Útlendingastofnun fær fé frá hælisleitendum Sylvía Hall skrifar 28. júlí 2018 21:03 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Vísir Allt að 120 milljónir króna verða settar í rekstur Útlendingastofunnar, en féð verður tekið af fjármagni sem ætlað var hælisleitendum. Í kvöldfréttum RÚV segir Sigríður Andersen dómsmálaráðherra að þetta muni ekki verða til þess að þjónusta við hælisleitendur skerðist. Fjárlög þessa árs gerðu ráð fyrir 2,7 milljörðum króna í þjónustu við hælisleitendur hér á landi sem bíða úrlausnar sinna mála. Í gær tilkynnti dómsmálaráðherra að hún ætlaði að taka allt að 120 milljónir króna af upphæðinni og nota í rekstur Útlendingastofnunar. Hún segir þetta fé gera stofnuninni kleift að klára úrvinnslu umsókna sem hafa komið á borð Útlendingastofnunar og flýta afgreiðslu mála, sem hún segir taka of langan tíma. Að sögn Sigríðar er efnismeðferð hjá stofnuninni yfir 200 dagar. Umsóknum frá ríkjum sem teljast ekki „örugg“ fer fjölgandi og því segir Sigríður stofnunina þurfa að búa yfir mannafla og þekkingu til að takast á við slík mál. Hún segir mikinn fjölda umsókna tengjast straumi flóttafólks í Evrópu og vonar að sú þróun sé tímabundin, en ítrekar að hún krefjist mikillar vinnu. Þrátt fyrir þessa skerðingu segir hún þjónustu við hælisleitendur lögbundna og því muni þetta ekki hafa teljandi áhrif, en þjónustan er meðal annars í gegnum samninga við sveitarfélög. Hún vonast til þetta verði til þess að hælisleitendur fái úrlausn mála fyrr og þannig verði hægt að stytta dvalartíma þeirra sem bíða eftir afgreiðslu umsókna. Hælisleitendur Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Trudeau segir af sér Erlent Fleiri fréttir Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Sjá meira
Allt að 120 milljónir króna verða settar í rekstur Útlendingastofunnar, en féð verður tekið af fjármagni sem ætlað var hælisleitendum. Í kvöldfréttum RÚV segir Sigríður Andersen dómsmálaráðherra að þetta muni ekki verða til þess að þjónusta við hælisleitendur skerðist. Fjárlög þessa árs gerðu ráð fyrir 2,7 milljörðum króna í þjónustu við hælisleitendur hér á landi sem bíða úrlausnar sinna mála. Í gær tilkynnti dómsmálaráðherra að hún ætlaði að taka allt að 120 milljónir króna af upphæðinni og nota í rekstur Útlendingastofnunar. Hún segir þetta fé gera stofnuninni kleift að klára úrvinnslu umsókna sem hafa komið á borð Útlendingastofnunar og flýta afgreiðslu mála, sem hún segir taka of langan tíma. Að sögn Sigríðar er efnismeðferð hjá stofnuninni yfir 200 dagar. Umsóknum frá ríkjum sem teljast ekki „örugg“ fer fjölgandi og því segir Sigríður stofnunina þurfa að búa yfir mannafla og þekkingu til að takast á við slík mál. Hún segir mikinn fjölda umsókna tengjast straumi flóttafólks í Evrópu og vonar að sú þróun sé tímabundin, en ítrekar að hún krefjist mikillar vinnu. Þrátt fyrir þessa skerðingu segir hún þjónustu við hælisleitendur lögbundna og því muni þetta ekki hafa teljandi áhrif, en þjónustan er meðal annars í gegnum samninga við sveitarfélög. Hún vonast til þetta verði til þess að hælisleitendur fái úrlausn mála fyrr og þannig verði hægt að stytta dvalartíma þeirra sem bíða eftir afgreiðslu umsókna.
Hælisleitendur Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Trudeau segir af sér Erlent Fleiri fréttir Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Sjá meira