Fótbolti

Evrópubann AC Milan fellt úr gildi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
AC Milan fær að keppa í Evrópu í vetur
AC Milan fær að keppa í Evrópu í vetur Vísir/Getty
AC Milan mun keppa í Evrópudeildinni á komandi tímabili. Íþróttadómstóllinn dæmdi bann UEFA á ítalska félagið úr gildi.

UEFA dæmdi AC Milan í bann frá Evrópukeppnum eftir brot á fjárhagsreglum sambandsins. Milan áfrýjaði banninu til Íþróttadómstólsins (e. Court of Arbitration for Sport) og dæmdi dómstóllinn Milan í hag.

Milan fékk sæti í Evrópudeildinni í gegnum árangur sinn í ítölsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili þar sem liðið endaði í sjötta sæti en fékk að heyra það i júní að UEFA bannaði þeim þáttöku.

Íþróttadómstóllinn dæmdi refsingu UEFA of harkalega og mun Milan því geta spilað í Evrópudeildinni. Það er hins vegar líklegt að félagið fái sekt því í dómnum var UEFA sagt að „finna refsingu við hæfi.“

Fréttatilkynning Íþróttadómstólsinsmynd/express.co.uk

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×