Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Sarpsborg 0-4 | Eyjamenn þurfa kraftaverk í Noregi Einar Kristinn Kárason á Hásteinsvelli skrifar 12. júlí 2018 21:45 Sindri Snær Magnússon er fyrirliði ÍBV vísir/ernir Það var ljóst fyrir leik að Eyjamönnum beið verðugt verkefni þegar liðið tók á móti norska úrvalsdeildarliðinu Sarpsborg 08 á Hásteinsvelli í dag í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Leikurinn fór skemmtilega af stað og mikil ákefð frá báðum liðum. Það lifði þó stutt en eftir einungis 5.mínútna leik varð Yvan Ercihot fyrir því óláni að fá höfuðhögg í baráttu við sóknarmann Sarpsborg og steinlá eftir í grasinu. Kalla varð á sjúkrabíl og börur en leikurinn tafðist um rúmar 10 mínútur á meðan hugað var að Yvan. Þegar leikurinn hófst loksins að nýju var ekki alveg sami hraði í honum en jafnræði var með liðunum sem fengu bæði góð færi í fyrri hálfleik. Gestirnir þó farnir að sýna eilítið meiri gæði. Shahab Zahedi slapp óvænt í gegn þegar nokkrar sekúndur voru eftir af hálfleiknum. Joonas Tamm hljóp hann uppi og virtist brjóta á Shahab rétt fyrir utan vítateig og ræna hann þannig marktækifæri en ekkert dæmt. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 0-0 og allt opið. Í síðari hálfleik fóru leikmenn Sarpsborg almennilega í gang og eftir um klukkustundar leik skoraði Rashad Muhammed fyrsta mark leiksins eftir góða sendingu Ole Jorgen Halvorsen. Nokkrum mínútum síðar hefði Gunnar Heiðar Þorvaldsson getað jafnað leikinn en skot hans hafnaði í stönginni. Patrick Morgensen kom gestunum svo í 0-2 þegar hann vippaði laglega yfir Halldór Pál og í stöngina og inn. Ljóst var að róðurinn var orðinn erfiður fyrir Eyjamenn. Eftir þetta fékk ÍBV svolítið að halda boltanum og voru Eyjamenn mikið inni á vallarhelmingi Sarpsborg en þó án þess að skapa alvöru marktækifæri. Bæði lið áttu svo tilraunir undir lok leiks en þegar venjulegur leiktími var liðinn fengu Norðmennirnir tvö mörk nánast gefins eftir klaufalegan varnarleik. Þar voru að verki maður leiksins, Ole Jorgen Halvorsen, og Amin Askar sem var sprækur á hægri vængnum hjá Sarpsborg. Leiknum lauk því með 0-4 sigri Sarpsborg en liðin mætast svo í seinni leiknum í Noregi eftir viku.Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV.vísir/eyþórKristján: Þýðir ekki að kalla „dómari, dómari“ „Við vorum bara fínir í fyrri hálfleik og það er nú ýmislegt ágætt í seinni hálfleik líka,“ sagði Kristján Guðmundsson eftir leik. „Við erum að spila á móti það sterku liði að ef að við nýtum ekki þessi góðu færi sem við fengum í fyrri hálfleik þá getur svona gerst." „Hefðum við náð inn fyrsta markinu hefðum við spilað seinni hálfleikinn allt öðruvísi. Við reyndum að halda áfram þeim leik sem við vorum með í fyrri hálfleik en það gekk ekki og þeir gengu á lagið og við gerum mistök í varnarleiknum og þeir skora fyrsta markið. Það var svolítið vont.“ Eyjamenn fengu á sig 2 mörk í blálokin. Kristján talar um að reynsluleysi gæti hafa orðið þeim að falli. „Reynsluleysi og svekkelsi að við skyldum láta svona undir lokin. Það var alveg óþarfi að fá þessi 2 mörk á sig. Ef við værum með aðeins reynslumeira lið þá hefði þetta kannski ekki gerst.“ „Við erum að spila á móti fullorðnum karlmönnum sem rjúka í okkur og það þýðir ekkert að kalla 'dómari, dómari'.“ „Við getum tekið fyrri hálfleikinn úr þessum leik og eitthvað í seinni en það að þetta hafi farið svona að lokum eyðir svolítið frammistöðunni í fyrri hálfleik,“ sagði Kristján. Gunnari var ekki skemmt.vísir/eyþórGunnar Heiðar: Þeir voru skíthræddir við að koma hingað Gunnar Heiðar Þorvaldsson, framherji ÍBV var svekktur að leik loknum. „Fyrstu viðbrögðin er að þetta hafi verið fullstórt finnst mér. Þetta var nú ekki 4-0 leikur. Við töluðum um það fyrir leik að þetta væru tveir leikir og við ætluðum að reyna að ná sigri í dag svo við ættum fínan möguleika því þeir eru það sterkir á heimavelli.“ „Mér fannst við byrja vel. Ég þekki nokkra stráka í þessu liði og talaði við þá fyrir leik og þeir voru skíthræddir við að koma hingað. Maður fann það og ég sagði einmitt við peyjana í hálfleik að nú keyrum við á þá og gefum þessu sjéns og sýnum hvernig Hásteinsvöllur og stemmningin er.“ Yvan Erichot varð fyrir höfuðhöggi snemma leiks og tafðist leikurinn töluvert vegna þess. „Eftir að Yvan fer af velli byrjum við hægt en vinnum okkur aftur inn. Sköpum okkur tvö færi og það hefði verið fínt að fara inn í hálfleik. Við töluðum um að halda áfram þar sem við vorum komnir full aftarlega í lok fyrri hálfleiks. Þessi tvö mörk finnst mér svo aðeins of auðveld, og hvað þá þessi síðustu tvö. Þau eru alltof auðveld. Það hefði verið möguleiki að fara 2-0 út en 4-0 er erfitt,“ sagði Gunnar.Geir Bakke: Vorum vissir um að skora mark „Nei, það held ég ekki. Fótbolti er fótbolti. Ef þeir ná marki snemma leiks getur allt gerst,“ sagði Geir Bakke, þjálfari Sarpsborg aðspurður hvort einvígið væri búið. „Við bjuggumst ekki við því að skora 4 mörk eftir svo jafnan fyrri hálfeik. Við vorum vissir um að skora mark. Við höfðum góða tilfinningu fyrir því.“ Hvernig voru gestirnir frá Noregi undirbúnir fyrir þennan leik? „Við vorum vel undirbúnir. Við vorum með heimildir og efni um liðið. Þú mátt fá það lánað eftir leik ef þú vilt, en já, við vorum með fullt af upplýsingum og einnig um einstaklinga í liðinu sem voru virkilega góðir og við vorum hrifnir,“ sagði Geir að lokum. Evrópudeild UEFA
Það var ljóst fyrir leik að Eyjamönnum beið verðugt verkefni þegar liðið tók á móti norska úrvalsdeildarliðinu Sarpsborg 08 á Hásteinsvelli í dag í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Leikurinn fór skemmtilega af stað og mikil ákefð frá báðum liðum. Það lifði þó stutt en eftir einungis 5.mínútna leik varð Yvan Ercihot fyrir því óláni að fá höfuðhögg í baráttu við sóknarmann Sarpsborg og steinlá eftir í grasinu. Kalla varð á sjúkrabíl og börur en leikurinn tafðist um rúmar 10 mínútur á meðan hugað var að Yvan. Þegar leikurinn hófst loksins að nýju var ekki alveg sami hraði í honum en jafnræði var með liðunum sem fengu bæði góð færi í fyrri hálfleik. Gestirnir þó farnir að sýna eilítið meiri gæði. Shahab Zahedi slapp óvænt í gegn þegar nokkrar sekúndur voru eftir af hálfleiknum. Joonas Tamm hljóp hann uppi og virtist brjóta á Shahab rétt fyrir utan vítateig og ræna hann þannig marktækifæri en ekkert dæmt. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 0-0 og allt opið. Í síðari hálfleik fóru leikmenn Sarpsborg almennilega í gang og eftir um klukkustundar leik skoraði Rashad Muhammed fyrsta mark leiksins eftir góða sendingu Ole Jorgen Halvorsen. Nokkrum mínútum síðar hefði Gunnar Heiðar Þorvaldsson getað jafnað leikinn en skot hans hafnaði í stönginni. Patrick Morgensen kom gestunum svo í 0-2 þegar hann vippaði laglega yfir Halldór Pál og í stöngina og inn. Ljóst var að róðurinn var orðinn erfiður fyrir Eyjamenn. Eftir þetta fékk ÍBV svolítið að halda boltanum og voru Eyjamenn mikið inni á vallarhelmingi Sarpsborg en þó án þess að skapa alvöru marktækifæri. Bæði lið áttu svo tilraunir undir lok leiks en þegar venjulegur leiktími var liðinn fengu Norðmennirnir tvö mörk nánast gefins eftir klaufalegan varnarleik. Þar voru að verki maður leiksins, Ole Jorgen Halvorsen, og Amin Askar sem var sprækur á hægri vængnum hjá Sarpsborg. Leiknum lauk því með 0-4 sigri Sarpsborg en liðin mætast svo í seinni leiknum í Noregi eftir viku.Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV.vísir/eyþórKristján: Þýðir ekki að kalla „dómari, dómari“ „Við vorum bara fínir í fyrri hálfleik og það er nú ýmislegt ágætt í seinni hálfleik líka,“ sagði Kristján Guðmundsson eftir leik. „Við erum að spila á móti það sterku liði að ef að við nýtum ekki þessi góðu færi sem við fengum í fyrri hálfleik þá getur svona gerst." „Hefðum við náð inn fyrsta markinu hefðum við spilað seinni hálfleikinn allt öðruvísi. Við reyndum að halda áfram þeim leik sem við vorum með í fyrri hálfleik en það gekk ekki og þeir gengu á lagið og við gerum mistök í varnarleiknum og þeir skora fyrsta markið. Það var svolítið vont.“ Eyjamenn fengu á sig 2 mörk í blálokin. Kristján talar um að reynsluleysi gæti hafa orðið þeim að falli. „Reynsluleysi og svekkelsi að við skyldum láta svona undir lokin. Það var alveg óþarfi að fá þessi 2 mörk á sig. Ef við værum með aðeins reynslumeira lið þá hefði þetta kannski ekki gerst.“ „Við erum að spila á móti fullorðnum karlmönnum sem rjúka í okkur og það þýðir ekkert að kalla 'dómari, dómari'.“ „Við getum tekið fyrri hálfleikinn úr þessum leik og eitthvað í seinni en það að þetta hafi farið svona að lokum eyðir svolítið frammistöðunni í fyrri hálfleik,“ sagði Kristján. Gunnari var ekki skemmt.vísir/eyþórGunnar Heiðar: Þeir voru skíthræddir við að koma hingað Gunnar Heiðar Þorvaldsson, framherji ÍBV var svekktur að leik loknum. „Fyrstu viðbrögðin er að þetta hafi verið fullstórt finnst mér. Þetta var nú ekki 4-0 leikur. Við töluðum um það fyrir leik að þetta væru tveir leikir og við ætluðum að reyna að ná sigri í dag svo við ættum fínan möguleika því þeir eru það sterkir á heimavelli.“ „Mér fannst við byrja vel. Ég þekki nokkra stráka í þessu liði og talaði við þá fyrir leik og þeir voru skíthræddir við að koma hingað. Maður fann það og ég sagði einmitt við peyjana í hálfleik að nú keyrum við á þá og gefum þessu sjéns og sýnum hvernig Hásteinsvöllur og stemmningin er.“ Yvan Erichot varð fyrir höfuðhöggi snemma leiks og tafðist leikurinn töluvert vegna þess. „Eftir að Yvan fer af velli byrjum við hægt en vinnum okkur aftur inn. Sköpum okkur tvö færi og það hefði verið fínt að fara inn í hálfleik. Við töluðum um að halda áfram þar sem við vorum komnir full aftarlega í lok fyrri hálfleiks. Þessi tvö mörk finnst mér svo aðeins of auðveld, og hvað þá þessi síðustu tvö. Þau eru alltof auðveld. Það hefði verið möguleiki að fara 2-0 út en 4-0 er erfitt,“ sagði Gunnar.Geir Bakke: Vorum vissir um að skora mark „Nei, það held ég ekki. Fótbolti er fótbolti. Ef þeir ná marki snemma leiks getur allt gerst,“ sagði Geir Bakke, þjálfari Sarpsborg aðspurður hvort einvígið væri búið. „Við bjuggumst ekki við því að skora 4 mörk eftir svo jafnan fyrri hálfeik. Við vorum vissir um að skora mark. Við höfðum góða tilfinningu fyrir því.“ Hvernig voru gestirnir frá Noregi undirbúnir fyrir þennan leik? „Við vorum vel undirbúnir. Við vorum með heimildir og efni um liðið. Þú mátt fá það lánað eftir leik ef þú vilt, en já, við vorum með fullt af upplýsingum og einnig um einstaklinga í liðinu sem voru virkilega góðir og við vorum hrifnir,“ sagði Geir að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti