Leit að betra lífi Davíð Þorláksson skrifar 4. júlí 2018 07:00 Það er ömurlegt að horfa upp á hvernig börn innflytjenda í Bandaríkjunum eru tekin frá foreldrum sínum og jafnvel geymd í búrum. Í flestum tilfellum er um heiðarlegt fólk að ræða sem er einfaldlega í leit að betra lífi fyrir sig og fjölskyldu sína. Eina sem þau hafa til sakar unnið er að fæðast röngu megin við ímyndaða línu. Í stað meðalhófs og umburðarlyndis, er rekin stefna án umburðarlyndis. Við getum vel tekið betur á móti innflytjendum og boðið fleiri kvótaflóttamönnum að koma hingað til lands. Eitt af því sem helst þarf að bæta varðandi móttöku innflytjenda er menntun barna þeirra. Margt bendir til að þar sé pottur brotinn. Menntun er lykilþáttur í að nýir Íslendingar nái að aðlagast lífinu hér og skapa sér gott líf til framtíðar. Sveitarfélögin þurfa að girða sig í brók hvað þetta varðar. Það er ekki bara siðferðisleg skylda okkar að taka vel á móti innflytjendum heldur sýna rannsóknir að innflytjendur hafa góð áhrif á hagkerfi þróaðra ríkja. Þeir sinna störfum sem ella væru ef til vill ekki unnin og nota launin sín til að kaupa vörur og þjónustu. Þetta skapar hagvöxt í nýja heimalandinu. Uppsveiflan sem við höfum séð hér síðustu árin hefði ekki verið svona mikil ef við hefðum ekki notið krafta erlends vinnuafls. Í dag, á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, er talið að um 2.300 börn innflytjenda séu í haldi stjórnvalda fjarri foreldrum sínum. Land frelsis og tækifæra hefur að mörgu leyti snúist upp í andhverfu sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ömurlegt að horfa upp á hvernig börn innflytjenda í Bandaríkjunum eru tekin frá foreldrum sínum og jafnvel geymd í búrum. Í flestum tilfellum er um heiðarlegt fólk að ræða sem er einfaldlega í leit að betra lífi fyrir sig og fjölskyldu sína. Eina sem þau hafa til sakar unnið er að fæðast röngu megin við ímyndaða línu. Í stað meðalhófs og umburðarlyndis, er rekin stefna án umburðarlyndis. Við getum vel tekið betur á móti innflytjendum og boðið fleiri kvótaflóttamönnum að koma hingað til lands. Eitt af því sem helst þarf að bæta varðandi móttöku innflytjenda er menntun barna þeirra. Margt bendir til að þar sé pottur brotinn. Menntun er lykilþáttur í að nýir Íslendingar nái að aðlagast lífinu hér og skapa sér gott líf til framtíðar. Sveitarfélögin þurfa að girða sig í brók hvað þetta varðar. Það er ekki bara siðferðisleg skylda okkar að taka vel á móti innflytjendum heldur sýna rannsóknir að innflytjendur hafa góð áhrif á hagkerfi þróaðra ríkja. Þeir sinna störfum sem ella væru ef til vill ekki unnin og nota launin sín til að kaupa vörur og þjónustu. Þetta skapar hagvöxt í nýja heimalandinu. Uppsveiflan sem við höfum séð hér síðustu árin hefði ekki verið svona mikil ef við hefðum ekki notið krafta erlends vinnuafls. Í dag, á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, er talið að um 2.300 börn innflytjenda séu í haldi stjórnvalda fjarri foreldrum sínum. Land frelsis og tækifæra hefur að mörgu leyti snúist upp í andhverfu sína.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar