NATO leiðtogar kannast ekki við að hafa lofað Trump neinni hækkun framlaga Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 12. júlí 2018 19:03 Aðrir leiðtogar NATO ríkjanna kannast ekki við lýsingar Trumps af fundinum. Vísir/Getty Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins kannast ekki við að hafa samþykkt neina aukningu á útgjöldum til varnarmála á nýafstöðnum fundi þrátt fyrir yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Trump fullyrti að leiðtogarnir hefðu orðið við kröfu sinni um að auka framlög til NATO og þannig hefði hann náð að styrkja bandalagið til frambúðar. Hann hefur lengi lýst óánægju sinni með að Bandaríkin greiði stærstan hluta rekstrarkostnaðar NATO. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir hins vegar að það sé ekki allskostar rétt. Þvert á móti hafi leiðtogarnir ákveðið að halda sig við fyrri stefnu um að auka útgjöldin í áföngum til ársins 2024. Að endingu muni flest ríkin ná því yfirlýsta markmiði að verja 2% af þjóðarframleiðslu sinni til varnarmála eins og lengi hafi staðið til. Hins vegar hafi ákafi Trumps á fundinum vissulega gert hinum leiðtogunum ljóst hversu aðkallandi það væri að jafna greiðslubyrði aðildarríkjanna. Leiðtogar Ítalíu, Kanada og Frakklands hafa allir sent frá sér yfirlýsingar þess efnis að ekki hafi verið fallist á nein ný útgjöld á fundinum með Trump. Aðeins hafi verið ákveðið að halda til streitu samkomulagi frá 2014 um aukningu útgjalda í skrefum. Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir að lýsingar Trumps af leiðtogafundinum passi ekki við sína upplifun. Þetta hafi ekki verið mikill átakafundur heldur hafi allir talað af yfirvegun og virðingu. NATO Tengdar fréttir Næturstaður forsetahjónanna í London víggirtur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er kominn í opinbera heimsókn til Bretlands. Air Force One þota forsetans lenti á Stanstead-flugvelli fyrr í dag. 12. júlí 2018 16:00 Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). 12. júlí 2018 10:52 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins kannast ekki við að hafa samþykkt neina aukningu á útgjöldum til varnarmála á nýafstöðnum fundi þrátt fyrir yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Trump fullyrti að leiðtogarnir hefðu orðið við kröfu sinni um að auka framlög til NATO og þannig hefði hann náð að styrkja bandalagið til frambúðar. Hann hefur lengi lýst óánægju sinni með að Bandaríkin greiði stærstan hluta rekstrarkostnaðar NATO. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir hins vegar að það sé ekki allskostar rétt. Þvert á móti hafi leiðtogarnir ákveðið að halda sig við fyrri stefnu um að auka útgjöldin í áföngum til ársins 2024. Að endingu muni flest ríkin ná því yfirlýsta markmiði að verja 2% af þjóðarframleiðslu sinni til varnarmála eins og lengi hafi staðið til. Hins vegar hafi ákafi Trumps á fundinum vissulega gert hinum leiðtogunum ljóst hversu aðkallandi það væri að jafna greiðslubyrði aðildarríkjanna. Leiðtogar Ítalíu, Kanada og Frakklands hafa allir sent frá sér yfirlýsingar þess efnis að ekki hafi verið fallist á nein ný útgjöld á fundinum með Trump. Aðeins hafi verið ákveðið að halda til streitu samkomulagi frá 2014 um aukningu útgjalda í skrefum. Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir að lýsingar Trumps af leiðtogafundinum passi ekki við sína upplifun. Þetta hafi ekki verið mikill átakafundur heldur hafi allir talað af yfirvegun og virðingu.
NATO Tengdar fréttir Næturstaður forsetahjónanna í London víggirtur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er kominn í opinbera heimsókn til Bretlands. Air Force One þota forsetans lenti á Stanstead-flugvelli fyrr í dag. 12. júlí 2018 16:00 Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). 12. júlí 2018 10:52 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Næturstaður forsetahjónanna í London víggirtur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er kominn í opinbera heimsókn til Bretlands. Air Force One þota forsetans lenti á Stanstead-flugvelli fyrr í dag. 12. júlí 2018 16:00
Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). 12. júlí 2018 10:52