Erlent

Svíar settir í grillbann vegna skógarelda

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þessi yrðu tekin á teppið á Skáni.
Þessi yrðu tekin á teppið á Skáni. Vísir/Getty
Svíum sem búsettir eru í suðurhluta Svíþjóðar hefur verið meinað að grilla í matinn. Grillbannið tók gildi á Skáni síðdegis í dag en tilgangur þess er að sporna við útbreiðslu skógarelda á svæðinu.

Fjölmargir skógareldar hafa geisað í Svíþjóð í mikilli hitabylgju sem gengið hefur yfir landið, og mestalla Evrópu, síðustu vikur. Hitabylgjunni fylgja miklir þurrkar og þá hafa vindar gert slökkvistarfi erfitt fyrir.

Sjá einnig: Mesti hiti í 262 ár

„Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir skógarelda líkt og geisa í norðri,“ var haft eftir Lars Persson, sérfræðingi í eldvörnum, á vef Sydsvenskan.

Þess vegna hafi verið tekin ákvörðun um að herða bann við eldamennsku utandyra, sem áður náði ekki til almennra borgara inni á heimilum sínum.


Tengdar fréttir

Mesti hiti í 262 ár

Á meðan við hér uppi á Íslandi kvörtum yfir kulda og votviðri fárast frændur okkar í Svíþjóð yfir hita og rigningarleysi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×