Afkastamesti fjarreikistjörnukönnuðurinn nálgast endalokin Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2018 10:15 Kepler var komið fyrir um 150 kílómetrum á eftir jörðinni á braut hennar um sólina. Því var ekki hlaupið að því að gera við hjól sem héldu sjónaukanum stöðugum þegar þau biluðu 2012 og 2013. NASA Kepler-geimsjónaukinn hefur verið settur í dvala eftir að stjórnendur leiðangursins hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA fengu tilkynningu um að eldsneytisbirgðir hans væru nær að þrotum komnar. Sjónaukinn hefur fundið þúsundir fjarreikistjarna frá því að hann var tekinn í notkun árið 2009. Stjórnendur Kepler hafa fylgst grannt með eldsneytisbirgðum sjónaukans undanfarið. Búist er við því að þær klárist á næstu mánuðum. Þeir ákváðu að setja sjónaukann í dvala á meðan þeir ná í gögn sem hann hefur safnað í síðasta verkefni sínu, að því er segir í frétt á vef NASA. Kepler verður vakinn af værum blundi 2. ágúst og loftneti sjónaukans beint að jörðinni til að senda gögnin heim. Gangi allt að óskum hefur Kepler nýtt rannsóknaverkefni 6. ágúst þangað til eldsneytið þrýtur endanlega. Forgangsmál er hins vegar að koma gögnunum sem þegar hefur verið safnað til skila áður.The fuel is running very low on the spacecraft, and we're pausing observations so we can download some valuable science data. Learn more: https://t.co/B0zxzro5or pic.twitter.com/c1LKOQPTbC— NASA Kepler and K2 (@NASAKepler) July 6, 2018 Markmið Kepler-leiðangursins var að leita að fjarreikistjörnum í Vetrarbrautinni. Á þeim rúmu níu árum sem sjónaukinn hefur verið í geimnum hefur hann fundið 2.650 staðfestar fjarreikistjörnur og fjölda annarra sem ekki hafa verið staðfestar. Leiðangurinn hefur ítrekað verið framlengdur en hann átti upphaflega að standa yfir í þrjú og hálft ár. Endist eldsneytið hefur Kepler sitt átjánda athuganaverkefni í næsta mánuði. Hugvit verkfræðinga leiðangursins komu í veg fyrir að honum lyki fyrir fimm árum. Þá höfðu tvö hjól sem halda sjónaukanum stöðugum bilað. Án þeirra hefði verið útilokað fyrir sjónaukann að halda áfram athugununum sem krefjast gríðarlegrar nákvæmni. Verkfræðingunum hugkvæmdist að nota þrýsting frá geislum sólarinnar á sólarrafhlöður sjónaukans til þess að halda honum stöðugum. Vísindi Tengdar fréttir Geimsjónauki NASA á síðustu dropunum Kepler-geimsjónaukinn hefur fundið aragrúa fjarreikistjarna frá því að honum var skotið á loft árið 2009. Leiðrangrinum lýkur á næstu mánuðunum. 15. mars 2018 12:18 Hefja leit að fjarreikistjörnum í bakgarði okkar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna og SpaceX munu í kvöld skjóta sjónaukanum Transiting Exoplanet Survey Satellite eða Tess á braut um Jörðu. 16. apríl 2018 17:00 Bæta tæknina til að finna fjarlægar jarðir Guðmundur Kári Stefánsson vinnur að því að gera mælitæki nákvæmari svo hægt verði að finna lífvænlega hnetti á braut um aðrar stjörnur. 26. september 2017 21:00 Gervigreind fann sólkerfi með átta reikistjörnur Búið er að finna jafningja sólkerfis okkar. 