Arabar reiðir vegna nýrra þjóðríkislaga Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. júlí 2018 06:00 Umdeilt frumvarp um að Ísrael skuli verða þjóðríki Gyðinga var í gær samþykkt á þinginu þar í landi. Löggjöfin kveður á um að Gyðingar hafi sjálfsákvörðunarrétt í landinu og eykur vægi hebresku á kostnað arabísku. Til þessa hafa hebreska og arabíska verið á sama stalli sem opinber tungumál en nú verður arabíska eiginlegt annað tungumál ríkisins. Þingmenn af arabískum uppruna brugðust illa við samþykkt frumvarpsins og samkvæmt BBC veifaði einn þeirra svörtum fána á meðan aðrir rifu eintök sín í tætlur. Um fimmtungur ísraelskra ríkisborgara er fyrst og fremst arabískumælandi og af arabískum uppruna. Þar á meðal eru fjölmargir Palestínumenn. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra fagnaði samþykktinni og sagði um sögulega stund að ræða. „Ísrael er þjóðríki Gyðinga, og virðir réttindi allra ríkisborgara,“ sagði ráðherrann til að mynda. Saeb Erekat, formaður samninganefndar Palestínumanna, fordæmdi hins vegar löggjöfina. „Þessi fordómafullu lög munu grafa undan réttindum okkar.“ Í umfjöllun BBC um málið kom fram að hluti ísraelskra stjórnmálamanna hefði áhyggjur af því að hætta væri á að sú hugsjón að Ísrael sé ríki Gyðinga dæi út. Áhyggjur af hárri fæðingartíðni ísraelskra Araba og fjölmörgu öðru hefðu því orðið til þess að þessi umdeilda löggjöf var samþykkt. Netanjahú hefur ítrekað farið fram á að Palestínumenn viðurkenni Ísrael sem ríki Gyðinga í hverjum þeim friðarsamningi sem kann að vera gerður. Því hefur Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ætíð hafnað. –þea Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Umdeilt frumvarp um að Ísrael skuli verða þjóðríki Gyðinga var í gær samþykkt á þinginu þar í landi. Löggjöfin kveður á um að Gyðingar hafi sjálfsákvörðunarrétt í landinu og eykur vægi hebresku á kostnað arabísku. Til þessa hafa hebreska og arabíska verið á sama stalli sem opinber tungumál en nú verður arabíska eiginlegt annað tungumál ríkisins. Þingmenn af arabískum uppruna brugðust illa við samþykkt frumvarpsins og samkvæmt BBC veifaði einn þeirra svörtum fána á meðan aðrir rifu eintök sín í tætlur. Um fimmtungur ísraelskra ríkisborgara er fyrst og fremst arabískumælandi og af arabískum uppruna. Þar á meðal eru fjölmargir Palestínumenn. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra fagnaði samþykktinni og sagði um sögulega stund að ræða. „Ísrael er þjóðríki Gyðinga, og virðir réttindi allra ríkisborgara,“ sagði ráðherrann til að mynda. Saeb Erekat, formaður samninganefndar Palestínumanna, fordæmdi hins vegar löggjöfina. „Þessi fordómafullu lög munu grafa undan réttindum okkar.“ Í umfjöllun BBC um málið kom fram að hluti ísraelskra stjórnmálamanna hefði áhyggjur af því að hætta væri á að sú hugsjón að Ísrael sé ríki Gyðinga dæi út. Áhyggjur af hárri fæðingartíðni ísraelskra Araba og fjölmörgu öðru hefðu því orðið til þess að þessi umdeilda löggjöf var samþykkt. Netanjahú hefur ítrekað farið fram á að Palestínumenn viðurkenni Ísrael sem ríki Gyðinga í hverjum þeim friðarsamningi sem kann að vera gerður. Því hefur Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ætíð hafnað. –þea
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira