Lineker ætlar að koma fram í Borat-skýlunni ef England verður heimsmeistari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2018 11:30 Gary Lineker og Borat í skýlunni. Vísir/Samsett/Getty Sjónvarpsmaðurinn og knattspyrnugoðsögnin Gary Lineker ætlar að bjóða upp á sannkallað „tískuslys“ í beinni útsendingu á þættinum Match of the Day á BBC. Til að svo verði þá þurfa landar hans í enska landsliðinu að tryggja sér heimsmeistaratitilinn á sunnudaginn. Enska landsliðið hefur staðið sig frábærlega á HM í Rússlandi og betur en flestir bjuggust við. Þar á meðal er einn helsti knattspyrnuspekingur ensku þjóðarinnar. Það vakti athygli þegar Gary Lineker lofaði og stóð við að kynna þáttinn sinn á nærbuxunum ef Leicester City yrði Englandsmeistari. Gary Lineker var lykilmaður hjá enska fótboltalandsliðinu þegar liðið komst í undanúrslit HM fyrir 28 árum síðan. Nú hefur hann gefið athyglisvert loforð fari enska liðið alla leið á HM í Rússlandi. Enska landsliðið mætir Króatíu í undanúrslitaleiknum annað kvöld en liðið komst síðast svona langt á HM í Ítalíu 1990. Þá skoraði Gary Lineker mark Englendinga í 1-1 jafntefli á móti Þýskalandi en Þjóðverjar unnu í vítakeppni. Lineker skoraði úr sinni vítaspyrnu en Stuart Pearce og Chris Waddle klikkuðu á tveimur síðustu spyrnum enska landsliðsins. Félagar Lineker hjá BBC minntu sinn mann á loforðið á Twitter í dag. Gary Lineker lofaði því nefnilega fyrir heimsmeistarakeppnina í Rússlandi að hann myndi kynna þáttinn sinn MOTD í Mankini-sundskýlu ef Englendingar yrðu heimsmeistarar.Ahead of #Croatia v #England in the #WorldCup semi-final, we thought we'd remind everyone about this: "@GaryLineker: 'If England win the World Cup 2018, I'd present MOTD in a mankini'" #bbcworldcup#croenghttps://t.co/FucsSotTUapic.twitter.com/eLtkT3soRF — BBC Newsround (@BBCNewsround) July 10, 2018 Mankini-sundskýlan er oftast kölluð Borat-skýlan en hver man ekki eftir þegar leikarinn Sacha Baron Cohen klæddist henni í grínmyndinni „Borat! Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan“ sem kom út árið 2006. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn og knattspyrnugoðsögnin Gary Lineker ætlar að bjóða upp á sannkallað „tískuslys“ í beinni útsendingu á þættinum Match of the Day á BBC. Til að svo verði þá þurfa landar hans í enska landsliðinu að tryggja sér heimsmeistaratitilinn á sunnudaginn. Enska landsliðið hefur staðið sig frábærlega á HM í Rússlandi og betur en flestir bjuggust við. Þar á meðal er einn helsti knattspyrnuspekingur ensku þjóðarinnar. Það vakti athygli þegar Gary Lineker lofaði og stóð við að kynna þáttinn sinn á nærbuxunum ef Leicester City yrði Englandsmeistari. Gary Lineker var lykilmaður hjá enska fótboltalandsliðinu þegar liðið komst í undanúrslit HM fyrir 28 árum síðan. Nú hefur hann gefið athyglisvert loforð fari enska liðið alla leið á HM í Rússlandi. Enska landsliðið mætir Króatíu í undanúrslitaleiknum annað kvöld en liðið komst síðast svona langt á HM í Ítalíu 1990. Þá skoraði Gary Lineker mark Englendinga í 1-1 jafntefli á móti Þýskalandi en Þjóðverjar unnu í vítakeppni. Lineker skoraði úr sinni vítaspyrnu en Stuart Pearce og Chris Waddle klikkuðu á tveimur síðustu spyrnum enska landsliðsins. Félagar Lineker hjá BBC minntu sinn mann á loforðið á Twitter í dag. Gary Lineker lofaði því nefnilega fyrir heimsmeistarakeppnina í Rússlandi að hann myndi kynna þáttinn sinn MOTD í Mankini-sundskýlu ef Englendingar yrðu heimsmeistarar.Ahead of #Croatia v #England in the #WorldCup semi-final, we thought we'd remind everyone about this: "@GaryLineker: 'If England win the World Cup 2018, I'd present MOTD in a mankini'" #bbcworldcup#croenghttps://t.co/FucsSotTUapic.twitter.com/eLtkT3soRF — BBC Newsround (@BBCNewsround) July 10, 2018 Mankini-sundskýlan er oftast kölluð Borat-skýlan en hver man ekki eftir þegar leikarinn Sacha Baron Cohen klæddist henni í grínmyndinni „Borat! Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan“ sem kom út árið 2006.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira