósent og lækkað um 8,9 prósentustig.Offramboðið ósjálfbært Icelandair hefur að undanförnu aukið framboð sitt töluvert. Þannig hefur framboð sætiskílómetra aukist um að meðaltali um fimm prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Bogi segir að félagið sé að meta hvernig haga eigi framboðinu á næstu mánuðum. „Framboð á sætiskílómetrum er til stöðugrar skoðunar hjá félaginu. Við metum framboð og eftirspurn og tökum ákvarðanir um áætlun byggt á því mati. Við erum núna að skoða haustið og veturinn með tilliti til þessa.“ Spurður um horfurnar út árið svarar Bogi því að aðstæður séu krefjandi. „Við gerum ráð fyrir því að samkeppnin verði áfram hörð en offramboð á tilteknum mörkuðum getur aldrei gengið til lengdar. Sama gildir um verðþróun; hækkun olíuverðs og annarra kostnaðarliða kemur alltaf á endanum fram.“ Þegar lokað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni í gær hafði verð hlutabréfa í Icelandair lækkað um 3,4 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Greinandi hlutabréfa segir ástæðu til að hafa áhyggjur af Wow Air Eiginfjárstaða Icelandair er margfalt sterkari en Wow Air en að bera saman rekstur félaganna er samt eins og að bera saman epli og appelsínur. Þetta segir sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Hann segir ástæðu til að hafa áhyggjur af Wow Air en félagið hefur ekki enn birt ársreikning fyrir síðasta ár. 2. ágúst 2018 19:30 Hærra verð forsenda þess að spá rætist Greinendur segja stjórnendur Icelandair Group ekki mega treysta á að flugfargjöld hækki á síðari hluta ársins. Hagfræðingur Íslands- banka segir ekkert flugfélag vilja verða fyrst til þess að hækka verðið. 3. ágúst 2018 05:30 Eftirspurn eftir flugi gæti dalað Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur líklegt að hærri fargjöld muni draga úr eftirspurn eftir flugi. 4. ágúst 2018 07:30 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Greinandi hlutabréfa segir ástæðu til að hafa áhyggjur af Wow Air Eiginfjárstaða Icelandair er margfalt sterkari en Wow Air en að bera saman rekstur félaganna er samt eins og að bera saman epli og appelsínur. Þetta segir sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Hann segir ástæðu til að hafa áhyggjur af Wow Air en félagið hefur ekki enn birt ársreikning fyrir síðasta ár. 2. ágúst 2018 19:30
Hærra verð forsenda þess að spá rætist Greinendur segja stjórnendur Icelandair Group ekki mega treysta á að flugfargjöld hækki á síðari hluta ársins. Hagfræðingur Íslands- banka segir ekkert flugfélag vilja verða fyrst til þess að hækka verðið. 3. ágúst 2018 05:30
Eftirspurn eftir flugi gæti dalað Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur líklegt að hærri fargjöld muni draga úr eftirspurn eftir flugi. 4. ágúst 2018 07:30