Nýtt myndband sýnir drengina við hestaheilsu Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. júlí 2018 06:18 Drengirnir heilsa myndavélinni að tælenskum sið. Vísir/afp Sérsveit tælenska sjóhersins sendi í nótt frá sér nýtt myndband af fótboltadrengjunum tólf, sem fastir eru í helli í norðurhluta landsins. Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, kynna drengirnir sig með nafni. Þá segjast þeir vera við hestaheilsu, þrátt fyrir skrámur, og ef marka má hlátur þeirra og bros eru þeir líka nokkuð brattir miðað við aðstæður. Á myndbandi sjóhersins má sjá drengina heilsa myndavélinni að tælenskum sið. Þá má einnig sjá hvernig þeir hafa skrifað nafn fótboltaliðs síns á grjót í hellinum, sem og nafn köfunardeildarinnar sem kom fyrst að þeim. Tveir meðlimir sérsveitarinnar munu framvegis veita drengjunum félagsskap öllum stundum. Sérsveitarmennirnir munu jafnframt nýta tímann ofan í hellinum til að þétta sprungur svo að tryggja megi að vatnshæðin í hvelfingunni, þar sem drengirnir dvelja, hækki ekki of mikið. Strákarnir komu í leitirnir á mánudag eftir um 9 daga leit. Búið er að flytja vistir niður til drengjanna, sem gætu þurft að hírast eitthvað áfram í hellinum. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvernig þeim verður að endingu bjargað en leiðin aftur upp á yfirborðið er erfið yfirferðar.Sjá einnig: Vill „pakka“ fótboltadrengjunum innHér má sjá hluta fótboltaliðsins, sem og þjálfara þess.FacebookÁ blaðamannafundi í morgun sögðu talsmenn björgunarsveitanna að ekki verði reynt að bjarga drengjunum úr hellinum í dag. Engu að síður væru aðstæður fullkomnar fyrir æfingar og mun heilbrigðisstarfsfólk því nýta daginn til að teikna upp hvernig tekið verður á móti strákunum, ef og þegar þeim verður bjargað úr hellinum. Þá verður vatni áfram dælt úr hellinum og eru björgunarsveitirnar vongóðar um að þeim muni takast að minnka vatnsmagnið. Engu að síður gera veðurspár ráð fyrir hellidembu í lok vikunnar sem gæti gert dælingartilraunir dagsins að engu. Þar að auki óttast björgunarsveitirnir að rigningin muni torvelda flutning á vistum ofan í hellinn. Áfram verður reynt að koma símasnúru til drengjanna svo þeir geti rætt við foreldra sína, en tilraunir til þess að leggja snúruna í gær mistókust. Umrætt myndband má sjá hér að neðan. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Vill „pakka“ fótboltadrengjunum inn Varaformaður breska hellabjörgunarsambandsins efast um að hægt verði að kenna tælensku fótboltadrengjunum að kafa. 3. júlí 2018 11:02 Taka enga áhættu við björgun fótboltastrákanna úr hellinum Björgunarsveitir í Tælandi munu ekki taka neina áhættu við að bjarga fótboltastrákunum tólf og þjálfara þeirra úr hellinum þar sem þeir hafa setið fastir undanfarna tíu daga 3. júlí 2018 23:30 Gætu þurft að vera mánuði í hellinum Óttast er að taílensku fótboltastrákarnir, sem fundust í gær við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar, gætu þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði í viðbót. 3. júlí 2018 05:23 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Sérsveit tælenska sjóhersins sendi í nótt frá sér nýtt myndband af fótboltadrengjunum tólf, sem fastir eru í helli í norðurhluta landsins. Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, kynna drengirnir sig með nafni. Þá segjast þeir vera við hestaheilsu, þrátt fyrir skrámur, og ef marka má hlátur þeirra og bros eru þeir líka nokkuð brattir miðað við aðstæður. Á myndbandi sjóhersins má sjá drengina heilsa myndavélinni að tælenskum sið. Þá má einnig sjá hvernig þeir hafa skrifað nafn fótboltaliðs síns á grjót í hellinum, sem og nafn köfunardeildarinnar sem kom fyrst að þeim. Tveir meðlimir sérsveitarinnar munu framvegis veita drengjunum félagsskap öllum stundum. Sérsveitarmennirnir munu jafnframt nýta tímann ofan í hellinum til að þétta sprungur svo að tryggja megi að vatnshæðin í hvelfingunni, þar sem drengirnir dvelja, hækki ekki of mikið. Strákarnir komu í leitirnir á mánudag eftir um 9 daga leit. Búið er að flytja vistir niður til drengjanna, sem gætu þurft að hírast eitthvað áfram í hellinum. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvernig þeim verður að endingu bjargað en leiðin aftur upp á yfirborðið er erfið yfirferðar.Sjá einnig: Vill „pakka“ fótboltadrengjunum innHér má sjá hluta fótboltaliðsins, sem og þjálfara þess.FacebookÁ blaðamannafundi í morgun sögðu talsmenn björgunarsveitanna að ekki verði reynt að bjarga drengjunum úr hellinum í dag. Engu að síður væru aðstæður fullkomnar fyrir æfingar og mun heilbrigðisstarfsfólk því nýta daginn til að teikna upp hvernig tekið verður á móti strákunum, ef og þegar þeim verður bjargað úr hellinum. Þá verður vatni áfram dælt úr hellinum og eru björgunarsveitirnar vongóðar um að þeim muni takast að minnka vatnsmagnið. Engu að síður gera veðurspár ráð fyrir hellidembu í lok vikunnar sem gæti gert dælingartilraunir dagsins að engu. Þar að auki óttast björgunarsveitirnir að rigningin muni torvelda flutning á vistum ofan í hellinn. Áfram verður reynt að koma símasnúru til drengjanna svo þeir geti rætt við foreldra sína, en tilraunir til þess að leggja snúruna í gær mistókust. Umrætt myndband má sjá hér að neðan.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Vill „pakka“ fótboltadrengjunum inn Varaformaður breska hellabjörgunarsambandsins efast um að hægt verði að kenna tælensku fótboltadrengjunum að kafa. 3. júlí 2018 11:02 Taka enga áhættu við björgun fótboltastrákanna úr hellinum Björgunarsveitir í Tælandi munu ekki taka neina áhættu við að bjarga fótboltastrákunum tólf og þjálfara þeirra úr hellinum þar sem þeir hafa setið fastir undanfarna tíu daga 3. júlí 2018 23:30 Gætu þurft að vera mánuði í hellinum Óttast er að taílensku fótboltastrákarnir, sem fundust í gær við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar, gætu þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði í viðbót. 3. júlí 2018 05:23 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Vill „pakka“ fótboltadrengjunum inn Varaformaður breska hellabjörgunarsambandsins efast um að hægt verði að kenna tælensku fótboltadrengjunum að kafa. 3. júlí 2018 11:02
Taka enga áhættu við björgun fótboltastrákanna úr hellinum Björgunarsveitir í Tælandi munu ekki taka neina áhættu við að bjarga fótboltastrákunum tólf og þjálfara þeirra úr hellinum þar sem þeir hafa setið fastir undanfarna tíu daga 3. júlí 2018 23:30
Gætu þurft að vera mánuði í hellinum Óttast er að taílensku fótboltastrákarnir, sem fundust í gær við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar, gætu þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði í viðbót. 3. júlí 2018 05:23
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent