Telur íhaldsmenn opna fyrir annarri Brexit-kosningu Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2018 08:06 Justine Greening segir að enginn sé sáttur með samkomulagið sem liggur fyrir þinginu. Vísir/getty Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í grein sem hún skrifar í stórblaðið Times í dag segist Greening þekkja til annarra þungavigtarmanna í Íhaldsflokknum sem séu á sama máli. Greening, sem lýst er sem miklum áhrifamanni í stjórnarflokknum, segir að núverandi stefna í Brexit-málum, sem kristallast í samkomulagi sem kynnt var í síðustu viku, hugnist ekki neinum. Bæði þeir sem vilji útgöngu sem og stuðningmenn aðildar séu ósáttir við samkomulagið. Ráðherrann fyrrverandi segir að í raun sé aðeins þrennt í stöðunni fyrir Breta: Fylgja hinni óvinsælu stefnu Theresu May, segja sig úr Evrópusambandinu án samnings eða kjósa um útgönguna á ný. Greening hallast sem fyrr segir að síðasta möguleikanum. Hún segir að Brexit sé komið í algjöran hnút og að eina leiðin til að koma því aftur á skrið sé að endurnýja umboð stjórnmálamannanna sem komið hafi málinu á þennan stað. Greening leggur til að kosið verði um valmöguleikana þrjá sem nefndir eru hér að ofan. Hún leggur til að kosið verði í tveimur umferðum til að tryggja meirihlutastuðning.Ná Brexit frá flokksgæðingunum „Ég er einfaldlega að benda á það sem allir sjá í þinginu,“ sagði Greening í samtali við breska ríkisútvarpið í morgun. Aðspurð um hvort að hún telji að leiðin sem hún leggi til njóti stuðnings annarra í Íhaldsflokknum segir hún: „Já, ég held það.“ Greening segir að fyrrnefnd áætlun forsætisráðherrans sé svo gott sem dauð. Áætlunin sé „einlæg og snjöll málamiðlun,“ en engu að síður sé hún gjörsamlega óframkvæmanleg - ekki síst vegna þess að „allir“ séu ósáttir við hana. Greening telur það til mikils vansa fyrir Brexit-ferlið að það skuli verið unnið eftir flokkslínum. Málið er að hennar mati þverpólitískt og því gæti þjóðaratkvæðagreiðsla vrerið góð leið til að hrifsa þetta stóra hagsmunamál úr höndum flokksgæðinganna. „Við þurfum ekki meiri tíma. Við þurfum skýra stefnu sem við getum fylgt eftir,“ segir Greening. Brexit Tengdar fréttir Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ráðin sem Trump Bandaríkjaforseti gaf henni varðandi Brexit hafi verið að lögsækja Evrópusambandið. 15. júlí 2018 10:30 Samkomulag í höfn innan bresku ríkisstjórnarinnar um sambandið við ESB Samkomulagið felur það í sér að samið verður um fríverslun með iðnaðar- og landbúnaðarvörur á milli Bretlands og ESB. 6. júlí 2018 21:58 Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02 Spenna innan bresku ríkisstjórnarinnar fyrir Brexit-uppgjör Breska ríkisstjórnin reynir að stilla saman strengi sína varðandi Brexit á fundi utan við London í dag. Jafnvel er búist við afsögnum ráðherra. 6. júlí 2018 12:14 Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Tveir áhrifamenn úr ríkisstjórn May hafa sagt af sér vegna óánægju með Brexit-stefnu hennar. 10. júlí 2018 12:21 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í grein sem hún skrifar í stórblaðið Times í dag segist Greening þekkja til annarra þungavigtarmanna í Íhaldsflokknum sem séu á sama máli. Greening, sem lýst er sem miklum áhrifamanni í stjórnarflokknum, segir að núverandi stefna í Brexit-málum, sem kristallast í samkomulagi sem kynnt var í síðustu viku, hugnist ekki neinum. Bæði þeir sem vilji útgöngu sem og stuðningmenn aðildar séu ósáttir við samkomulagið. Ráðherrann fyrrverandi segir að í raun sé aðeins þrennt í stöðunni fyrir Breta: Fylgja hinni óvinsælu stefnu Theresu May, segja sig úr Evrópusambandinu án samnings eða kjósa um útgönguna á ný. Greening hallast sem fyrr segir að síðasta möguleikanum. Hún segir að Brexit sé komið í algjöran hnút og að eina leiðin til að koma því aftur á skrið sé að endurnýja umboð stjórnmálamannanna sem komið hafi málinu á þennan stað. Greening leggur til að kosið verði um valmöguleikana þrjá sem nefndir eru hér að ofan. Hún leggur til að kosið verði í tveimur umferðum til að tryggja meirihlutastuðning.Ná Brexit frá flokksgæðingunum „Ég er einfaldlega að benda á það sem allir sjá í þinginu,“ sagði Greening í samtali við breska ríkisútvarpið í morgun. Aðspurð um hvort að hún telji að leiðin sem hún leggi til njóti stuðnings annarra í Íhaldsflokknum segir hún: „Já, ég held það.“ Greening segir að fyrrnefnd áætlun forsætisráðherrans sé svo gott sem dauð. Áætlunin sé „einlæg og snjöll málamiðlun,“ en engu að síður sé hún gjörsamlega óframkvæmanleg - ekki síst vegna þess að „allir“ séu ósáttir við hana. Greening telur það til mikils vansa fyrir Brexit-ferlið að það skuli verið unnið eftir flokkslínum. Málið er að hennar mati þverpólitískt og því gæti þjóðaratkvæðagreiðsla vrerið góð leið til að hrifsa þetta stóra hagsmunamál úr höndum flokksgæðinganna. „Við þurfum ekki meiri tíma. Við þurfum skýra stefnu sem við getum fylgt eftir,“ segir Greening.
Brexit Tengdar fréttir Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ráðin sem Trump Bandaríkjaforseti gaf henni varðandi Brexit hafi verið að lögsækja Evrópusambandið. 15. júlí 2018 10:30 Samkomulag í höfn innan bresku ríkisstjórnarinnar um sambandið við ESB Samkomulagið felur það í sér að samið verður um fríverslun með iðnaðar- og landbúnaðarvörur á milli Bretlands og ESB. 6. júlí 2018 21:58 Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02 Spenna innan bresku ríkisstjórnarinnar fyrir Brexit-uppgjör Breska ríkisstjórnin reynir að stilla saman strengi sína varðandi Brexit á fundi utan við London í dag. Jafnvel er búist við afsögnum ráðherra. 6. júlí 2018 12:14 Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Tveir áhrifamenn úr ríkisstjórn May hafa sagt af sér vegna óánægju með Brexit-stefnu hennar. 10. júlí 2018 12:21 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ráðin sem Trump Bandaríkjaforseti gaf henni varðandi Brexit hafi verið að lögsækja Evrópusambandið. 15. júlí 2018 10:30
Samkomulag í höfn innan bresku ríkisstjórnarinnar um sambandið við ESB Samkomulagið felur það í sér að samið verður um fríverslun með iðnaðar- og landbúnaðarvörur á milli Bretlands og ESB. 6. júlí 2018 21:58
Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02
Spenna innan bresku ríkisstjórnarinnar fyrir Brexit-uppgjör Breska ríkisstjórnin reynir að stilla saman strengi sína varðandi Brexit á fundi utan við London í dag. Jafnvel er búist við afsögnum ráðherra. 6. júlí 2018 12:14
Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Tveir áhrifamenn úr ríkisstjórn May hafa sagt af sér vegna óánægju með Brexit-stefnu hennar. 10. júlí 2018 12:21