Innlent

Ríkisstjórnin fundar að Langaholti í Snæfellsbæ

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson undirrituðu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar fyrr á árinu. Áherslur hans eru á meðal þess sem rætt verður á fundi með fulltrúum sveitarstjórna á Vesturlandi í dag.
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson undirrituðu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar fyrr á árinu. Áherslur hans eru á meðal þess sem rætt verður á fundi með fulltrúum sveitarstjórna á Vesturlandi í dag. Vísir/eyþór
Ríkisstjórnin mun funda að Langaholti í Snæfellsbæ í dag, mánudaginn 16. júlí. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að að loknum fundinum muni ríkisstjórnin funda með fulltrúum sveitarstjórna á Vesturlandi.

Á þeim fundi verður meðal annars farið yfir áherslur ríkisstjórnarinnar í stjórnarsáttmálanum og mál sem rædd voru á ríkisstjórnarfundinum og tengjast byggðamálum. Þá munu fulltrúar sveitarstjórna á svæðinu fara yfir stöðu mála og kynna sín helstu áherslumál.

Í kjölfarið verður haldinn blaðamannafundur sem er áætlað að hefjist klukkan 14:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×