14. desember 2017 23:05 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Kepler-geimsjónaukinn hefur verið settur í dvala eftir að stjórnendur leiðangursins hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA fengu tilkynningu um að eldsneytisbirgðir hans væru nær að þrotum komnar. Sjónaukinn hefur fundið þúsundir fjarreikistjarna frá því að hann var tekinn í notkun árið 2009. Stjórnendur Kepler hafa fylgst grannt með eldsneytisbirgðum sjónaukans undanfarið. Búist er við því að þær klárist á næstu mánuðum. Þeir ákváðu að setja sjónaukann í dvala á meðan þeir ná í gögn sem hann hefur safnað í síðasta verkefni sínu, að því er segir í frétt á vef NASA. Kepler verður vakinn af værum blundi 2. ágúst og loftneti sjónaukans beint að jörðinni til að senda gögnin heim. Gangi allt að óskum hefur Kepler nýtt rannsóknaverkefni 6. ágúst þangað til eldsneytið þrýtur endanlega. Forgangsmál er hins vegar að koma gögnunum sem þegar hefur verið safnað til skila áður.The fuel is running very low on the spacecraft, and we're pausing observations so we can download some valuable science data. Learn more: https://t.co/B0zxzro5or pic.twitter.com/c1LKOQPTbC— NASA Kepler and K2 (@NASAKepler) July 6, 2018 Markmið Kepler-leiðangursins var að leita að fjarreikistjörnum í Vetrarbrautinni. Á þeim rúmu níu árum sem sjónaukinn hefur verið í geimnum hefur hann fundið 2.650 staðfestar fjarreikistjörnur og fjölda annarra sem ekki hafa verið staðfestar. Leiðangurinn hefur ítrekað verið framlengdur en hann átti upphaflega að standa yfir í þrjú og hálft ár. Endist eldsneytið hefur Kepler sitt átjánda athuganaverkefni í næsta mánuði. Hugvit verkfræðinga leiðangursins komu í veg fyrir að honum lyki fyrir fimm árum. Þá höfðu tvö hjól sem halda sjónaukanum stöðugum bilað. Án þeirra hefði verið útilokað fyrir sjónaukann að halda áfram athugununum sem krefjast gríðarlegrar nákvæmni. Verkfræðingunum hugkvæmdist að nota þrýsting frá geislum sólarinnar á sólarrafhlöður sjónaukans til þess að halda honum stöðugum.
Vísindi Tengdar fréttir Geimsjónauki NASA á síðustu dropunum Kepler-geimsjónaukinn hefur fundið aragrúa fjarreikistjarna frá því að honum var skotið á loft árið 2009. Leiðrangrinum lýkur á næstu mánuðunum. 15. mars 2018 12:18 Hefja leit að fjarreikistjörnum í bakgarði okkar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna og SpaceX munu í kvöld skjóta sjónaukanum Transiting Exoplanet Survey Satellite eða Tess á braut um Jörðu. 16. apríl 2018 17:00 Bæta tæknina til að finna fjarlægar jarðir Guðmundur Kári Stefánsson vinnur að því að gera mælitæki nákvæmari svo hægt verði að finna lífvænlega hnetti á braut um aðrar stjörnur. 26. september 2017 21:00 Gervigreind fann sólkerfi með átta reikistjörnur Búið er að finna jafningja sólkerfis okkar. 14. desember 2017 23:05 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Geimsjónauki NASA á síðustu dropunum Kepler-geimsjónaukinn hefur fundið aragrúa fjarreikistjarna frá því að honum var skotið á loft árið 2009. Leiðrangrinum lýkur á næstu mánuðunum. 15. mars 2018 12:18
Hefja leit að fjarreikistjörnum í bakgarði okkar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna og SpaceX munu í kvöld skjóta sjónaukanum Transiting Exoplanet Survey Satellite eða Tess á braut um Jörðu. 16. apríl 2018 17:00
Bæta tæknina til að finna fjarlægar jarðir Guðmundur Kári Stefánsson vinnur að því að gera mælitæki nákvæmari svo hægt verði að finna lífvænlega hnetti á braut um aðrar stjörnur. 26. september 2017 21:00
Gervigreind fann sólkerfi með átta reikistjörnur Búið er að finna jafningja sólkerfis okkar. 14. desember 2017 23:05