Erlent

Lögreglan skaut verslunarstjórann til bana

Samúel Karl Ólason skrifar
Eftir um þriggja klukkustunda umsátur gafst Atkins upp.
Eftir um þriggja klukkustunda umsátur gafst Atkins upp. Vísir/AP
Lögreglan í Los Angeles í Bandaríkjunum hefur staðfest að það var skot úr byssu lögregluþjóns, ekki gíslatökumannsins, sem hæfði Malyda Corado. Hún var verslunarstjóri Trader Joe‘s og lét lífið þegar Gene Evin Atkins lenti í skotbardaga við tvo lögregluþjóna fyrir utan verslunina. Þegar hann var særður flúði hann þar inn og tók gísla.

Corado var þá á leið úr versluninni. Áður hafði lögreglan sagt að Atkins hefði skotið Corado til bana en nú hefur annað komið í ljós.

Atkins hafði skotið ömmu sína sjö sinnum og þvingað aðra konu upp í bíl sinn. Lögreglan veitti honum eftirför og klessti hann bíll sinn fyrir utan verslunina. Eftir um þriggja klukkustunda umsátur gafst Atkins upp. Fyrst handjárnaði hann þó sjálfan sig og gaf sig fram við lögreglu.

Sjá einnig: Gíslatökumaðurinn í Los Angeles nafngreindur



AP fréttaveitan hefur eftir lögreglustjóranum Michael Moore að lögregluþjónarnir hafi haft áhyggjur af því að Atkins myndi myrða fjölda fólks inn í versluninni. Því hafi þeir svarað skothríð hans þó vegfarendur hafi verið á svæðinu. Atkins skaut tveimur skotum að lögreglu þegar þeir svöruðu, særðu hann og felldu Corado.



„Þetta er versta, versta ákvörðun sem nokkur lögregluþjónn getur þurft að taka,“ sagði Moore.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×