Stjarnan þarf góð úrslit í kvöld til að eiga séns í einvíginu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. júlí 2018 12:30 Stjarnan mætir FC Kaupmannahöfn í annari umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA á Samsungvellinum í Garðabæ í kvöld. Góð úrslit á heimavelli gætu gert gæfumuninn í einvíginu. „Útileikurinn er á Parken, sem er mikil gryfja og FCK tapar fáum leikjum á þeim velli. Ég myndi telja að ef við ætlum að gera atlögu að þessu einvígi þá þurfum við að ná í góð úrslit á heimavellinum,“ sagði fyrirliði Stjörnunnar, Baldur Sigurðsson, við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Stjarnan vann öruggan 3-0 sigur á heimavelli í fyrstu umferð gegn Nömme Kalju og komst því áfram þrátt fyrir tap á útivelli í seinni leiknum. Andstæðingurinn í annari umferð er eitt stærsta og sögufrægasta lið Norðurlandanna. „FCK er með gríðarlega mikla sögu, bæði í deildinni heimafyrir og í Evrópukeppnum, svo við erum bara mjög spenntir yfir því að fá svona stórt lið á Samsungvöllinn,“ sagði Baldur.Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari Stjörnunnarvísir/báraStjörnumenn eru í baráttunni á mörgum vígstöðvum; í toppbaráttu í Pepsi deildinni, í undanúrslitum bikarkeppninnar og vilja fara sem lengst í Evrópu. Guðjón Baldvinsson fór meiddur af velli í leik Stjörnunnar og KR í vesturbænum um helgina líkt og Heiðar Ægisson. „Heiðar fótbrotnaði á móti KR, Ævar [Ingi Jóhannesson] er tæpur og Brynjar Gauti [Guðjónsson] í leikbanni þannig að það eru smá brotföll en við erum með gott lið,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar. Heiðar staðfesti við Fótbolta.net í gær að hann myndi ekki geta spilað meira með Stjörnunni í sumar. Leikur Stjörnunnar og FCK hefst klukkan 19:00 á Samsungvellinum í kvöld. Hann verður einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í beinni textalýsingu hér á Vísi. Evrópudeild UEFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira
Stjarnan mætir FC Kaupmannahöfn í annari umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA á Samsungvellinum í Garðabæ í kvöld. Góð úrslit á heimavelli gætu gert gæfumuninn í einvíginu. „Útileikurinn er á Parken, sem er mikil gryfja og FCK tapar fáum leikjum á þeim velli. Ég myndi telja að ef við ætlum að gera atlögu að þessu einvígi þá þurfum við að ná í góð úrslit á heimavellinum,“ sagði fyrirliði Stjörnunnar, Baldur Sigurðsson, við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Stjarnan vann öruggan 3-0 sigur á heimavelli í fyrstu umferð gegn Nömme Kalju og komst því áfram þrátt fyrir tap á útivelli í seinni leiknum. Andstæðingurinn í annari umferð er eitt stærsta og sögufrægasta lið Norðurlandanna. „FCK er með gríðarlega mikla sögu, bæði í deildinni heimafyrir og í Evrópukeppnum, svo við erum bara mjög spenntir yfir því að fá svona stórt lið á Samsungvöllinn,“ sagði Baldur.Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari Stjörnunnarvísir/báraStjörnumenn eru í baráttunni á mörgum vígstöðvum; í toppbaráttu í Pepsi deildinni, í undanúrslitum bikarkeppninnar og vilja fara sem lengst í Evrópu. Guðjón Baldvinsson fór meiddur af velli í leik Stjörnunnar og KR í vesturbænum um helgina líkt og Heiðar Ægisson. „Heiðar fótbrotnaði á móti KR, Ævar [Ingi Jóhannesson] er tæpur og Brynjar Gauti [Guðjónsson] í leikbanni þannig að það eru smá brotföll en við erum með gott lið,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar. Heiðar staðfesti við Fótbolta.net í gær að hann myndi ekki geta spilað meira með Stjörnunni í sumar. Leikur Stjörnunnar og FCK hefst klukkan 19:00 á Samsungvellinum í kvöld. Hann verður einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira